Loading...

DALE CARNEGIE

Ég var búin að segja ykkur frá því á snapchat að ég fór á Dale Carnegie námskeið í fyrra og ég verð bara að fá að hrósa þessu námskeiði og mæla með því! Í fyrstu þá hugsaði ég með mér að ég þyrfti ekki mikið á þessu námskeiði að halda því ég er frekar opin og er dugleg að fara út fyrir þægindahringinn minn en ég hafði heldur betur rangt fyrir mér í þeim efnum. Ég sótti námskeiðið sem er fyrir 21-25 ára og er ekkert smá ánægð að hafa farið því ég lærði svo margt og kynntist yndislegum hópi af fólki. Fyrir ykkur sem eruð að velta því fyrir ykkur hvað Dale Carnegie námskeið er þá er það námskeið til að efla sjálfstraust, efla tjáningahæfileika, bæta hæfni í mannlegum samskiptum, þróa leiðtogahæfileika og margt fleira. Eins og ég skrifaði hér fyrir ofan þá lærði ég heilan helling á þessu námskeiði og mæli hiklaust með því fyrir alla, bæði fyrir þá sem eru feimnir og þá sem eru opnir. Það eru allskonar námskeið í boði en þið getið skoðað öll námskeiðin HÉR. Ég veit allavega að námskeiðið sem ég fór á byrjar aftur núna 1. júní næstkomandi! Endilega tékkið www.dalecarnegie.is og skoðið hvað er í boði.

A few months ago I told you about a Dale Carnegie course that I attended and I really have to recommend it! At first I was a little skeptical about if I needed to take this course because I’m a very open person and I’m always going out of my comfort zone but I was wrong. I really did learn some great things and I got to know a wonderful group of people. I attended the course for 21-25 years old and I’m really glad that I did. For those who are wondering what Dale Carnegie courses are all about, they’re about enhancing self-esteem, enhancing expression skills, improving skills in human relations, developing leadership skills and much more. As I wrote here above, I learned a lot during this course, and I recommend it to everyone! Both for those who are very shy and for those who are very open. There are all kinds of courses available, you can view all the courses HERE. Go check www.dalecarnegie.is out!

May 11th, 2017|Categories: Lifestyle|Tags: |

PROTEIN PANCAKES FROM BODYLAB

Færslan er í boði Bodylab

Prótein pönnuköku mixið frá Bodylab er án efa það lang besta sem ég hef smakkað! Ég hef smakkað svo ótrúlega mörg prótein pönnuköku mix því ég elska að borða pönnsur í millimál og eftir æfingar en þetta mix fær 10 stig af 10 mögulegum því það bragðast svo vel. Í 100 g eru 364 kaloríur og 31 g af próteini en einn skammtur er 75 g. Ef ykkur vantar millimál, prótein eftir æfingu eða langar í hollari kost þá mæli ég hiklaust með mixinu frá Bodylab. Það er mjög auðvelt að búa þær til en þú setur 100 ml af vatni í hristibrúsa, 3 skeiðar af mixinu, hristir vel og steikir svo á pönnu. Svo verð ég að segja ykkur frá próteinella og salt karamellusósunni sem Bodylab býður líka uppá en það er fáránlega bragðgott og það sérstaklega með pönnsunum svona spari. Próteinella bragðast nánast alveg eins og Nutella nema það inniheldur prótein og það er enginn viðbættur sykur. Það sama á við með karamellusósuna, það er enginn viðbættur sykur í henni. Bodylab vörurnar fást í HAGKAUP.

The protein pancake mix from Bodylab is absolutely my favorite! I’ve tried so many protein pancakes before because I like to eat it after my workouts and I have to say that the Bodylab protein mix is the best! In 100 g you have 364 kcal and 31 g protein but one serving is 75 g. If you need something to eat after your workout, for breakfast or a snack I really recommend you try this one out. It’s very easy to make the pancakes. One serving is 100 ml water and three scoops of the mix, you blend it together in a shaker and put it on a hot pan. Easy and very tasty! I also have to recommend the Proteinella and the Zero Topping Salted Caramel sauce which does not contain any added sugar. The Proteinella taste similar to Nutella but it contains protein which is a big plus! You can buy the Bodylab products in HAGKAUP.

April 26th, 2017|Categories: Lifestyle|Tags: |

TEA TREE FROM DR.ORGANIC

Færslan er í boði dr.organic

Ég vildi deila með ykkur tveimur vörum sem ég var að byrja nota fyrir stuttu síðan en að mínu mati eru þær hreint út sagt æðislegar! Vörurnar eru “Blemish Stick” og “Face Wash” og eru frá merkinu dr.organic og eru úr vörulínu sem heitir “Tea Tree”. Blemish stick er bólupenni sem er ótrúlega þægilegur og auðveldur í notkun því það er kúla á endanum sem þú rúllar yfir vandamálasvæðin. Hann er rosalega góður á bólur því penninn er endurnærandi, sóttheinsandi og hann róar húðina. Bólupenninn inniheldur meðal annars terunnaolíu og Aloe Vera. Andlitshreinsirinn er mildur en ótrúlega öflugur þannig hann hentar viðkvæmri húð eins og minni mjög vel. Ilmurinn af honum er ekkert smá góður því hann inniheldur mandarínu og sítrónu ilmkjarnaolíur en þær eru mjög góðar fyrir húðina og eru bakteríudrepandi. Hann inniheldur náttúruleg og lífræn efni og inniheldur einnig “Witch Hazel” sem viðheldur heilbrigðri húð. Vörurnar eru á mjög sanngjörnu verði og fást í apótekum og í Heilsuhúsinu. Það er líka gaman að segja frá því að það er 25% afsláttur af Tea Tree línunni í Heilsuhúsinu út apríl.

I have to tell you about two products that I recently tried and really liked. It’s Tea Tree Blemish Stick and Tea Tree Face Wash from dr.organic. The blemish stick is very convenient and is very easy to use, you just roll the stick over your pimples or your problem areas and it’s disinfects the skin and refreshes it. The stick contains Tea Tree and Aloe Vera. The Face Wash is very gentle but powerful so it suits sensitive skin like mine very well. The scent of the product is very nice because it contains mandarin oil and citrus oil and it leaves the skin fresh and balanced. You can get dr.organic in pharmacies and at Heilsuhúsið.

April 25th, 2017|Categories: Beauty|Tags: |

OUTFIT

JEANS: DR. DENIM | SWEATER: MISSGUIDED | SHOES: BIANCO | BAG: GUCCI | BELT: GUCCI

April 24th, 2017|Categories: Fashion|

LONDON TRIP

Þessi færsla á eftir að vera nokkuð löng því ég hef margt að segja um síðustu London ferð. Ég skellti mér til London í byrjun mars með Berglindi frænku minni sem er líka ein besta vinkona mín og það verður að viðurkennast að þessi ferð var óvenjulega góð! Við lentum í skemmtilegum ævintýrum og hótelið sem við vorum á var uppá 10! Ef þið euð í leit af hóteli sem er flott, hreint, með góðri þjónustu og á topp stað þá mæli ég hiklaust með Jumeirah Lowndes. Hótelið er 5 stjörnu hótel og það er hugsað fyrir öllu. Það eftirminnilegasta er klárlega heitu þvottapokarnir sem við fengum þegar við komum á hótelið til að þrífa hendurnar eftir ferðalagið og afmæliskakan sem ég fékk senda uppá herbergi ásamt afmælissöng!

Ferðin okkar snérist hvað mest um að njóta, borða góðan mat og hafa gaman. Það var verslað þó nokkuð mikið í þessari ferð enda er undirrituð mikið fyrir föt og fylgihluti. Við fórum á þrjá æðislega staði út að borða sem ég verð að mæla með en þeir eru Sushi Samba, Coya og Hakkasan. Sushi Samba er án efa uppáhalds staðurinn minn í London en staðurinn er ótrúlega flottur og útsýnið er magnað, þú sérð yfir alla London. Coya er veitingastaður sem ég var að prófa í fyrsta skiptið en guð minn góður hvað maturinn var góður og staðurinn flottur. Starfsfólkið algjörlega til fyrirmyndar enda er allt gert fyrir þig á þessum stað. Þau setja servéttuna á þig, þau fylgja þér á klósettið og eru ótrúlega kurteis. Það er að sjálfsögðu ekki fyrir alla en það er dekrað vel við mann á staðnum. Hakkasan er Japanskur staður sem ég hef alltaf ætlað að prófa því ég hef bara heyrt góða hluti um hann. Ég sé alls ekki eftir því að hafa bókað borð því maturinn var ótrúlega góður og staðurinn fáránlega töff! Þannig ef þú ert á leiðinni til London og vilt borða góðan mat þá mæli ég með þessum stöðum, þú verður ekki svikin/n! Ég mæli þó alltaf með því að bóka borð fyrirfram á netinu til að fá borð á ágætis tíma því það er fljótt að fyllast á þessa staði og það getur verið erfitt að fá borð.

Við fórum á fallegasta cupcake stað sem ég hef á ævinni séð. Staðurinn heitir Peggy Porschen og er með bestu “cupcakes in the world” samkvæmt Vanity Fair og ég verð að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum því þær eru sjúklega góðar. Staðurinn er bleikur að utan og er skreyttur með litríkum blómum og er ótrúlega fallegur að innan. Maður upplifir sig eins og í draumi þarna inni, það er allt svo fallegt og krúttað. Ég mæli hiklaust með því að þið kíkið á Peggy Porschen og smakkið kökurnar og aðalega til að sjá staðinn.

Síðast en ekki síst þá verð ég að deila einum æðislegasta driver sem ég hef setið í bíl með. Hann heitir Toks og er ótrúlega vinalegur og skemmtilegur. Hann keyrir um á Benz og á Jaguar og pikkar mann upp á flugvöllinn og skutlar manni þangað aftur gegn mjög sanngjörnu gjaldi. Þegar hann pikkar þig upp á vellinum þá tekur hann á móti þér með nafnið þitt á iPad spjaldtölvu svo þú vitir hver hann er. Hann tekur við töskunum þínum og skutlar þér svo þangað sem þú þarft að fara. Pickup á völlinn og skutl í miðbæinn í London eru 70 pund og að láta skutla sér á völlinn eru 60 pund. Það tekur sirka 1 og 1/2 tíma að fara frá miðbænum og niðrá Gatwick flugvöll en verðið er ódýrara hjá honum ef þú ert á Heatrow flugvelli því skutlið þaðan niðrí bæ er aðeins 45 mínútur. Ég mæli með því að þið hafið samband við hann og nýtið ykkur þjónustuna hans. Þið getið haft samband við hann í gegnum email toksodofin@gmail.com og fengið frekari upplýsingar. Og ef þið eruð að pæla í því þá er hann með leyfi til að skutla fólki og er vel trygður. Ég og Berglind fengum hann til að skutla okkur á flugvöllinn í þessari ferð og það er alveg á hreinu að ég mun nýta mér þjónustuna hans næst þegar ég fer til London sem er í næstu viku!

Ég hef þetta ekki lengra að þessu sinni en ég held að ég skelli í færslu fljótlega um hvað ég ætla að gera í næstu London ferð! Hafið það gott elskurnar x

This post is going to be a bit long because I’ve a lot to say about my last visit to London. I went to London in march with my cousin Berglind and I have to admit that this trip was extremely nice! The hotel we stayed at gets 5 out of 5 stars from both of us because they took very good care of us. If you are in a search for a hotel that is clean, has good service and at a good location I recommend Jumeirah Lowndes. The hotel is a 5 star hotel and they take care of everything. When we arrived we got warm towels to clean our hands after the travel and I also got a birthday cake sent to my room and the waiter sang the happy birthday song, how cute is that!

Our trip was mostly about having a good time and eating good food but of course we shopped a little bit. We visited three amazing restaurants that I have to recommend for you guys. The restaurants are Sushi Samba, Coya and Hakkasan. Sushi Samba is my favorite restaurant and I always go there when I’m in London. The food is amazing and the view is to die for because the place is on the 38th floor. I tried Coya for the first time on this trip and ohmy lord, the food was amazing and the place was so cool! The staff was so nice and they took very good care of us. Hakkasan is a Japanese restaurant that I’ve always wanted to try! And the food was perfect! So if you are going to London I recommend you try these restaurants and book your table online because sometimes it’s hard to get a table at a good time.

We visited the most beautiful cupcake place I’ve ever seen! The place is called Peggy Porchen and has the “best cupcakes in the world” according to Vanity Fair. The cupcakes taste so nice and I can’t wait to visit this place again. The place is all pink and has colorful flowers outside and is adorable inside. Peggy Porschen is a must visit in London!

Last but not least I have to recommend a very friendly driver that offers pick up at the airport and a ride back to the airport. His name is Toks and he’s so friendly and nice. He drives a Mercedes Benz and a Jaguar and he picks you up for a very reasonable price. When he picks you up he has your name on his iPad so you know who he is. He takes care of your bags and drives you to your destination. A pick up to the airport to down town London is 70 pounds and a ride from down town to the airport is 60 pounds. It takes about one and a half hour to drive from Gatwick airport to down town London but it only takes 45 minutes to drive to Heathrow airport so the price is cheaper there. I recommend you contact him and use his service. You can send him an email at toksdofin@gmail.com to get more information. And if you are wondering, he has a license to drive people and he has good insurance. Me and Berglind ordered his service to the airport and it’s for certain that I will use his service next time I visit London, which is next week!

Until next time, take care x

 

April 21st, 2017|Categories: Lifestyle, Travel|Tags: |

DEFINE THE LINE SPORT – LAUNCH PARTY

Myndir: Inga Sör

Ég get varla líst því með orðum hvað ég er ánægð með viðbrögðin við íþróttalínunni minni! Þið eruð svo yndisleg og ég elska að heyra frá ykkur. Ég launchaði íþróttalínunni Define The Line Sport síðastliðinn þriðjudag sem var ekkert smá gaman. Partýið var í forsetasvítunni Útgarður á Grand Hóteli í Reykjavík og vá hvað er nice að halda viðburð þar inni því það er gott pláss og svalir allan hringinn. Ég pantaði léttar veitingar frá hotelinu en súkkulaðikakan þaðan er tryllt góð og ég tala nú ekki um súkkulaðihúðuðu jarðaberin! Kvöldið gekk svaka vel fyrir sig og að sjálfsögðu fór enginn tómhentur heim en allir gestir fengu gjafaöskju sem innihélt gjafabréf með buxum að eigin vali og Rís páskaegg númer 6 frá Freyju. Íþróttafötin eru komin í sölu og fást inná www.definethelinesport.com og það er frí rekjanleg sending á öllum vörum. Línan inniheldur þrjár buxur og tvo æfingatoppa en bara svo það sé á hreinu þá er þetta aðeins byrjunin á stóru ævintýri. Ég hlakka til komandi tíma og get ekki beðið eftir að sjá ykkur í Define The Line Sport! Það er gaman að segja frá því að æfingabuxurnar ganga líka sem leggings buxur fyrir þær sem elska að vera í leggings og líka sem kósý buxur því þær eru svo ótrúlega mjúkar og þægilegar. Buxurnar eru í frekar venjulegum stærðum en ég sjálf tek alltaf stærð small í æfingabuxum og nota small í Define The Line Sport. Topparnir eru hinsvegar örlítið minni þannig ef þið eruð á milli stærða þá mæli ég með að taka stærri stærðina. Ég tek yfirleitt alltaf stærð medium í æfingatoppum og tek líka medium í Define The Line Sport því ég vil að toppurinn haldi vel að og haldi brjóstunum niðri svo þau séu ekki útum allt haha! Topparnir koma með púðum sem hægt er að taka úr sem er mjög hentugt því það er svo misjafnt hver vill púða og hver ekki.


I can’t describe how happy I’m with your reactions towards my new sportswear brand. You’re so sweet and I love to hear from you guys! I launched my brand Define The Line Sport last thursday and it was amazing. The party was in the penthouse suite at Grand Hotel in Reykjavík and I have to say it’s amazing to throw a party there because it has good space and there’s a balcony all around the suite. No one went home empty handed, everyone got a goodie box with a gift card for Define The Line Sport tights and an easter egg from Freyja. The sportswear is available for sale at www.definethelinesport.com and it’s free worldwide shipping. I can’t wait to show you my other designs and what’s next up because this is just the start off a big journey! The tights can also be used as leggings because they are so soft and comfy. The sizes are normal, I always wear size small in workout tights and I also wear size small in Define The Line Sport. The sports bras are a little bit tighter so if you are in between sizes I recommend you take the bigger size. I always wear size medium in sports bras so I wear size medium in Define The Line Sport because I want the top to provide good support (all the tops come with a removable pads). I can’t wait to see you in Define The Line Sport x

April 15th, 2017|Categories: Fashion|Tags: |

MY LATEST ORDER FROM MISSGUIDED

1.HERE | 2.HERE | 3.HERE | 4.HERE | 5.HERE

March 20th, 2017|Categories: Fashion|Tags: |

JUMEIRAH HOTEL IN LONDON

IMG_3668

IMG_3818

IMG_3816

IMG_3564

IMG_3570

IMG_3566

IMG_3675

IMG_3579

IMG_3805

IMG_3811

IMG_3807

IMG_3810

IMG_3792

IMG_3820

Hér kemur færslan sem að ég var búin að lofa ykkur! Ég held að ég hafi aldrei fengið jafn margar fyrirspurnir útí eitt hótel sem ég hef sýnt ykkur inná snapchat (Linethefine). Fyrir ykkur sem eruð ekki með mig á snapchat þá var ég í London í þar síðustu viku og gisti á æðislegu hóteli. Hótelið heitir Jumeirah og er á Lowndes Street og er nálægt öllu því helsta. Hverfið er ótrúlega fallegt og það er í götunni hinum meginn við helstu hátísku búðirnar þ.e.a.s. Chanel, Louis Vuitton, Gucci ofl. Svo er Harvey Nichols og önnur verslunargata með helstu verslunum eins og ZARA aðeins 5 mínútum frá. Ef þið eruð á leið til London og langar að gista á flottu hóteli þá mæli ég 100% með Jumeirah Lowndes. Hótelið er 5 stjörnu hótel og það er hugsað fyrir öllu. Starfsfólkið er til fyrirmyndar og room service-ið er uppá 10! Herbergin eru hrein, það eru sloppar og inniskór fyrir mann og það er hátalari til að spila tónlist inná öllum herbergjum. Það er ekki langt þangað til að ég fer aftur til London þannig að það er á hreinu að ég gisti aftur á Jumeirah. Þrátt fyrir að hótelið sé staðsett á góðum stað og er 5 stjörnu þá er það ekki svo dýrt, það kom mér mikið á óvart en þið getið skoðað verðin inná síðunni þeirra HÉR. Ef þið eruð að spá hvort að Oxford Street sé langt frá þá tekur það í kringum 7 mínútur með taxa og kostar rúmar 1.000 kr. Næsta færsla frá mér kemur í vikunni og hún mun vera um London ferðina, hvað við gerðum og hvað er must að gera!

english

Here is the blog post that I promised you! I think I haven’t gotten so many questions about a hotel before after I snapchatted it (Linethefine). For those of you who don’t have me on snapchat I was in London two weeks ago and stayed at a very nice hotel named Jumeirah. The hotel is located in Lowndes Street and is near to almost everything (the neighborhood is very beautiful). Within a five minute walk from the hotel you can visit Sloane Street which has all the high fashion shops for example Chanel, Louis Vuitton, Gucci and more. And within three minutes you can visit Harvey Nichols and you can shop at the main stores like ZARA and more only 10 minutes away. If you are going to visit London and want to stay at a good hotel I really recommend Jumeirah Lowndes. The hotel is a five star hotel and they take care of everything. The staff is kind and the room service is amazing! The rooms are very clean, they come with a bathrobe and slippers and all the rooms have a speaker to play music, which is very convenient. I’m going back to London in April and it’s pretty clear that I will stay at Jumeirah Lowndes again. Even though the hotel has a good location and is a 5 star it’s not so expensive (you can see the prices on their page HERE). If you are wondering if Oxford Street is far away from the hotel, it’s not. It takes about 7 minutes by taxi and costs 1.000 ISK. My next blog post will be about my London trip and what is a must do there!

lina birgitta

March 17th, 2017|Categories: Lifestyle, Travel|Tags: |

MY NEW BAG “GUCCI MARMONT”

IMG_3549 (2)

IMG_3551 (2)

IMG_3559 (2)

IMG_3548 (2)

IMG_3556 (2)

IMG_3561 (3)

Ég er kolfallin fyrir svo mörgu hjá Gucci núna að ég get varla hamið mig! Nýjasta veskið sem ég var að fá mér er þetta sem þið sjáið á myndunum hér fyrir ofan. Veskið er “GG Marmont” er í ótrúlega hentugri stærð. Ég valdi mér millistærðina því ég vildi koma bæði kortaveskinu mínu og makeup töskunni minni ofan í það. Það kemur í nokkrum litum en ég skellti mér á nude. Perónulega þá finnst mér veskið ekki vera beint nude litað heldur meiri blanda af pastel brúnum/nude lit. Það er hinsvegar annað mál því veskið er gullfallegt! Þið sem eruð í veskja hugleiðingum þá mæli ég með því að þið verslið í Bretlandi því pundið er svo svakalega hagstætt og plús þið fáið TAX FREE. Þið eigið líklega eftir að sjá mig mikið með veskið á mér á næstunni því það er í algjöru uppáhaldi! Þið sem hafið áhuga á að skoða veskið nánar þá getið þið skoðað það HÉR. Þangað til næst, hafið það gott x

english

I’m completely in love with Gucci right now, everything they do is fab! I got myself this Gucci bag you see in the pictures above earlier this month in Edinburgh. The bag is “GG Marmont” and I love the size of it, my wallet and my makeup bag fit perfectly. It comes in different colors but I chose the nude one. Personally I think it’s a mix of pastel brown/nude but that’s a different story because the bag is beautiful! Those of you who are in a search for a bag I recommend you buy it in Britain because the British pound is very favorable at the moment and plus you get a TAX FREE. If you want more info about this bag you can check it out HERE. Until next time, take care x

lina-birgitta-feitletrad

February 28th, 2017|Categories: Óflokkað|Tags: |

ONLINE SHOPPING

in 1

in 2

in 3

1 HERE | 2 HERE | 3 HERE | 4 HERE | 5 HERE | 6 HERE | 7 HERE | 8 HERE | 9 HERE

Ég kynntist nýrri netverslun fyrir stuttu síðan og það verður að viðurkennast að það er hægt að finna fullt af flottum vörum á síðunni. Netverslunin heitir In the style og er á mjög sanngjörnu verði og það tekur aðeins 2-4 daga að fá sent með flýti sendingu, annars tekur það venjulega 7-10 daga. Ég vildi deila nokkrum flíkum og skóm með ykkur sem mig langar mikið í af síðunni en ég er nú þegar búin að panta mér aviator gleraugu og gallabuxur. Fyrir ykkur sem langar að prófa að versla við síðuna þá reddaði ég afsláttakóða sem býður 10% af öllum vörum en kóðinn er “BLOGGER10”. Góða skemmtun að panta!

english-2

I recently discovered a new online shop named In the style and I have to admit that you can find many nice items on their website. The prices are good and it only takes 2-4 days for the package to arrive to Iceland with express shipping but normal shipping takes 7-10 days. I wanted to share a few items with you that I want to order but I’ve already ordered the aviator glasses and a pair of jeans. For those of you who want to order from In the stlye, I got a discount code that you can use! Just use the code “BLOGGER10” at checkout to receive a 10% off. Happy shopping!

lina-birgitta-feitletrad

February 23rd, 2017|Categories: Fashion|Tags: |
Load More Posts