Loading...

BLACK COAT

Eins og ég skrifaði í síðustu blogg færslu þá pantaði ég mér hvítu úlpuna mína líka í svörtu. Ég fékk hana í hendurnar fyrir stuttu síðan og gjörsamlega elska hana! Ég á pottþétt eftir að nota svörtu oftar en hvíta er samt svo geggjuð. Það voru margir að velta því fyrir sér inná Instagram hjá mér hvort að úlpan væri hlý, en ég myndi segja að hún væri svona “miðlungs hlý” ef það er orð. Ef þið eruð í leit af vel hlýrri úlpu þá er þessi alls ekki málið en ef þið eruð að leitast eftir léttri úlpu sem hentar í “daily errands” þá er þessi fullkomin. Ég tók hvítu úlpuna í stærð 14 en svörtu í stærð 12 og fíla þá stærð betur. Þær koma uppí stærð 18 og ég myndi segja að stærðirnar séu frekar venjulegar. Þið getið skoðað úlpuna nánar HÉR (affiliate).

Sólgleraugun eru Gucci og fást hjá Optical Studio, ég elska þau! Skórnir eru frá Dolce & Gabbana og eru án efa flottustu sneakers sem ég hef átt. Sokkarnir eru frá Fendi, buxurnar eru frá New Yorker og veskið er frá YSL.

Þangað til næst, hafið það gott 🤍

October 15th, 2020|Categories: Fashion|Tags: |

WHITE COAT

Ég er búin að fá svo svakalega margar spurningar út í þessa úlpu eftir að ég póstaði mynd af mér í henni á Instagram þannig ég vildi skella í létta færslu og deila linknum af henni með ykkur. Hún er alveg hvít á litinn og ég tók hana vel stóra! Hún er í stærð 14 en stærð 12 hefði verið meira en nóg. Úlpan kemur líka í svörtum lit og ég var ekki lengi að panta mér hana eftir að ég fékk þessa í hendurnar því ég elska þetta snið og hún er svo kósý. Ég tók svörtu úlpuna í stærð 12 og hlakka mikið til að fá hana. Ef þið viljið hafa úlpuna vel stóra þá mæli ég með að taka hana í stærri stærð en þið notið en annars eru þetta venjulegar stærðir að mínu mati.

HÉR er linkur á úlpuna (affiliate linkur)

October 5th, 2020|Categories: Fashion|Tags: |

NEW SHADES

Okay, eigum við að ræða hvað þetta fallega veður er að gera mikið fyrir geðheilsuna? Ég er allavegana súper þakklát fyrir þessa gulu og þessar nokkrar gráður! Annars vona ég að þið séuð búin að hafa það þokkalegt miða við aðstæður. Það var orðið sjúklega langt síðan er ég bloggaði síðast en ég var farin að sakna þess og ákvað að poppa upp aftur. Blogg færslan að þessu sinni er um outfitið sem ég var í, í dag en ég er búin að fá slatta mikið af spurningum út í leðurjakkann minn í gegnum Instagram. Jakkinn er í oversized sniði og er frá Missguided (ég tók hann í stærð 8 og hann er vel víður). Peysan er frá DKNY, skórnir frá Alexander McQueen og síðast en ekki síst þá eru þetta glæný sólgleraugu frá Gucci sem ég er ekkert lítið sátt með! Gummi minn var svo sætur að gefa mér þau í pakka í fyrradag (þau fást í Optical Studio). Þangað til næst, hafið það gott x

May 5th, 2020|Categories: Fashion|Tags: , , |

CANARY ISLAND

Eins og flestir tóku eftir á Instagram hjá mér þá skellti ég mér til Canary með Berglindi frænku minni og skemmti mér stórkostlega! Það er magnað hvað við tvær náum alltaf að skemmta okkur vel. Einhverjir velta því kannski fyrir sér afhverju Canary? En ég fór þangað fyrr í sumar og fílaði það vel og vildi skella mér aftur. Þessi ferð var í samstarfi með Úrval Útsýn en það er alltaf ákveðin þægindi að bóka í gegnum ferðaskrifstofu uppá að hafa allt á einum stað, öryggi, það er farastjóri á þeirra vegum á svæðinu og það er neyðarsími sem er hægt að hringja í ef eitthvað kemur uppá. Við fórum í átta daga ferð og fórum á tvö mismunandi hótel. Fyrsta hótelið sem við fórum á er gjörsamlega tryllt! Það heitir Lopesan Baobab Resort og er í afrískum stíl. Það fór mjög vel um okkur þar enda ekki annað hægt! Við fengum herbergi með einka sundlaug sem var æðislegt því við nýttum hana mikið en það eru líka flottar sundlaugar á hótelinu. Við borðuðum morgunmat á hótelinu alla dagana og vorum alltaf jafn sáttar (nóg úrval).

Þegar við vorum búnar á þessu hóteli fórum við yfir á Abora Continental. Það hótel er mjög fínt og er nýlega uppgert. Þetta er hótel býður uppá allt innifalið sem er mjög nice fyrir þá sem eru þyrstir og finnst þægilegt að geta skotist af sundlaugarbakkanum og náð sér í drykk og mat. Það var meira af yngra fólki á þessu hóteli og þetta hótel er nær skemmtistöðunum.


Mig langar til þess að deila nokkru með ykkur sem er skemmtilegt að gera á Canary en fyrir áhugasama á tjútti þá er skemmtistaðurinn Pacha klárlega málið! Við fórum þangað tvö kvöld og skemmtum okkur mjög vel. Annars verð ég að mæla með bátsferð, en við fórum á bát sem hetir Five Star Boat. Þetta er sirka 4 tíma ferð og það er stoppað á milli nokkurra staða. Í einu stoppinu er boðið uppá mat, í öðru stoppinu er hægt að leigja Jet Ski, fara á bananabát og snorkla en matur, bjór, sangría og bananabátur er innifalið í verðinu. Við vorum allavegana ekki sviknar og það er bar á bátnum þar sem hægt er að kaupa kokteila og fleira.

Þið sem elskið að liggja í sólinni, drekka kampavín og kokteila í cool stemningu þá er Amadores Beach Club málið. Við eyddum heilum degi þar og guð minn góður hvað ég væri til í að vera þar akkúrat núna! Það eru flottir sólbekkir í boði, góður matur og góðir drykkir. Það er pottur og sundlaug á staðnum og útsýni yfir sjóinn. Það er mjög sexy vibe yfir þessum stað. En fyrir ykkur sem viljið góða strönd þá er Amadores ströndin rosalega flott.

Það er síðan einn veitingastaður sem ég verð að mæla með og Berglind er alveg sammála því. Hann heitir MEZZALUNA og er rétt hjá Baobab hótelinu.

Svo verð ég að nefna að það er úti bíó rétt hjá veitingastaðnum sem ég náði ekki að fara á en ég fór og kíkti á það. Ég held að það sé mikil upplifun að vera þar. Það eru sófar í bíóinu og þú ert úti að horfa á kvikmynd, það er eitthvað kósý við það. Bíóið heitir MOONLIGHT CINEMA.

Annars segi ég þetta gott í bili og vona að þessi færsla muni nýtast ykkur eitthvað. Ég mæli með að bóka pakkaferð hjá Úrval Útsýn en þið getið skoðað alla pakka nánar HÉR.

Ég enda þessa færslu á mynd af okkur frænkunum en við vorum súper sáttar með ferðina.

October 20th, 2019|Categories: Travel|

VEST SEASON IS THE BEST SEASON

Peysa: NastyGal | Vesti: DKNY | Veski: Gucci | Sólgleraugu: Gucci | Buxur: Vero Moda

September 26th, 2019|Categories: Fashion|Tags: , , |

LAYERS

Buxur: H&M | Kápa: Vero Moda | Veski: Louis Vuitton | Sokkar: Oroblu | Skór: Alexander Mcqueen

September 15th, 2019|Categories: Fashion|Tags: , |

REYKJAVÍK

Ég verð að viðurkenna það að ég er búin að sakna þess mikið að blogga. Ég var komin með smá leiða á tímabili þannig ég vildi taka smá pásu og byrja aftur þegar áhuginn myndi koma aftur og hér er ég! Þetta outfit sem þið sjáið á myndunum er í oggu uppáhaldi as we speak en það er smá haustfílíngur í peysunni sem er ekki amalegt því ég elska haust tískuna. Ég er búin að fá margar fyrirspurnir útí peysuna en hún er frá Nastygal (ég læt link fylgja með). Fyrir áhugasama þá tók ég hana í stærð L því ég vil hafa allar peysur stærri en minni. Jakkinn var pantaður af Missguided eftir að ég sá Sólrúnu vinkonu í honum en hann er fullkominn oversized leðurjakki yfir þykkar peysur! Hann er vel stór þannig takið þá stærð sem þið notið eða jafnvel einni stærð minni. Pungurinn eða veskið er frá Gucci en ég keypti punginn í London um daginn og er sjúklega sátt með hann. Gleraugun eru líka frá Gucci en ég féll fyrir þeim á núll einni og VARÐ að kaupa mér þau! Síðast en ekki síst þá er ein algengasta spurningin sem ég fæ á Instagram útí þessa skó, enda eru þeir geggjaðir! Þeir eru frá Alexander Mcqueen og ég gjörsamlega elska þá. Ég er ekki frá því að ég kaupi mér svarta þegar ég fer til London næst. Annars vona ég að þið séuð að njóta lífsins í botn og hafið það gott x

Peysa: HÉR | Jakki: HÉR | Pungur: HÉR | Skór: HÉR

September 5th, 2019|Categories: Fashion|Tags: , , , |

ÉG MÆLI MEÐ MELTINGARENSÍMUM!

Þar sem að ég fæ svo rosalega margar spurningar útí meltingar-ensímin sem ég er að taka eftir að hafa sýnt þau nokkrum sinnum á Insta Story á Instagram hjá mér þá vildi ég skella í færslu um þau. Ensímin sem ég er að taka heita “Digest” og eru frá Enzymedica. Það eru eflaust margir sem velta því fyrir sér afhverju ég tek meltingar-ensím en ástæðan er mjög einföld, þau hjálpa meltingunni alveg heilan helling. Þau eru rosa góð fyrir þá sem finna fyrir magaónotum, sem glíma við magavandamál, fyrir þá sem eru með glútein og laktósa ofnæmi og fyrir þá sem vilja auka virkni vítamína, steinefna og góðgerla. Ég vil taka það fram að öll Enzymedica hylkin eru 100% vegan og að hylkin byrja að virka strax! Maður þarf ekki að vera búinn að taka hylkin í ákveðið langan tíma til að finna mun á sér. Það eru fjórar týpur í boði frá þessu merki og ég ætla að skrifa um hvert og eitt svo þið fáið nákvæmar upplýsingar um hvað hver týpa gerir.

Digest Basic: er einfaldasta meltingarvaran frá Enzymedica, enda heita töflurnar “Basic”. Þessi týpa er fyrir þá sem eru með væg meltingarvandamál. Hylkin bæta meltingu, nýtingu fæðunnar og vítamína. Þau eru að jafnaði 5 sinnum sterkari en aðrar gerðir meltingarensíma í svipuðum verðflokki. Þegar ég prófaði þessi meltingarensím þá byrjaði ég á að taka Digest Basic og féll fyrir þessari vöru á núll einni því ég fann mikinn mun á mér! Sá munur sem ég finn aðalega er að ég er léttari í maganum eftir hverja máltíð en ég er mjög gjörn á að finna mikið fyrir maganum mínum eftir máltíðir því ég er með magasjúkdóm.

Digest: er fyrir þá sem eru með þrálát meltingarvandamál en þessi vara er með tvisvar sinnum meiri virkni heldur en Digest Basic og að jafnaði 10 sinnum öflugri en en önnur ensím í svipuðum verðflokki.

Digest Gold: er þróaðasta meltingarvaran frá Enzymedica. Þessi týpa er sérstaklega góð fyrir þá sem glíma við meltingarvandamál, fyrir þá sem þurfa stuðning við starfsemi gallblöðrunar og fyrir þá sem vilja bestu og virkustu meltingarensím sem völ er á. Digest Gold er að jafnaði 20 sinnum sterkari en aðrar gerðir meltingarensíma. Það er mjög gaman að segja frá því að Digest Gold er söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum!

Digest Spectrum: er gegn fæðuóþoli. Ég nota þessi hylki óspart þegar ég “svindla” og fæ mér pizzu. Ég er með glúteinóþol og fæ yfirleitt bæði útbrot og geggjaðan kláða þegar ég borða glútein. Eftir að ég byrjaði að taka Digest Spectrum þá hef ég ekki fundið fyrir kláða þegar ég fæ mér pizzu! Hylkin styðja meltingu á glúteini, laktósa, kaseini, próteini og fenóli.

Ég tek meltingarensímin aðalega þegar ég borða “stórar og þungar” máltíðir og ég tek þau alltaf rétt áður en ég borða og virknin skilar sér strax! Enzymedica vörurnar fást meðal annars í Hagkaup, Iceland og í Apótekum.

May 31st, 2019|Categories: Lifestyle|Tags: |

101

Það er mjög langt síðan að ég skellti í færslu þannig ég ákvað að bomba einni inn til tilbreytingar. Þegar ég er í þessum pels fæ ég alltaf spurningar útí hann, hvaðan hann er en hann er frá Missduided (ég á hann líka í gráum lit). Annars skellti mér í ZARA um helgina og nældi mér í þessa peysu en að sjálfsögðu er hún með háum kraga! Ég er einn mesti sökker sem til er þegar það kemur að rúllukrögum og háum krögum, það er staðfest. Buxurnar eru úr Vero Moda og eru “the perfect black jeans”. Skórnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en þeir eru frá Louis Vuitton og veskið er frá YSL.

April 1st, 2019|Categories: Óflokkað|

IT’S SO FLUFFY!

Ég var að fá mér svo geggjaðan pels sem ég pantaði mér af Missguided. Hann kemur í nokkrum litum en þessi grái litur heillaði mig gríðarlega. Ég tók hann í stærð 12 og hann kostaði rúmar 17.000 kr kominn hingað heim. Ég tók eftir því um daginn að pelsinn er líka kominn í svörtum lit en hann seldist upp þegar hann kom en ég mun panta mér hann um leið og hann kemur aftur! Ef ykkur langar að skoða pelsinn nánar þá getið þið klikkað HÉR. Skórnir og leðurhanskarnir eru úr Zara, buxurnar eru úr Vero Moda og veskið frá Louis Vuitton. Ég fæ mikið af spurningum út í veskið en það er í miklu uppáhaldi hjá mér því það er bæði flott og það kemst mikið í það, það heitir Speedy og er í stærð 25 sem mér finnst fullkomin stærð! Annars er ég ótrúlega spennt fyrir jólunum og hlakka til að fara í leit að jólakjólnum í ár. Ég vona að þið eigið góða viku og eruð glöð og kát!

December 4th, 2018|Categories: Fashion|Tags: , |
Load More Posts
This error message is only visible to WordPress admins

Error: No connected account.

Please go to the Instagram Feed settings page to connect an account.