Picture

Ég gjörsamlega elska að fylgjast með því hvernig stelpur og konur klæða sig. Það er hægt að fá ótrúlegustu hugmyndir út frá öðrum. Ég skellti mér til Parísar um helgina og er gjörsamlega heilluð af þessari borg! Byggingarnar, kaffihúsin, búðirnar, tískan og allt saman er uppá 10.

Ég pældi mikið í því hvernig stelpurnar klæddu sig en þær voru flest allar vel klæddar og í 80% tilfella voru þær með hatt á hausnum. Það sem ég tók mest eftir voru stelpur með “mini handbags” yfir öxlina. Ég viðurkenni það að ég kolféll fyrir þessu look-i en það er ekki slæmt að kolfalla fyrir einhverju í París, enda er París “the capital of fashion”. Ég er algjör perri þegar það kemur að töskum, svo ég á það til að stara á fólk með flottar töskur og virða þær fyrir mér. Það er eitthvað töff og krúttlegt við mini handbags, en þær gera heildar lookið ótrúlega sætt. Það sem er sjúklega töff er að hafa þær yfir öxlina eins og “messenger bag”. Ég er búin að liggja á netinu og er búin að komast að niðurstöðu, mín drauma mini handbag er vínrauð háglans frá Louis Vuitton!

Þeir sem þekkja mig vel vita að ég elska flest allt frá Michael Kors, en það sem heillar mig hvað mest er hann sjálfur – hvernig hann byrjaði business-inn og hvað hann var ungur þegar hann byrjaði (ég elska fólk með metnað). Svo MK er eitt af uppáhalds merkjunum mínum. Þegar ég fór inní Michael Kors í París þá sá ég fullkomna mini handbag, hún var í fullkomnri stærð og var grá á litinn svo ég féll fyrir henni en vitið menn, ég keypti hana ekki! Ég skil ekki afhverju, en ég hugsa ennþá um hana. Greyið ég – greyið ég. Á myndini hér fyrir neðan sjáiði töskuna: