har1Eftir þvílíkt jákvæð viðbrögð við hár færslunni sem ég gerði í síðustu viku þá ætlar linethefine.com í samstarfi við hárgreiðslustofuna Sjoppan að gefa heppnum lesenda bloggsins gjafabréf í litun og klippingu. Ójá, þið lásuð rétt! Sjoppan er ein af uppáhalds hárgreiðslustofunun mínum en hún er staðsett í Bankastræti 14 í Reykjavík. Ég gjörsamlega elska að mæta í klippingu hjá þeim þar sem að það er alltaf tekið vel á móti manni og andinn þarna inni er æðislegur! Ef þú ert í leit af góðri hárgreiðslustofu þá er Sjoppan klárlega málið.

Ég deildi myndum af “ferlinu” sem að ég fór í gegnum hjá Ólöfu á Sjoppunni sem að gerði hárið mitt gjörsamlega gorgeous síðast er ég fór í litun og klippingu – ef sú færsla fór framhjá þér þá getur þú lesið hana HÉR. Ef þú ert ein/einn af þeim sem þráir að breyta til eða vilt dekra við þig og vilt eiga möguleika á því að vinna gjafabréf í litun og klippingu hjá Sjoppunni þá þarftu aðeins að gera eftirfarandi:

– LIKE-A Sjoppuna á Facebook HÉR.

– LIKE-A linethefine.com á Facebook HÉR.

– Deila þessari færslu á Facebook.

– Kvitta nafn og símanúmer undir færsluna.

VINNINGSHAFI: DAGBJÖRT GUÐMUNDSDÓTTIR

sjoppanlina birgitta camilla