TREFILL

Tökum smá pásu frá því sem við erum að gera og meltum þennan trefil í örlítinn tíma. Guð minn góður, ég er ekki frá því að ég er truly, madly, deeply in love af nýja LOUIS VUITTON treflinum mínum! Bara svo það er á hreinu þá á ég mjög auðvelt með að verða ástfangin af öllu sem tengist flíkum og fylgihlutum (maður verður aldrei fyrir vonbrigðum). Þessi trefill er algjör draumur. Það sem að ég elska hvað mest við þennan trefil er að ég get notað hann á tvo vegu en ég get bæði notað hann svartan og gráan.

Það er búið að vera rosaleg trefla tíska útum allan heim sem mér persónulega finnst mjög skemmtilegt því trefill getur verið góður fylgihlutur til þess að poppa upp casual outfit. Það er algjör snilld fyrir okkur Íslendinga að það sé IN að vera með trefil því það er ekkert lítið kalt úti!

Ég vona að þið eigið yndislega helgi og ekki gleyma að taka þátt í leiknum sem er í gangi á blogginu í samstarfi við undirfataverslunina Isabellu – en þú getur tekið þátt í þeim leik HÉR. Það verður dregið úr þeim leik á morgun ♥

trefill2lina-birgitta-camilla1-300x90