LilyLolo 011

Þið vitið ekki hvað ég var spennt þegar ég sá auglýsingu frá LILYLOLO á Facebook. Ég var ekki lengi að klikka á linkinn að heimasíðunni þeirra og skoða hana. LilyLolo er breskt vörumerki sem framleiðir hágæða steinefna snyrtivörur. Fyrir ykkur sem eruð ekki viss á því hvað steinefna snyrtivörur eru, þá eru það meðal annars snyrtivörur sem innihalda yfirleitt ekki rotvarnarefni, steinefna olíu, vax, mýkjandi olíur, kemísk litarefni né ilmefni. Það eru ekki allar steinefna snyrtivörur sem innihalda einungis náttúruleg efni en það er hægt að gera ráð fyrir því að þær innihalda minna af þeim kemísku. Kemísk efni eru mjög oft ofnæmisvaldandi og margir húðlæknar mæla með steinefna snyrtivörum vegna þess að þær valda sjaldnar óþægindum og ofnæmi. Þess vegna er steinefna snyrtivörur algjör snilld fyrir okkur sem eru með viðkvæma húð. Persónulega þá er ég með mjög viðkvæma húð og finnst oft vont að vera með farða í andlitinu sem gerir það að verkum að ég er oft á tíðum ómáluð.

Vörurnar frá LillyLolo eru paraben og ilmefnalausar og eru samþykktar af BUAV sem þýðir að þær eru ekki prófaðar á dýrum. Ég elska vörur sem innihalda ekki paraben efni (rotvarnarefni) því paraben hefur yfirleitt ekki góð áhrifa á húðina. Hvort sem að þú ert með feita eða þurra húð eða einhverstaðar þar á milli, þá munu vörurnar frá LilyLolo gefa þér létta og æðislega áferð án þess að stífla húðina! Ég var ekki lengi að næla mér í vörur frá þeim en það sem varð fyrir valinu var: BB krem, steinefnafarði, maskari og varalitur. Það kom mér vel á óvart hvað það var góð lykt af vörunum miða við að þær eru ilmefnalausar. Útlitið á vörunum er mjög flott en mér finnst það bæði stílhreint og töff. Mér finnst alltaf kostur þegar snyrtivörur look-a vel því þá er svo flott að stilla þeim upp inn á baði eða á snyrtiborðið.

LilyLolo 009

BB krem: “Silíkonalausa BB kremið er fullt af nærandi og yngjandi innihaldsefnum og steinefna lit sem hjálpa til við að fela ójöfnur og jafna húðlit. Fullkomið til að nota eitt og sér fyrir létta þekju eða undir steinefnafarða”. Ég er rosalega skotin í þessu BB kremi því það gefur húðinni léttan og fallegan ljóma (fullkomið fyrir natural look). Það inniheldur efni sem tóna og styrkja húðina, lífræna aloe og jojoba olíu sem gefur raka og inniheldur bakteríudrepandi efni.

Steinefnafarði: “Steinefnafarðinn SPF 15 er auðveldur í notkun og hægt að stjórnar hversu mikið hann hylur. Hann er búinn til úr náttúrulegum afurðum til þess að tryggja að húðin haldist hrein og heilbrigð. Hann lágmarkar útbrot og bólur”. Mér finnst þessi steinefnafarði algjört æði. Hann er bæði léttur og þægilegur, svo hann er fullkominn yfir BB kremið! Farðinn inniheldur SPF15 sem hjálpar til við að vernda húðina og hann er olíulaus svo hann hentar öllum húðgerðum.

Maskari: “Lífgaðu uppá augnhárin þín með náttúrulega maskaranum okkar sem mótar, lengir, þykkir og skapar þannig hið fullkomna útlit”. Það sem ég fíla hvað mest við þennan maskara er að hann þornar fljótt. Þar sem að ég er með viðkvæm augu þá hentar þessi maskari mér mjög vel því hann er ilmefna, silicon og alkóhól laus.

Varalitur: “Mjúku náttúrulegu varalitirnir okkar eru ekki bara fallegir á litinn heldur eru þeir fullir af næringarefnum fyrir varirnar. Hver litur gefur náttúrulegan ljóma og verndar varirnar með E vítamíni og rósmarín þykkni”. Ég skellti mér á “Demure” litinn og er án gríns ástfangin af þessum lit! Ef ég á að lýsa litnum á honum fyrir ykkur þá er hann ljós peach beige litaður og look-ar mjög natural (ekki of mikið og ekki of lítið, heldur fullkominn). Það sem er skemmtilegt við ljós peach litaða varaliti er að þeir henta öllum húðgerðum.

lolo 14

Ég mæli hiklaust með þessum vörum fyrir allar þær sem vilja huga að húðinni því húðin er stærsta líffærið okkar og við verðum að hugsa vel um hana. Þessar vörur eru algjört æði og ég trúi því varla að ég finni ekki fyrir kláða í húðinni þegar ég nota þessar vörur! Ég er neflilega ein af þeim sem klæjar svo oft undan förðunarvörum – þannig að ég tek þessum vörum með opnum örmum (svo er verðið á vörunum ekki að skemma fyrir). Það er gaman að segja frá því að vörurnar eru margverðlaunaðar en það eitt og sér sýnir hvað þessar vörur eru góðar.

Þú getur pantað allar vörur frá LILYLOLO á heimasíðunni þeirra HÉR.lina birgitta camilla