nude

Ég pantaði mér fullkomna Nude pinnahæla um daginn og gat ekki annað en deilt þeim með ykkur. Þegar þeir komu þá varð ég strax ástfangin af þeim útlitslega og þegar ég mátaði þá, þá labbaði ég upp úr þeim (þvílíkur bömmer). Ég ætlaði að selja þá, en áður en þeir myndu seljast þá varð ég að prófa að setja innlegg í þá og máta þá þannig. Vitið menn – þeir smellpassa með innleggjum. Þið vitið ekki hvað ég var glöð því þeir eru svo ótrúlega flottir og stylish. Að mínu mati þá finnst mér Nude litaðir hælar algjört must fyrir allar þær sem eru skó sjúkar.

Þessir skór eru langt frá því að vera dýrir í verði en þeir eru á rúmar 3.500 kr á síðu sem heitir ShoeBou. Ef þú pantar þér skó frá þeim þá borgar þú rúmar 1.800 kr fyrir sendingu til landsins. Þannig að lokaverðið á þessum fullkomnu skóm með sendingu, vsk og tolli eru rúmar 7.950 kr.

nude 2

Ef þú ert jafn æst og ég í Nude pinnahæla, þá getur þú pantað þá HÉR.lina birgitta camilla