laser 2

Eins og einhverjir hafa tekið eftir sem eru með mig á Snapchat þá er ég búin að vera að mæta í háreyðinga laser hjá Húðfegrun til að fjarlægja hárin á fótunum mínum (ég heiti Linethefine inná Snapchat). Persónulega þá er ég ekki “number one fan” af líkamshárum svo mér fannst tilvalið að prófa svona laser meðferð. Ég er nú þegar búin að mæta í tvo tíma en það er sagt að maður þurfi 6-10 skipti til þess að hárin komi aldrei aftur. Já þið lásuð rétt, ALDREI aftur! Hversu mikill léttir er það að þurfa aldrei að raka eða vaxa fótleggina aftur? Ég veit ekki með ykkur en guð minn góður hvað það verður nice!

Þegar ég mætti í fyrsta tímann hjá þeim þá var ég ekki viss hvað ég var að fara út í, en hvert skipti tekur aðeins 20-30 mínútur og þú finnur nánast ekki fyrir þesssu. Það eina sem maður finnur er smá hiti en that’s it. Ég er að fara í þriðja skiptið mitt í næstu viku en ég hlakka mikið til að sjá árangurinn þegar ég er búin með þessa meðferð. Eftir aðeins tvö skipti þá finn ég mikinn mun á hárunum en ég er strax komin með skallabletti og hárin eru mikið fínni en áður.

Eins og ég skrifaði hér fyrir ofan þá tekur meðferðin 6-10 skipti en eftir þau skipti koma hárin aldrei aftur. Háreyðing með laser er framkvæmd á 1-2 mánaða fresti og tíminn er á 20.000 krónur. Þar sem þessi meðferð endist þér alla ævi þá er hún bilaðslega hagstæð því eftir meðferðina þarftu hvorki vax, rakvél né raksápu til að raka á þér fæturnar (eða þann stað sem þú vilt losna við hár). Ég mæli 100% með lasermeðferð hjá Húðfegrun þar sem þær eru snillingar í sínu fagi og svara öllum spurningum. Ég deili svo reynslunni minni með ykkur þegar ég er búin í meðferðinni hér á blogginu, þar mun ég sýna ykkur fyrir og eftir myndir.

Húðfegrun er í Fákafeni 11, beint fyrir ofan GLÓ veitingastaðinn (þar sem Lifandi Markaður var áður). Þau bjóða uppá allskonar meðferðir sem tengjast húð en þið getið skoðað meðferðirnar á heimasíðunni þeira HÉR – þið finnið Húðfegrun á facebook HÉR.

LINA BIRGITTA CAMILLA 2