bra2

Undirfataverslunin Isabella sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér þegar það kemur að undirfötum var að taka inn nýtt merki í búðina, en merkið sem um ræðir er ekkert annað en Armani! Ég hef lengi heillast af undirfötunum frá Armani svo ég var mjög spennt að fá mér nærfatasett frá merkinu hjá Isabellu. Isabella er nú þegar með flott merki þegar það kemur að undirfötum en meðal annars eru þau með DKNY, Calvin Klein, Femilet, Esprit ofl. Ég get sagt ykkur það að nýju brjóstahaldararnir sem ég fékk mér eru þvílíkt góðir og þægilegir. Það er fátt betra en að vera sáttur með nýjar vörur! Ég hlakka til að fylgjast með fleiri vörum frá merkinu en það koma reglulega nýjar sendingar til Isabellu. Ég veit ekki hversu mörg undirföt ég á frá versluninni en í hvert sinn er ég fæ vöru senda þá er ég alltaf jafn ánægð því vörurnar eru gæði í gegn!

Ef þið eruð í leit af flottum undirfötum á sanngjörnu verði þá er undirfataverslunin Isabella algjörlega málið! Hún er staðsett á Hafnarstræti 97 á Akureyri en sendir hvert á land sem er. Þjónustan er uppá 10 og það er minnsta mál í heimi að skipta um stærð eða skipta um vöru ef vara passar ekki. Þið getið skoðað verslunina á facebook HÉR.

bra1

LINA BIRGITTA CAMILLA 2