kosmos

Kosmos.is er nýjung hér á landi en þessi síða er netverslun sem selur allar vörur á þvílíkum afslætti. Kosmos.is selur snyrtivörur og hárvörur frá ýmsum þekktum merkjum, eins og Loréal, Sebastian, Bed Head, Maybelline og Artdeco svo eitthvað sé nefnt. Þegar ég frétti af þessari síðu þá varð ég rosalega forvitin því yfirleitt finnst manni það of gott til að vera satt að fá svona mikinn afslátt af svona flottum vörum. Þegar ég kynnti mér síðuna nánar þá kom það í ljós að þetta er alls ekki of gott til að vera satt því raunin er sú að þú ert að spara þér 20-80% af ÖLLUM vörum sem eru inná síðunni hjá þeim! Þvílíka snilldin, því ég elska að spara þótt ég sé algjör eyðslukló! Kosmos.is virkar aðeins öðruvísi en venjulegar síður því þú þarft að gerast meðlimur til þess að geta nýtt þér afsláttinn, en svona meðlima áskrift er alveg ný hér á landi.

Ég var ekki lengi að finna mér vörur á síðunni hjá þeim en það sem varð fyrir valinu var shampoo og næring frá Sebastian, glanssprey og “volume” duft í hárið frá Bed Head. Heildarverðið fyrir þessar fjórar vörur var 14.830 kr en með afslættinum voru þær á 10.025 kr, þannig að sparnaðurinn var 4.805 kr. Hversu mikil snilld er það?

kosmos3

Dæmi um hvernig Kosmos.is virkar: Þú gerist meðlimur á síðunni og greiðir aðeins 1.190 kr á mánuði til þess að nýta þér afslættina sem síðan býður uppá. Með því að greiða þessar 1.190 kr á mánuði þá getur Kosmos.is selt allar vörurnar á síðunni á lægsta mögulega verði, en netverslunin og fyrirtækið rekur sig á meðlimagjaldinu. Meðlimagjaldið er einnig notað til að auka vöruúrval á síðunni, og því fleiri sem gerast meðlimir og versla á kosmos.is því stærra vöruúrval getur síðan boðið upp á. Það er gaman að segja frá því að Kosmos.is á von á mjög þekktum snyrtivörumerkjum og fleiri “professional” hárvörumerkjum sem verða til sölu á sama góða verðinu ásamt fullt af fleiri spennandi vöruflokkum. Persónulega þá finnst mér 1.190 kr alls ekki mikill peningur fyrir að gerast meðlimur því maður er fljótur að fá þennan pening til baka með því að nýta sér þessa mögnuðu afslætti. Ég vil líka taka það fram að það er enginn skuldbinding með því að gerast meðlimur, það er ALLTAF hægt að segja upp áskriftinni.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Allir pakkar frá Kosmos.is eru sendir beint heim að dyrum. Þú greiðir 990 kr í sendingarkostnað en færð fría heimsendingu ef þú pantar fyrir 9.000 kr eða meira. Þú færð einnig fría heimsendingu ef þú kaupir minni vörur eins og maskara, en hann sendist þá sem bréf. Kosmos.is pakkar öllum pöntunum samdægurs og sendir alla virka daga. Þessi síða er án efa algjör snilld því það hatar enginn að spara, eða allavegana ekki ég!

Ekki hika við að kíkja á Kosmos.is og gerast meðlimur!

LINA BIRGITTA CAMILLA 2