MOA

Ég hef lengi verið pínu skotin í armböndum sem eru fyrir hendina sjálfa heldur en þessi týpísku sem eru fyrir úlnliðinn. Look-ið sem þau gefa manni er pínu sígaunalegt en það er akkúrat það sem ég fíla við þau. Ég varð að láta slag standa þegar ég sá þetta gullfallega “hand-armband” í MOA í Smáralind um daginn því útlitið á því er uppá 10 að mínu mati. Þið hugsið eflaust hvenær á maður á að nota það? En það er fullkomið þegar maður er að kíkja eitthvað út, eins og út að borða eða kíkja út á lífið. Planið er akkúrat að nota það við outfit sem ég ætla að fara í, í afmæli um helgina því það mun setja punktinn yfir I-ið! Það er svo gaman að skarta sig upp! Ps. það er 2 fyrir 1 tilboð af öllu skarti hjá MOA fyrir þá sem eru hjá Nova!

Þið getið skoðað úrvalið hjá MOA í Smáralind á Facebook HÉR.

MOA 2

LINA BIRGITTA CAMILLA 2