new look nytt

Að versla á netinu getur verið stórhættulegt fyrir manneskju eins og mig! Ég veit ekki hversu oft ég set vörur í körfu þegar ég er inná netverslunum og langar að ýta á “Checkout” takkann. Plís segiði mér að þið eruð eins? Þessi blessaði “checkout” takki til að ganga frá pöntunum er alltaf jafn freistandi. Ég viðurkenni það fúslega að ég er mjög dugleg að versla föt á netinu því þau eru svo rosalega ódýr (þrátt fyrir tollinn og virðisaukaskattinn). Ein af mínum uppáhals netverslunum er NEW LOOK, en í hvert skipti er ég panta frá þeim þá er ég alltaf jafn ánægð með kaupin. New Look er bresk verslun sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum því hún er ódýr og með flottar vörur. Þið vitið ekki hvað ég var ánægð þegar ég sá að þau eru farin að senda vörur til Íslands! Eftir að ég sá að þau eru farin að senda til landsins þá er ég búin að vera heldur betur dugleg að versla við þau því þau eru ódýr og það tekur aðeins 5-7 daga fyrir vörurnar að koma til Íslands (persónulega þá finnst mér það mjög sanngjarn biðtími).

Ég varð að deila síðustu kaupum með ykkur en ég fékk þessar vörur sem eru á myndinni hér fyrir ofan á alls 13.033 kr! Í þokkabót fékk ég fría heimsendingu því ég verslaði fyrir meira en 10.000 kr. Svo mun ég greiða sirka helming af heildarverðinu þegar ég sæki pakkann á pósthúsið, þannig að allt í allt mun þessi sending kosta 19.500 kr! Hversu mikið djók verð er það fyrir tvær peysur, buxur, skó og belti? Ég var reyndar mjög sniðug og sá beltið, skóna og buxurnar inní “SALE” dálknum á síðunni en það skiptir ekki miklu máli því þessi síða er snilld fyrir þá sem vilja flottar vörur á góðu verði. NEW LOOK fær 10 stig af 10 mögulegum frá mér takk fyrir pent.

Ekki hika við að skella ykkur inná NEW LOOK og skoða úrvalið, þið verðið ekki svikin!

LINA BIRGITTA CAMILLA 2