new look 5

Ég ákvað að skella í nýjan lið á bloggið sem mun bera heitið “fataskápurinn”. Markmiðið er að deila með ykkur öllu því nýjasta sem ég fæ mér, hvort sem að það er fatnaður eða skór. Hugmyndin kveiknaði eftir að ég er alltaf að svara spurningum um hvaðan fötin mín eru þegar ég er á Snapchat. Ég er mjög dugleg að bæta við flíkum í fataskápinn minn svo þessi liður verður líklega vikulegur. Ég er strax farin að hlakka til þess að deila fataskápnum mínum með ykkur!

Eins og flestir vita sem lesa bloggið mitt þá elska ég að versla á netinu (mér finnst það næstum því skemmtilegra en að fara í búðir). Þegar það kemur að netverslunum sem selja föt þá er topplistinn minn frekar langur en ein þeirra er New Look. Það skiptir ekki máli hvort ég kíki inná New Look annan hvern dag eða vikulega, ég finn alltaf eitthvað sem mig langar í! New Look er með mikið úrval af flottum fötum og skóm  fyrir bæði konur og karla á mjög góðu verði. Persónulega þá elska ég hvað það er ódýrt að versla á netinu því það er hægt að leyfa sér meira. Það nýjasta í fataskápnum að þessu sinni eru þessar þrjár peysur en þær eru bókstaflega hver öðrum fallegri. Hér fyrir neðan sjáið þið mig í peysunum og texta um hverja peysu fyrir sig.

(Ef þið klikkið á myndirnar þá farið þið inná linkinn af vörunni sem er inná síðunni).

peysa 1

Þessi peysa er ein uppáhalds peysan mín. Hún er þessi týpíska peysa sem þú kippir úr fataskápnum þegar þú veist ekki í hverju þú átt að vera að ofan. Hún passar við allt og er óendanlega þægileg. Hún er á litlar 4.000 kr og er til í fleiri litum (ég tók stærð 12).

peysa 2

Þessi peysa er frekar nýlega komin til mín og ég er strax orðin skotin í henni. Persónulega þá elska ég litinn á henni því camel litaðar flíkur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Hún er á litlar 3.500 kr og er til í fleiri litum (ég tók stærð 14 því ég vil hafa peysurnar víðar).

peysa 3

Talandi um kósý víðar peysur, þá er þessi akkúrat málið! Þessi kósý peysa setur punktinn yfir I-ið enda er hún bæði flott og töff. Þessi er á 5.000 kr og er líka til í grá/brúnu (ég tók stærð M).

Þið getið skoðað úrvalið inná New Look HÉR.

LINA BIRGITTA CAMILLA 2