lina

Ég vil koma því til skila að ég tók þátt í þessu viðtali við Kastljósið vitandi það að ég yrði spurð útí bæði bloggið mitt og útí átröskunina sem ég opnaði mig með um daginn, hvort þetta tvennt héldist í hendur og hvort að ég finndi fyrir mikilli pressu að vera “fullkomin fyrirmynd”.

Númer 1. Ég sagði í viðtalinu að átröskunin sem ég hef dílað við í mörg ár tengist ekki “pressunni” að vera fyrirmynd sem bloggari því það er lítil sem enginn pressa á okkur bloggara hér heima. Það kom ekki fram í viðtalinu sjálfu sem var sýnt í sjónvarpinu en þetta voru mín orð þegar viðtalið var tekið upp. Ég var 12-13 ára með lítið sjálfstraust og þróaði með mér átröskun. Það hefur ekkert með það að gera að ég sé bloggari eða að ég sé undir mikilli pressu að vera “fullkomin”.

Númer 2. Ég sagði að við bloggarar fáum mikið af vörum sendar. Ég hélt að það væri raunin hjá fleiri bloggurum því ég sjálf fæ mjög mikið af vörum sendar heim ásamt bréfi og skilaboðum um von að fá umfjöllun frá mér í staðinn (kærasti og vinkonur mínar geta vottað það). Í 99% tilvika þá fjalla ég ekki um þær vörur sem ég fæ sendar heim því ég kýs samskipti við fyrirtæki í gegnum email, síma og facebook áður en ég fæ sýnishorn af vörunni senda heim til mín. Ég fæ mikið af email-um og fyrirspurnum um samstarf því bloggið mitt, instagram og snapchat er góður auglýsinga miðill. Það þýðir samt ekki að bloggið mitt sé eingöngu auglýsing fyrir fyrirtæki heldur blogga ég um allt milli himins og jarðar. Bara svo við höfum það líka 100% á hreinu þá myndi ég aldrei nokkurn tímann fjalla um vöru/r sem ég fíla ekki, því þá fyrst myndi ég missa trúverðuleikann og bloggið myndi deyja hægt og rólega. Þess vegna vel ég úr með hverjum ég vil vinna og hverjum ekki.

Númer 3. Það eru engir tveir bloggarar eins, sem er frábært! Sumir fjalla um tísku, aðrir förðun, aðri innanhúsarkitekt, aðrir um börn og svo framvegis. Það er rosalega mikill fjölbreytileiki í blogg heiminum, þannig að það er ekki hægt að setja okkur öll undir sama hatt. Það að ég hafi þróað með mér búlemíu frá 7-8 bekk, þýðir ekki að allir aðrir bloggarar séu með búlemíu eða anorexiu. Það að ég hafi þróað með mér búlemíu þýðir heldur ekki að ég sé með bullandi útlitsdýrkun og geti ekki labbað útúr húsi án þess að vera máluð, í flottustu fötunum og meðvituð um líkamann minn hvert sem ég fer. Því raunin er sú að í 90% af tímanum þá er ég ómáluð, í kósýfötum og líður frekar vel.

Númer 4. Að það sé í lögum samkvæmt neytendastofu að láta “þessi umfjöllun er kostuð” eða “varan var fengin sem sýnishorn” fylgja með á blogginu, hafði ég ekki hugmynd um. Ég hef aldrei fengið þau skilaboð send eða fengið þær upplýsigar hjá neinum, þannig þetta kom mér smá á óvart en það meikar mikinn sens. Ef ég hefði vitað af því þá væri það að sjálfsögðu inní færslum þegar það ætti við. Svo hér eftir, mun það fylgja með (þegar það á við).

Elsku lesendur, ég get aðeins sagt mína sögu og mína upplifun á mínu lífi en ekki annara. Það að koma fram með átröskunina sem ég hef barist við var mjög erfitt, en ég opnaði mig um hana fyrir stuttu síðan. En það að hafa pússlað þessu svona saman í kastljósinu kom ekki vel út því margt sem ég sagði kom ekki fram og Þórunn fékk ekki sömu spurningar og ég. Mér var sagt að hún myndi taka hinn pólinn á þessari umræðu en svo var ekki. Ég varð að koma þessum skilaboðum áleiðis. Ég vona að þið hafið það gott og njótið kvöldsins!

LINA BIRGITTA CAMILLA 2