Ég get ekki beðið eftir kvöldinu í kvöld! Það er stór dagur í mínu lífi en nýja íþróttalínan sem ég hannaði mun fara í sölu þá. Ég hef unnið svo hörðum höndum að þessari línu því það er margt sem þarf að huga að. Efnið í buxunum í nýju línunni er klikkaðslega mjúkt og þægilegt að það er eins og þú sért ekki í buxum. Þær haldast uppi án þess að leka niður þegar maður er á æfingu og þær eru ekki gegnsæjar. Svo skemmir ekki fyrir að þær eru sjúklega flottar (já ég er hlutlaus haha). Á myndunum hér fyrir ofan er ég í einum af mínum uppáhalds buxum úr línunni en það kemur toppur í stíl við þær sem ég mun sýna ykkur á blogginu mjög fljótlega. Eins og ég skrifaði hér fyrir ofan þá mun nýja línan fara í sölu um miðnætti í kvöld en þið getið fylgst með inná www.definethelinesport.com.