Ég vildi skella í færslu með jólagjafahugmyndum og nokkrum hlutum sem mig persónulega langar í.

1. Úr frá Line The Fine Watches. Úrin eru úr ekta marmara þannig að enginn tvö úr eru eins. Mitt uppáhalds er þetta silfraða sem er á myndinni. Úrin eru á 19.990 kr.

2. Bolur frá Calvin Klein. Bolurinn er frá Undirfataversluninni Isabellu sem er á Akureyri en þau senda frítt um allt land. Það er bæði hægt að fá bolinn í svörtu og hvítu og hann er á 5.990 kr. Þið getið pantað bolina í gegnum facebook síðuna þeirra.

3. Bókin HEIMA eftir Sólrúnu Diego. Ótrúlega falleg og vönduð bók sem ætti að vera til á hverju heimili. Bókin fjallar um þrif og hagnýt húsráð sem auðveldar manni að halda fallegt heimili. Bókin fæst meðal annars í Bónus, Hagkaup og Heimkaup.is

4. Mini ferðahátalari frá BOSE. Þessi er svakalega flottur og þægilegur. Hann hentar einstaklega vel þegar maður er á ferðalagi og sound-ið í honum er svakalega gott! Hann kostar 15.900 kr og fæst hjá Nýherja í Borgartúni.

5. Stretch fabric strigaskór frá Chanel. Mig dreymir um þessa skó en þeir eru uppseldir eins og er en koma aftur í janúar 2018. Ég hefði ekkert hatað að fá þessa í jólagjöf!

6. Augnhár frá TanjaÝr Lashes. Þetta eru uppáhalds augnhárin mín og snilldar gjöf fyrir þá sem elska augnhár eða langar að prófa! Augnhárin eru ótrúlega falleg og vönduð. Augnhárin fást inná www.tanjayrcosmetics.com

7. BonBon Ilmvatn frá Viktor&Rolf. Þessi ilmur er einn af mínum uppáhalds og ég hef ekki hitt neinn sem fílar hann ekki! Hann fæst meðal annars í Hagkaup.

8. “Pochette Metis” frá Louis Vuitton. Mig langar svo bilaðslega mikið í þessa tösku í svörtum lit! Hún mun verða mín bráðlega, ég finn það á mér haha!

9. Æfingabuxur frá Define The Line Sport. Þessar eru mínar uppáhalds enda ekki annað hægt því sniðið og efnið í þessum buxum er geggjað! Þær eru á 9.990 kr og fást inná www.definethelinesport.com