Ég vildi deila nýjum buxum og nýjum skóm með ykkur sem ég var að fá frá Ikrush. Ikrush er netverslun sem ég hef fylgst með í ágætis tíma en aldrei pantað af fyrr en núna. Buxurnar eru æðislegar og eru vel teygjanlegar. Ég tók þær í stærð 10 og þær smellpassa. Þegar ég sá þessa skó þá féll ég fyrir þeim um leið enda pínu öðruvísi og passa við margt. Ég tók þá í stærð 39 sem er stærðin mín og þeir smellpassa líka. Ef ykkur langar að panta af Ikrush þá vil ég benda á að ég er með afsláttarkóða hjá þeim sem býður ykkur 25% afslátt af öllum vörum en kóðinn er “LINA25”. Ég segi bara happy shopping og góða helgi elskurnar x

Buxur: HÉR | Skór: HÉR