Ég var að panta mér nokkrar vörur af Missguided og pantaði mér meðal annars þetta pils og þennan sundbol. Þetta er sundbolur sem ég mun nota sem samfellu við pils/stuttbuxur eða við uppháar buxur. Mér finnst liturinn ekkert smá flottur og það sérstaklega þegar maður er með smá lit. Ég er búin að leita af svörtu gallapilsi í smá tíma og ákvað að prófa að panta þetta og vitið menn, það smellpassar! Ég er yfirleitt mjög ánægð með vörurnar sem ég panta af Missguided og í 90% tilfella passa þær á mig. Ég tek yfirleitt stærð 10 og stundum stærð 12 því já, rassinn minn er búinn að stækka haha! Síðast en ekki síst, þá eru þessi sturluðu sólgleraugu einnig frá Missguided en ég er hreinlega ástfangin af þeim og hlakka til að nota þau í sumar. Þangað til næst, njótið!

Sundbolur: HÉR | Pils: HÉR | Sólgleraugu: HÉR