Beauty

/Beauty

MARIA NILA IS THE BOMB!

April 29th, 2016|Beauty|

maria nila

Færslan er unninn í samstarfi við Maria Nila á Íslandi og vörurnar í færslunni vöru fengnar sem sýnishorn.

Maria Nila er nýtt hárvörumerki hérlendis sem er 100% vegan, sulfate og paraben frítt. Merkið er sænskt en persónulega þá finnst mér alltaf ákveðinn gæðastimpill þegar vörur eru framleiddar innan Evrópu. Yfirleitt þegar hárvörur eru vegan þá ilma þær ekki eins vel og aðrar hárvörur en Maria Nila setur vegan vörur á allt annað level því vörurnar ilma dásamlega! Ég nældi mér í sjampó, næringu og hármaska úr “Luminous Colour” línunni en það sem línan gerir er að viðhalda litnum í hárinu og hún styrkir uppbyggingu hársins. Það sem er líka algjör plús við þessa línu er að hún verndar hárið fyrir hita og útfjólubláum geislum. Ég pæli mikið í innihaldsefnum þegar það kemur að hárvörum þannig að Maria Nila er líklega komið til að vera í sturtunni hjá mér. Svo má ekki gleyma að nefna útlitið á vörunum, en það eitt og sér er ótrúlega flott og lúkkar vel inná baðherbergi. Vörurnar frá Maria Nila eru framúrskarandi hárvörur og eru góðar fyrir umhverfið (umbúðirnar eru endurvinnanlegar). Vörurnar fást á helstu hárgreiðslustofum landsins en meðal annars hjá Sjoppunni á Bankastræti og hjá Modus.

english 2

Maria Nila are new hair products here in Iceland which are 100% vegan, sulfate and paraben free. Maria Nila is from Sweden and is manufactured in Helsinborg. Vegan products usually  don’t smell like other hair products but Maria Nila does smells amazing, which is a huge plus. I got myself a shampoo, conditioner and a hair mask from the “Luminous Colour” product line and it’s amazing. “Luminous Colour” is for coloured hair and it rebuilds and stengthens the hair structure. The best part is, it protects the hair from heat styling and UV rays. The look of the products are so cute and they look very nice in the bathroom. Maria Nila are excellent hair products that are good for the environment. The products are available at major salons, for example in Sjoppan in Bankastræti and Modus in Smáralind.

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

MY FAVORITE EYESHADOW PALETTE

April 24th, 2016|Beauty|

blogg 1

Ég var að eignast nýja augnskuggapallettu og er gjörsamlega ástfangin af henni. Ég skellti mér í verslunina shine.is eftir að hafa séð auglýsingu á facebook með nokkrum augnskuggapallettum og guð minn góður hvað þær eru flottar! Ég verð að viðurkenna það að þær eru mun flottari face to face heldur en á myndum, samt voru myndirnar fáránlega flottar! Mér fannst frekar erfitt að velja á milli palletta en það tókst á endanum og palletta númer “35H” frá merkinu “BeBella” varð fyrir valinu. Litirnir í pallettunni eru bæði mattir og shimmeraðir sem er fullkomið því það er hægt að leika sér mikið með þá. Ef þið eruð í leit af augnskuggapallettu sem er pigmentuð og á góðu verði þá mæli ég 100% með pallettunum frá “BeBella”. Ég get nánast lofað ykkur því að þið verðið ekki sviknar af þeim. Á myndinni hér fyrir ofan notaði ég “35H” pallettuna og eye dust sem heitir “Indian Summer” frá Jesse’s Girl, en það er koparlitað og er mjög pigmentað (ég læt mynd af litnum fylgja með hér fyrir neðan). Ég fékk vörurnar hjá www.shine.is sem er bæði netverslun og verslun sem er staðsett á Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík.

english 2

I just got a new eyeshadow palette and I’m completely in love with it. After seeing an ad on facebook from shine.is about the eyeshadow palettes from BeBella, I had to get myself one. The eyeshadow palettes from BeBella come in different colors so it was a bit hard to choose between them but I chose “35H”. The “35H” includes both matte and shimmer eyeshadows which is perfect, because you can create many different looks with it. If you are looking for a good eyeshadow palette which is highly pigmented and is affordable, I recommend BeBella. I also got myself an eye dust in copper color (reddish brown) from Jesse’s Girl which looks great (you can see a picture of the color down below). Check www.shine.is out.

blogg 2

blogg 6

blogg 3

blogg 5

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

ALL MARBLE EVERYTHING

April 17th, 2016|Beauty|

t7

Ég varð að láta ykkur vita af marmara skartinu úr TOSH línunni sem fæst í “I am” í Kringlunni. Ég kíkti þangað um daginn og vá hvað það er til mikið af flottu! Marmara skart er búið að tröllríða öllu uppá síðkastið svo ég gat ekki annað en smellt nokkrum myndum af skartinu til að deila því með ykkur. TOSH er nýjasta línan í I am en hún einkennist af meiri glamúr og er aðeins fínni lína. Verðið á vörunum er mjög sanngjarnt enda er I am þekkt fyrir að vera með flott skart og fylgihluti á góðu verði. Fyrir ykkur sem vitið ekki hvar I am er, þá er hún á 1 hæð í Kringlunni við hliðina á skór.is. Ég mæli með því að þið skellið ykkur í I am í næstu Kringluferð.

english 2

I had to let you know about the marble jewelry from TOSH which is available in I am, Kringlan. Marble jewelry has been very popular for a while now so I had to take a few picture of the jewelry to share it with you guys. TOSH is a new product line and it’s a bit more glamorous then other jewelry in I am. The price range is very fair because you can get a really good products for low prices. I am is on the 1st floor in Kringlan, next to skór.is.

t1

t3

t6

t4

t5

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

EYEBROW GAME STRONG + GIVEAWAY

April 10th, 2016|Beauty|

eye1

Færslan er ekki kostuð. “Guðmundsen Beauty” skaffar vinninga.

Þið sem eruð með mig á snapchat (linethefine) hafið eflaust tekið eftir því að ég fer í augabrúnir hjá Thelmu Guðmundsen sem kallar sig “Guðmundsen Beauty” á facebook. Ég gjörsamlega elska hvað hún vandvirk og hvað hún er dugleg að peppa mann þegar það kemur að því að safna í brúnirnar. Ég er ein af þeim sem vil þykkja augabrúnirnar mínar því mér þykir það svo flott. Thelma er eins og ég sagði mjög vandvirk og veit alveg uppá hár hvað hún er að gera. Ef þið eruð í leit af skvísu til að sjá um brúnirnar ykkar, þá mæli ég með Thelmu!

Eins og stendur í fyrirsögninni þá ætla ég að hafa gjafaleik á blogginu í samstarfi við “Guðmundsen Beauty”. Við ætlum að gefa 5 heppnum skvísum litun og plokkun. Það eina sem þarf að gera til að taka þátt er að deila þessari færslu og like-a “Guðmundsen Beauty” á fb.

english 2

As some of you know, who follow me on Snapchat (linethefine), I go to Thelma Guðmundsen when it comes to my eyebrows (Thelma calls herself “Guðmundsen Beauty” on facebook). I absolutely adore Thelma because she really cares about her clients and she listens to what they want. She knows what she is doing and she does it well. If you are in search of someone to take care of your eyebrows, then I highly recommend Thelma Guðmundsen!

As stated in the title, I‘m going to have a giveaway on my blog in collaboration with “Guðmundsen Beauty”. 5 lucky ladies will get free eyebrow treatment. The conditions to participate are easy, you only have to share this post and like “Guðmundsen Beauty” on fb.

eye2

Ég dreg út 16 apríl.

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

GET YOUR SHADES ON!

April 5th, 2016|Beauty, Fashion|

IMG_5347

Gleraugun fékk ég að gjöf

Ef þið eruð ekki búin að splæsa í shades fyrir sumarið þá er komin tími til því sólin er farin að skína sínu skærasta… Eða þið vitið, svona næstum því! Ég skellti mér í SIX sem er í Kringlunni og í Smáralind um daginn og nældi mér í 5 sólgleraugu því ég gat ekki valið á milli. Úrvalið er rosalega gott þannig að flestir geta fundið sér eitthvað, svo er verðið líka svo fáránlega nice. Stykkið er undir 3.000 kr, en það er gjöf en ekki gjald fyrir svona falleg sólgleraugu. Eins og flestir vita sem lesa bloggið mitt þá er SIX ein uppáhalds fylgihlutaverslunin mín.

english 2

If you haven’t got yourself new shades for the summer, the time is now! I went to SIX, my favorite accessories shop in Kringlan and Smáralind, a few days ago and got myself 5 pairs of shades (obviously because I couldn’t choose between them). The selection is really good so most people can find something they like and the price is also ridiculously good (under $30).

IMG_5339

IMG_5383

IMG_5429

IMG_5399

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

MY FAVORITE BRONZING POWDER

March 30th, 2016|Beauty|

maceupstore 016

Þau í Make Up store í Smáralind voru svo æðisleg að gefa mér nokkrar vörur úr nýju línunni þeirra sem heitir “Safari”. Meðal annars fékk ég þetta gorgeous sólarpúður! Útlitið á vörunum er í stíl við nafnið á línunni en persónulega finnst mér það svakalega flott. Ég er ein af þeim sem er mjög treg við að prófa ný sólarpúður því ég hef verið föst í því sama í dágóðan tíma. Sagan er önnur í dag því þetta sólarpúður slær því gamla út og er númer 1 hjá mér í dag. Ég elska áferðina á púðrinu því það er matt og gefur manni fallegan gylltan blæ. Liturinn er hvorki of dökkur né of ljós svo hann hentar mér bæði þegar ég er hvít og þegar ég nota brúnkukrem. Það verður að viðurkennast að þetta sólarpúður kom mér heldur betur á óvart því ég er kolfallinn fyrir því! Ef þið eruð í leit að nýju sólarpúðri þá mæli ég með því að þið skellið ykkur í Make Up Store í Smáralind og kynnið ykkur það nánar eða inná mstore.is.

english 2

I got a package from Make Up Store a few days ago that included a few products from their new product line called “Safari”. The look of the products is amazing because it’s a little bit different. One of the products that I got was a bronzing powder. I was a bit sceptical to try the bronzing powder out, but after the first time I tried it, I fell in love with it. The color is amazing because it gives you the perfect matte, natural sun kissed look. If you are in need of a new bronzing powder, I highly recommend the “Leopard” bronzer from Make Up Store.

maceupstore 033

maceupstore 022

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

CC STICKS FROM MAX FACTOR

March 16th, 2016|Beauty|

calvin og cc pennar 007

Nýjasta viðbótin í snyrtibudduna eru þessir CC pennar frá Max Factor. CC stendur fyrir “color corrector” eða “litaleiðrétting” ef ég get orðað það þannig. Pennarnir koma í 6 mismunandi litum og eiga það sameiginlegt að leiðrétta mislit í andliti. Hver kannast ekki við það að vera með dökka bauga? Roða í kringum nefið eða dökka bletti? Það sem þessir pennar gera er að leiðrétta þessi “leiðindi” sem eiga það til að koma fram í andlitinu okkar eða réttara sagt að fegra litarhaft húðarinnar. Þeir eru mjög einfaldir og þægilegir í notkun og þú notar þá flesta áður en þú berð farða í andlitið en það er mjög persónubundið hvað hver og einn gerir. Minn uppáhalds litur af þessum pennum er guli en hann er fyrir bauga (ég er því miður ein af þeim sem fæ mikla bauga). CC pennarnir þekja vel og virka! Þeir fást í Hagkaup og Lyf & Heilsu.

Blár: Leiðréttir þreytta húð, til dæmis litríka bauga.

Bleikur: Leiðréttir húðbletti sem eiga það til að myndast á húðinni (ljós húð).

Grænn: Leiðréttir roða. Ég fæ oft roða í kringum nefið og finnst kjörið að skella þessum á mig til að jafna roðann út. Það er einnig sniðugt að nota grænan lit til að fela bólur.

Gulur: Hyljari sem sem er ætlaður í kringum augun.

Appelsínugulur: Leiðréttir húðbletti sem eiga það til að myndast á húðinni (dökk húð).

Highlighter: Highlighter sem er góður til að lýsa upp ákveðin svæði eins og kinnbein, í kringum varirnar og augnkróka. Ég nota þennan penna fyrir ofan efri vör og í augnkrókana.

english 2

I recently got these CC pens from Max Factor and I’ve been using them for different purposes. These pens come in six different colors and are all designed to color correct the skin. The CC pens from Max Factor are easy to use and they really do wonders!

Blue: Corrects Dullness.

Pink: Corrects Dark Spots (for light skin).

Green: Corrects redness.

Yellow: Corrects Under Eye Circles.

Orange: Corrects Dark Spots (for dark skin).

Highlighter: Good for a very soft natural touch of light to the skin.

calvin og cc pennar 008

calvin og cc pennar 011

(Varan var fengin sem sýnishorn)

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

MUST TRY: MAX FACTOR VELVET VOLUME FALSE LASH EFFECT MASCARA

March 4th, 2016|Beauty|

max factor 3

Það er komin nýr maskari í safnið og þessi maskari er kominn á topp 5 listann yfir “uppáhalds maskarinn minn”. Ég var beðin um að prófa þennan maskara og vitið menn ég elska hann! Ég er mjög spes þegar það kemur að maskörum því ég er picky en þessi kom mér heldur betur á óvart. Hann minnir mikið á gyllta maskarann frá Lóréal sem er fullkominn svona hversdags, en sá maskari er einmitt líka á topp 5 listanum mínum. Ef þið eruð í leit af góðum maskara þá mæli ég eindregið með “Max Factor Velvet Volume False Lash Effect” því hann er BOMB! Hann er svartur og kornar ekki neitt, en ég þoli ekki þegar maskarar gera það. Ég nota 1 umferð af honum dagsdaglega en nota 2-3 umferðir um helgar til að fá ýktari augnhár. Hér fyrir neðan getið þið lesið helstu kosti Max Factor Velvet Volume False Lash Effect.

  • Einstaklega létt og mjúk formúla sem gefur þykkari, mýkri og dekkri augnhár.
  • Gefur augnhárunum fullkomna þykkingu og náttúrulegra útlit.
  • Sérstaklega gerð formúla til að ná náttúrulegum augnhárum
  • Nýr bursti með löngum og stuttum gúmmí hárum í bland sem auðveldur honum að aðskila augnhárin og þekja hver einasta þeirra.
  • Maskarinn hvorki molnar né klessist.
  • Fullkominn maskari fyrir smoky eye förðunina.

// One of my top 5 mascaras is “Max Factor Velvet Volume False Lash Effect”. I was asked if I could test this mascara and after I tested it I fell in love. This mascara reminds me of the “Voluminous Million Lashes Mascara” from Lóréal (he’s also at my top 5 list). If you are looking for a good mascara I really recommend with “Max Factor Velvet Volume False Lash Effect”, because it’s the bomb! The formula is black and it doesn’t clump. I really like the wand because it gives you the perfect amount of formula to achieve the look you are looking for.

  • The anti-brittle mousse is formulated to give lashes a touchably soft lash feel.
  • Special thick but lightweight formula builds volume fast and easily on lashes.
  • The unique Lavish Volume wand with anti-clump bristles coats and separates lashes evenly for definition and volume.
  • Smudge and smear proof

max factor 4

Maskarinn fæst í Hagkaup og Lyf & Heilsu

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

MUST HAVE: SMARTY PANTS!

March 1st, 2016|Beauty|

smarty pants 002

Ég varð að deila nýjasta vítamíninu með ykkur því þau eru snilld! Ég er ein af þeim sem kúgast alltaf við það að taka vítamín og lyf sem gerir það að verkum að ég vil helst sleppa við það að taka vítamínin mín. Það er nauðsynlegt að taka vítamín því við fáum ekki öll vítamínin sem við þurfum í kroppinn með fæðunni sem við borðum nema við séum á súper-dúper fæði. Þau vítamín sem mér finnst hvað mest nauðsynleg er D vítamín sem kemur meðal annars í veg fyrir skammdegisþunglyndi, B vítamín til að koma í veg fyrir þreytu og svima, trefjar fyrir meltinguna og járn til að koma í veg fyrir blóðleysi og svima. Þessi vítamín eru aðeins brota-brot af þeim vítamínum sem við þurfum en þessi sem ég taldi upp hér fyrir ofan eru þau vítamín sem ég næ yfirleitt að “troða” ofan í mig dagsdaglega.

Það er gaman að segja frá því að það er komin ný vara á markað hér á Íslandi, en þessi vara er vítamín í gúmmí formi sem heitir “Smarty Pants” sem hentar mér bilaðslega vel því núna get ég tekið þau vítamín sem kroppurinn minn þarf án þess að kúgast! Smarty Pants er fjölvítamín sem inniheldur meðal annars Omega3, D-vítamín og trefjar. Hversu mikil snilld er það að geta fengið sér gúmmí sem bragðast eins og nammi en er vítamín sem gerir manni gott? Ég er allavegana orðin húkkt á þessu vítamíni! Það sem ég fíla líka við vöruna er að hún er glúteinfrí og það eru aðeins náttúruleg sætuefni notuð í vítamínin. Fjólublái dúnkurinn er fyrir fullorðna en þessi græni er fyrir börn. Ég mæli hiklaust með Smarty Pants fyrir alla og hvað þá fyrir ykkur sem eruð eins og ég, sem eigið erfitt með að gleypa töflur! Vítamínin fást í Nettó og í Hagkaup.

Þið finnið Smarty Pants á facebook HÉR.

// I have to share my newest vitamin with you because it’s awesome. I am one of those who always gets a gag reaction when I’m taking my vitamins so it kind of pushes me away from using them. It is necessary to take vitamins because we don’t get them all from our regular diet, unless it’s a super-duper diet! D-vitamin is most necessary to me because it prevents seasonal affective disorder as well as helping out with dizziness and feeling tired all the time. Fiber for you digestion and iron to prevent low blood levels. Those vitamins along with many others are only a little part of all the vitamins we need but are actually the only ones I can get into my system. Therefore I am really pleased to tell you that a new product that has arrived here in Iceland, it’s called “Smarty Pants” and suits me really well because it’s made of gummy and tastes like candy! And you all know I love candy! It is also gluten free and only uses natural sweeteners. The purple one is for grown ups but the green one is for the kids. I strongly recommend you try out Smarty Pants, especially if you are having a hard time getting those vitamins down your throat. The vitamins are available in Nettó and Hagkaup.

HERE you can go to the Smarty Pants Facebook page.

smarty pants 006

(Varan var fengin sem sýnishorn)

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

NEW IN FROM SIX

February 28th, 2016|Beauty|

six mars 011

Það er hægt að segja það að ég er fastagestur í SIX í Kringlunni og í Smáralind. SIX er í algjöru uppáhaldi hjá mér þegar það kemur að skarti og fylgihlutum því verslunin er ódýr og vörurnar ótrúlega flottar! Ég skellti mér í SIX um daginn og fékk nokkra eyrnalokka að gjöf frá þeim sem ég varð að eignast. Ég mæli með SIX fyrir ykkur sem eruð sjúkar í skart og eruð til dæmis í leit að afmælisgjöf fyrir vinkonu. Það er hægt að velja á milli nokkurra vörulína hjá þeim sem mér finnst ótrúlega sniðugt því þá geta allir fundið sér eitthvað! Þið finnið SIX á facebook HÉR.

// Everyone who reads my blog knows, I’m a regular visitor at SIX in Kringlan and Smáralind. SIX is one of my favorite stores when it comes to jewelry and accessories because the products are trendy and at reasonable prices. I went to SIX a few days ago and I got several earrings as a gift from them, because I had to have them! I really recommend SIX if you are addicted to jewelry or are looking for a present for a girlfriend. You can choose from several product lines which I think is great because everyone can find something they like!

six mars 002

six mars 004

six mars 006

six mars 008

LINA BIRGITTA CAMILLA 2