Fashion

/Fashion

BLACK COAT

October 15th, 2020|Fashion|

Eins og ég skrifaði í síðustu blogg færslu þá pantaði ég mér hvítu úlpuna mína líka í svörtu. Ég fékk hana í hendurnar fyrir stuttu síðan og gjörsamlega elska hana! Ég á pottþétt eftir að nota svörtu oftar en hvíta er samt svo geggjuð. Það voru margir að velta því fyrir sér inná Instagram hjá mér hvort að úlpan væri hlý, en ég myndi segja að hún væri svona “miðlungs hlý” ef það er orð. Ef þið eruð í leit af vel hlýrri úlpu þá er þessi alls ekki málið en ef þið eruð að leitast eftir léttri úlpu sem hentar í “daily errands” þá er þessi fullkomin. Ég tók hvítu úlpuna í stærð 14 en svörtu í stærð 12 og fíla þá stærð betur. Þær koma uppí stærð 18 og ég myndi segja að stærðirnar séu frekar venjulegar. Þið getið skoðað úlpuna nánar HÉR (affiliate).

Sólgleraugun eru Gucci og fást hjá Optical Studio, ég elska þau! Skórnir eru frá Dolce & Gabbana og eru án efa flottustu sneakers sem ég hef átt. Sokkarnir eru frá Fendi, buxurnar eru frá New Yorker og veskið er frá YSL.

Þangað til næst, hafið það gott 🤍

WHITE COAT

October 5th, 2020|Fashion|

Ég er búin að fá svo svakalega margar spurningar út í þessa úlpu eftir að ég póstaði mynd af mér í henni á Instagram þannig ég vildi skella í létta færslu og deila linknum af henni með ykkur. Hún er alveg hvít á litinn og ég tók hana vel stóra! Hún er í stærð 14 en stærð 12 hefði verið meira en nóg. Úlpan kemur líka í svörtum lit og ég var ekki lengi að panta mér hana eftir að ég fékk þessa í hendurnar því ég elska þetta snið og hún er svo kósý. Ég tók svörtu úlpuna í stærð 12 og hlakka mikið til að fá hana. Ef þið viljið hafa úlpuna vel stóra þá mæli ég með að taka hana í stærri stærð en þið notið en annars eru þetta venjulegar stærðir að mínu mati.

HÉR er linkur á úlpuna (affiliate linkur)

NEW SHADES

May 5th, 2020|Fashion|

Okay, eigum við að ræða hvað þetta fallega veður er að gera mikið fyrir geðheilsuna? Ég er allavegana súper þakklát fyrir þessa gulu og þessar nokkrar gráður! Annars vona ég að þið séuð búin að hafa það þokkalegt miða við aðstæður. Það var orðið sjúklega langt síðan er ég bloggaði síðast en ég var farin að sakna þess og ákvað að poppa upp aftur. Blogg færslan að þessu sinni er um outfitið sem ég var í, í dag en ég er búin að fá slatta mikið af spurningum út í leðurjakkann minn í gegnum Instagram. Jakkinn er í oversized sniði og er frá Missguided (ég tók hann í stærð 8 og hann er vel víður). Peysan er frá DKNY, skórnir frá Alexander McQueen og síðast en ekki síst þá eru þetta glæný sólgleraugu frá Gucci sem ég er ekkert lítið sátt með! Gummi minn var svo sætur að gefa mér þau í pakka í fyrradag (þau fást í Optical Studio). Þangað til næst, hafið það gott x

VEST SEASON IS THE BEST SEASON

September 26th, 2019|Fashion|

Peysa: NastyGal | Vesti: DKNY | Veski: Gucci | Sólgleraugu: Gucci | Buxur: Vero Moda

LAYERS

September 15th, 2019|Fashion|

Buxur: H&M | Kápa: Vero Moda | Veski: Louis Vuitton | Sokkar: Oroblu | Skór: Alexander Mcqueen

REYKJAVÍK

September 5th, 2019|Fashion|

Ég verð að viðurkenna það að ég er búin að sakna þess mikið að blogga. Ég var komin með smá leiða á tímabili þannig ég vildi taka smá pásu og byrja aftur þegar áhuginn myndi koma aftur og hér er ég! Þetta outfit sem þið sjáið á myndunum er í oggu uppáhaldi as we speak en það er smá haustfílíngur í peysunni sem er ekki amalegt því ég elska haust tískuna. Ég er búin að fá margar fyrirspurnir útí peysuna en hún er frá Nastygal (ég læt link fylgja með). Fyrir áhugasama þá tók ég hana í stærð L því ég vil hafa allar peysur stærri en minni. Jakkinn var pantaður af Missguided eftir að ég sá Sólrúnu vinkonu í honum en hann er fullkominn oversized leðurjakki yfir þykkar peysur! Hann er vel stór þannig takið þá stærð sem þið notið eða jafnvel einni stærð minni. Pungurinn eða veskið er frá Gucci en ég keypti punginn í London um daginn og er sjúklega sátt með hann. Gleraugun eru líka frá Gucci en ég féll fyrir þeim á núll einni og VARÐ að kaupa mér þau! Síðast en ekki síst þá er ein algengasta spurningin sem ég fæ á Instagram útí þessa skó, enda eru þeir geggjaðir! Þeir eru frá Alexander Mcqueen og ég gjörsamlega elska þá. Ég er ekki frá því að ég kaupi mér svarta þegar ég fer til London næst. Annars vona ég að þið séuð að njóta lífsins í botn og hafið það gott x

Peysa: HÉR | Jakki: HÉR | Pungur: HÉR | Skór: HÉR

IT’S SO FLUFFY!

December 4th, 2018|Fashion|

Ég var að fá mér svo geggjaðan pels sem ég pantaði mér af Missguided. Hann kemur í nokkrum litum en þessi grái litur heillaði mig gríðarlega. Ég tók hann í stærð 12 og hann kostaði rúmar 17.000 kr kominn hingað heim. Ég tók eftir því um daginn að pelsinn er líka kominn í svörtum lit en hann seldist upp þegar hann kom en ég mun panta mér hann um leið og hann kemur aftur! Ef ykkur langar að skoða pelsinn nánar þá getið þið klikkað HÉR. Skórnir og leðurhanskarnir eru úr Zara, buxurnar eru úr Vero Moda og veskið frá Louis Vuitton. Ég fæ mikið af spurningum út í veskið en það er í miklu uppáhaldi hjá mér því það er bæði flott og það kemst mikið í það, það heitir Speedy og er í stærð 25 sem mér finnst fullkomin stærð! Annars er ég ótrúlega spennt fyrir jólunum og hlakka til að fara í leit að jólakjólnum í ár. Ég vona að þið eigið góða viku og eruð glöð og kát!

WINTER DAZE

November 20th, 2018|Fashion|

Ég var búin að lofa að vera duglegri við það að gera outfit færslur á bloggið þar sem að þið spyrjið mig svo oft út í fötin sem ég er í. Loðjakkinn sem ég er í á myndunum er úr New Look, buxurnar og peysan eru úr Mango, skórnir eru úr Bianco í Kringlunni, veskið er frá Gucci og svo eru þessir trylltu sokkar líka frá Gucci! Það er gaman að segja frá því að þegar ég sá þetta veski fyrst þá fannst mér það svo langt frá því að vera flott en nokkrum mánuðum síðar þá varð ég að fá það því mér fannst það svo flott. Mér finnst alltaf jafn fyndið hvað ég get skipt um skoðun á hlutum á stuttum tíma. Eigið góða viku elskurnar x

WINTER ESSENTIALS

November 6th, 2018|Fashion|

Færslan er í boði Cortefiel og Springfield.

Ég var að fá mér svo fína rúllukragapeysu og flotta kápu! Peysan er úr Cortefiel í Smáralind og kostaði 6.990 kr en hún kemur einnig í fallegum rauðum lit. Kápan er úr Springfield í Smáralind og kostaði 10.990 kr. Það kom mér á óvart hvað kápan er hlý en ég var ekki alveg að búast við því þegar ég fór út í henni í skítakulda. Buxurnar eru gamlar, veskið er frá Gucci og skórnir frá Louis Vuitton. Ég mæli með því að þið skellið ykkur í Cortefiel og Springfield í Smáralind því það eru margar flottar vörur þar!

NEW KNIT BOOTS FROM BIANCO

August 22nd, 2018|Fashion|

Ég var að fá svo flotta skó úr Bianco í Kringlunni um daginn! Þetta eru stígvél úr “sokka efni” sem eru fáránlega þægileg. Ég var búin að sjá þau á netinu og gat ekki hætt að hugsa um þau, þannig ég varð að fá mér þau! Þessi stígvél koma einnig í svörtum lit með silfurlituðu glimmeri en þau eru mjög svöl við fínni tilefni. Verðið á þeim er 14.990 kr og þau fást í Bianco í Kringlunni og líka inná vefversluninni þeirra (sjá HÉR). Ef ykkur vantar ný stígvél þá mæli ég hiklaust með þessum!