Fashion

/Fashion

STREET STLYE IN REYKJAVIK

August 16th, 2017|Fashion|

Ég skellti mér á viðburð um daginn hjá Bestseller sem er meðal annars með Vero Moda, Vila og Selected og ég fékk svo fallega skyrtu að gjöf frá þeim! Viðburðurinn var ekkert smá flottur og það var gaman að fá að sjá sýnishorn af því sem er að koma í verslanirnar á næstu dögum. Skyrtan sem ég valdi mér er úr hálfgerðu silki efni og er mega þægileg. Hún er í “peplum” sniði sem hentar mér persónulega mjög vel enda féll ég fyrir henni á núll einni þegar ég sá hana! Verðið á skyrtunni er aðeins 5.990 kr en hún fæst í VILA í Smáralind og í Kringlunni. Jakkinn er úr Stradivarius, buxurnar úr Zara, veskið frá Gucci og sólgleraugun frá Céline.

I went to an event last week that Bestseller invited me to join, but Bestseller includes Vero Moda, Vila and Selected for example. I got such a beautiful blouse from them as a gift that I’m completly in love with! The event was very fancy and it was nice to see a preview of what’s coming in the stores in the next few days. The fabric in the blouse that I chose from the collection feels like silk and is very comfortable. It’s so cute and you can both wear it when you are going somewhere fancy and also as casual wear. The price of the shirt is only 5.990 ISK and it’s available at VILA in Smáralind and Kringlan. The jacket is from Stradivarius, the pants from Zara, the bag from Gucci and the sunglasses from Céline.

NEW IN: FLORAL KIMONO

August 11th, 2017|Fashion|

Færslan er í boði Romwe.

Ég var að fá svo fallegan kimono frá vefsíðu sem heitir Romwe. Þau sendu mér email og báðu um samstarf og ég vildi endilega prófa það. Ég er mjög ánægð með kimonóinn því hann er alveg eins og á myndunum á síðunni og smellpassar á mig. Ég tók hann í stærð medium og hann er á tilboði eins og er á litlar 2.500 kr. Þar sem að ég er mjög ánægð með hann þá á ég pottþétt eftir að versla eitthvað af þessari síðu í framtíðinni! Þið getið skoðað kimonóinn betur HÉR.

I just got a beautiful kimono from a website called Romwe. They sent me an email and asked for a collab and I definitely wanted to try it out. I really like the kimono because it’s exactly like it is in the pictures on their website! I took it in size medium and it fits perfectly. This kimono is on sale right now so you can order it for only 2.500 ISK. Since I’m very happy with this item, I’ll definitely buy from Romwe again! You can see the kimono HERE.

TEA IN EDINBURGH

July 20th, 2017|Fashion|

Ég var að koma til Edinborgar en ég og mamma ákváðum að skella okkur í smá frí saman. Við skelltum okkur í te og hádegismat á æðislegu útisvæði og ætlum að skoða borgina í kvöld. Ég verslaði mér þessa skyrtu fyrir ferðina en mér finnst hún algjört æði! Skyrtan er frá New Look og ég tók hana í stærð 10. Þið getið verslað hana HÉR.

I just arrived to Edinburgh with my mom, we decided to take a short vacay together. We had some tea and lunch at a very nice place and the plan is to explore the city tonight. I ordered this blouse for this trip and I’m completely in love with it! It’s from New Look and I took it in size 10. You can buy it HERE.

RUFFLE SHOULDERS

July 18th, 2017|Fashion|

Ég fékk mér þessa skyrtu í Zara á Alicante fyrr í sumar og finnst hún svo ótrúlega sæt. Ég kíkti svo á útsöluna í Zara í smáralind í síðustu viku og sá svipaða skyrtu nema stutterma þannig ég gat ekki annað en tekið hana! Buxurnar eru frá Levi’s, stígvélin úr Zara og veskið og beltið frá Gucci. En eins og flestir vita sem hafa fylgst með mér þá er Gucci í algjöru uppáhaldi hjá mér!

I got this shirt in Zara in Alicante earlier this summer and I think it’s so cute! I also bought similar shirt in Zara here in Iceland last week but it has short sleeves and looks very nice. The jeans are from Levi’s, the boots are from Zara and the belt and the bag is from Gucci. Like most of you who know me know, Gucci is my favorite brand!

STREET STYLE

July 16th, 2017|Fashion|

Pants: H&M | Jacket: Stradivarius | Dress: Zara | Bag: Louis Vuitton | Shoes: Zara

KIMONO

July 12th, 2017|Fashion|

Eins og flestir hafa tekið eftir í sumar þá er kimono komið aftur! Persónulega finnst mér mjög gaman að klæða mig í litríkar flíkur því þær lífga uppá mann þannig ég var ekki lengi að heillast af þessu litríka kimono sem ég er í á myndunum hér fyrir ofan. Ég fékk það í ZARA í Toronto á 6.000 kr en ég er ekki frá því að ég á eftir að nýta mér þetta kimono vel í sumar. Veskið er í miklu uppáhaldi hjá mér enda er það bilaðslega flott og liturinn klikkaður! Ég fékk það í Gucci í London en ég mun gera sér færslu um það fljótlega. Bolurinn er úr ZARA og kostar 2.995 kr sem mér finnst mjög gott verð! Ég á þennan bol í svörtu, hvítu og rauðu. Úrið er að sjálfsögðu frá Line the fine watches og er ný týpa, ég gjörsamlega elska það!

As many of you have noticed this summer, the kimono is back! I love wearing colorful outfits and I got fascinated by this kimono right away when I saw it. I got it in ZARA in Toronto. The bag is my favorite at the moment, it’s very stylish and the color is amazing! I got it in Gucci in London and I’ll blog about it soon. The shirt is from ZARA and costs 2.995 kr which I think is a very good price! I have it in black, white and also in red. The watch is from Line the fine watches and is a new type, I absolutely love it!

A TOUCH OF PINK

June 25th, 2017|Fashion|

Ég verslaði mér svo ótrúlega sæta skyrtu í H&M í Toronto um daginn. Ég sá hana fyrst í London fyrr á árinu og sá svo eftir því að hafa ekki keypt hana þannig ég hef leitað og leitað af henni síðan en loksins er hún fundin! Í fyrsta lagi finnst mér liturinn á henni alveg trylltur og í öðru lagi þá er púffið á ermunum mjög svalt. Þið vitið ekki hvað ég var ánægð að hafa fundið hana og hvað þá að hafa fengið hana á afslætti (ég borgaði heilar 2.200 kr)! Ég tók ákvörðun um daginn að byrja að versla mér litríkari föt en ekki bara svört og hvít því litir lífga svo uppá mann og bæta skapið. Sú ákvörðun hefur heldur betur staðist því ég er búin að vera mjög dugleg að næla mér í flíkur í lit.

I bought such a cute shirt in H&M a few days ago in Toronto. I first saw it in London a couple months ago and I really did regret not buying it so I’ve been looking for it since and finally I found it! You don’t know how happy I was when I saw it in Toronto! First of all I love the color and second of all I think the puffs on the shoulders are quite cool. I’m trying to wear more colors in my outfits so this shirt is perfect!

FLORAL PRINTED BLAZER

June 19th, 2017|Fashion|

Þessi jakki er í miklu uppáhaldi hjá mér enda er hann ekkert smá flottur. Ég keypti mér hann í ZARA fyrir stuttu síðan og hef notað hann óspart síðan. Buxurnar eru frá G-star Raw í Kringlunni og eru þægilegustu buxur sem ég hef nokkurn tímann átt og skórnir/espadrillurnar eru frá Bianco í Kringlunni. Síðast en ekki síst þá er veskið frá Gucci og heitir Dionysus.

This jacket is my favortie at the moment. It’s so pretty! I bought it in ZARA and I’ve been wearing it a lot since. The jeans are from G-star Raw in Kringlan and are the most comfy jeans I’ve ever owned and the shoes/espadrilles are from Bianco in Kringlan. Last but not least the bag is from Gucci and is called Dionysus.

MY FAVORITE BAG: GUCCI DIONYSUS

June 14th, 2017|Fashion|

Eftir að hafa séð þessa blessuðu tösku allsstaðar þá varð ég að eignast hana! Ég fékk hana á heilann og hætti ekki að hugsa um hana fyrr en ég fékk hana. Í fyrstu fannst mér hún frekar ljót ef ég á að vera alveg hreinskilin við ykkur og fattaði ekki alveg hvað málið væri með þessa tösku en eftir að hafa séð fleiri myndir af henni og eftir að hafa mátað hana sjálf í Gucci þá kolféll ég fyrir henni! Við erum að tala um Gucci Dionysus í lítilli stærð. Þær koma í nokkrum stærðum en ég valdi mér þessa litlu því hún er með lengri keðju. Ég er ein af þeim sem vil hafa töskurnar mínar með löngu bandi eða keðju svo ég geti notað þær “crossbody” eða yfir líkamann. Ég varð að deila nokkrum detail myndum með ykkur af þessari fegurð sem ég fékk mér en ég er svo ótrúlega ánægð með hana. Hún er klassísk þannig að hún passar við bæði fínt og casual. Ég keypti töskuna í Gucci í London á Sloane Street sem er uppáhalds verslunargatan mín í London. Þið getið skoðað töskuna nánar HÉR.

After seeing this good looking bag almost everywhere, I had to have it! It was stuck on my mind and I couldn’t stop thinking about it until I got it. At first I didn’t like this bag and to be honest I didn’t understand why people were buying it but after seeing more pictures of the bag and after I tried it on myself in Gucci I fell in love with it! I got the Gucci Dionysus in small size because it has a longer chain and I’m one of those who has to have bags with long chains so I can wear it as crossbody. I’m so pleased with this bag that I had to share a few detailed pictures with you guys. It’s a total classic so I can wear it both formal and with casual outfits. I got the bag in Gucci in London at Sloane Street which is my favorite shopping street in London.

OUTFITS FROM G-STAR RAW

June 9th, 2017|Fashion|

OUTFIT #1

OUTFIT #2

OUTFIT #3

Færslan er í boði G-star RAW.

Ég skellti mér í G-star í Kringlunni í gær og nældi mér í nokkrar vörur en það sem ég fékk mér voru tvær gallabuxur, tvær peysur og einn bolur. G-star opnaði frekar nýlega í Kringlunni  sem eru fagnaðartíðindi því vörurnar eru svo ótrúlega flottar og vandaðar. Ég vildi deila nokkrum myndum með ykkur af mér í fötunum sem ég fékk mér en bláu gallabuxurnar eru án efa þægilegustu gallabuxur sem ég hef átt! Peysurnar eru æðislegar og koma í nokkrum litum. Ég féll fyrir ljósbláu og hvítu enda fullkomnar í sumar og í haust. Dökku gallabuxurnar eru ótrúlega töffaralegar og eru með flottum detailum sem gerir svakalega mikið fyrir buxurnar! Hvíti bolurinn er karla bolur og ég tók hann í stærð XL því ég vil hafa hann extra víðann. Ég mæli með því að þið skellið ykkur í G-star í Kringlunni og kíkið á úrvalið!

I visited G-star Raw in Kringlan yesterday and got myself a few items. What I got was two jeans, two sweaters and one t-shirt. G-star recently opened in Kringlan which is great news because their clothes are very nice and have good quality! I wanted to share a few pictures of me in the clothes that I got. The blue jeans are definitely my favorite and are the most comfortable jeans I’ve ever tried on! The sweaters are very cute and are perfect for summer and fall. The dark jeans are very nice because they have unique details that makes them super cool. The white t-shirt is a men t-shirt and I took it in size XL because I wanted it to be extra wide! I really recommend you check G-star in Kringlan out!