Fatnaður

//Fatnaður

GULT Í SUMAR

May 18th, 2015|Fashion, Fatnaður|

toppur 1

Ég veit ekki hversu oft ég hef skrifað um blúndu toppa á blogginu hjá mér, en það verður að viðurkennast að ég fæ ekki nóg af þeim. Ég var að fá nýjan blúndu topp í safnið frá undirfataversluninni Isabella en þessi toppur sem ég á núna í nokkrum litum er ekki aðeins flottur, heldur er hann þægilegur og það er hægt að nota hann í staðinn fyrir brjóstarhaldara og nota hann sem crop top við háar buxur eða pils. Nýjasta viðbótin er toppur í gulum lit en ég er sjúklega skotin í honum og það séstaklega því það er komið sumar. Gulur litur og sólbrún húð fer alltaf vel saman. Ég hlakka til að pæjast í þessum í sumar bæði hér heim og erlendis.

Þessir toppar eru á mjög góðu verði en þeir eru á 5.990 kr og koma í stærðum 36-42. Ég nota stærð 34 D í brjóstarhaldara og tek mína toppa alltaf í stærð 38 og þeir smellpassa. Þú getur nælt þér í topp frá Undirfataversluninni Isabella í gegnum facebook skilaboð HÉR eða í síma: 461-1209. Það er frí heimsending á toppunum en við hötum ekki neitt sem er frítt 😉

toppur 3

toppur 2lina birgitta camilla

CASUAL WEAR

April 1st, 2015|Fashion, Fatnaður|

o1

Uppáhalds outfitin mín í dag eru “casual but stylish” outfit. Þau eru yfirleitt þægileg og look-a vel. Casual klæðnaður þarf ekki að vera boring. Það er hægt að poppa basic klæðnað með svo mörgu – til dæmis með flottum trefli, flottri húfu eða töff jakka svo ég nefni eitthvað. Ég elska að vera í svörtum þröngum gallabuxum, töff víðum bolum og jökkum sem gera heildar look-ið.

o2

o5

BUXUR: (SPARKZ) – DERES
BOLUR: H&M
JAKKI: DEFINE THE LINE
VESKI: CALVIN KLEIN
TREFILL: LOUIS VUITTON

lina-birgitta-camilla1-300x90

 

NEW IN > LOUIS VUITTON SCARF

March 28th, 2015|Fashion, Fatnaður|

TREFILL

Tökum smá pásu frá því sem við erum að gera og meltum þennan trefil í örlítinn tíma. Guð minn góður, ég er ekki frá því að ég er truly, madly, deeply in love af nýja LOUIS VUITTON treflinum mínum! Bara svo það er á hreinu þá á ég mjög auðvelt með að verða ástfangin af öllu sem tengist flíkum og fylgihlutum (maður verður aldrei fyrir vonbrigðum). Þessi trefill er algjör draumur. Það sem að ég elska hvað mest við þennan trefil er að ég get notað hann á tvo vegu en ég get bæði notað hann svartan og gráan.

Það er búið að vera rosaleg trefla tíska útum allan heim sem mér persónulega finnst mjög skemmtilegt því trefill getur verið góður fylgihlutur til þess að poppa upp casual outfit. Það er algjör snilld fyrir okkur Íslendinga að það sé IN að vera með trefil því það er ekkert lítið kalt úti!

Ég vona að þið eigið yndislega helgi og ekki gleyma að taka þátt í leiknum sem er í gangi á blogginu í samstarfi við undirfataverslunina Isabellu – en þú getur tekið þátt í þeim leik HÉR. Það verður dregið úr þeim leik á morgun ♥

trefill2lina-birgitta-camilla1-300x90

NEW IN FROM DEFINE THE LINE

February 16th, 2015|Fatnaður|

skor 1

Ég var að fá þessar elskur senda til mín um daginn og guð minn góður hvað þeir eru þægilegir! Ég er ekki að grínast í ykkur en ég er búin að vera í þeim á hverjum degi eftir að ég fékk þá sem er mjög ólíkt mér þar sem að ég er skó fíkill af verstu gerð. Ég er yfirleitt í stærð 39 en ég er stundum 38 og 40. Það getur oft verið “risky” að panta skó af netinu en þegar ég geri það þá panta ég alltaf stærð 39, sú stærð hefur alltaf passað fullkomlega hingað til. Ég tók þessa í stærð 39 og þeir smell passa, thank god! Þessi ökla boots eru töffaraleg og cute – það er hægt að nota þau við hvaða outfit sem er. Persónulega þá finnst mér þessi boots vera fullkomin við hversdags outfit, en ökla boots eru algjört must have upp á þægindi og look-ið á virkum dögum eins og fyrir vinnu og skóla. Eru þið ekki sammála mér?

Þessi ökla stígvél eru sérpöntuð hjá Define the line en þú getur pantað þér þau í skilaboðum á Facebook HÉR. Það er hægt að panta þau í stærð: 36-41 og þau eru á 12.990 kr. Þessir skór eru IT og eru ekki að fara að svíkja neinn, því get ég lofað þér!

stigvel 3

lina-birgitta-camilla1-300x90