
Í tilefni þess að bloggið mitt er orðið 2 ára þá langar mig að skella í veglegan gjafaleik í samstarfi með nokkrum fyrirtækjum sem ég hef unnið með í gegnum tíðina. Í fyrsta lagi þá langar mig til að þakka ykkur öllum fyrir að lesa bloggið mitt, því án ykkar væri þetta blogg ekki til! Þið eruð ómetanleg, TAKK! Ég elska að hafa gjafaleiki á blogginu og hvað þá að hafa svona stóran gjafaleik. Afmælis gjafaleikurinn er ekki af verri endandum en það eru þrír lesendur sem vinna. Fyrsti vinningur er huges stór og hinir tveir minni, svo það er til mikils að vinna. Þá er ekkert annað í stöðunni en að segja ykkur frá hvað er í vinning!
FYRSTI VINNINGUR
1.) Beauty Formulas Feminine: Þessar vörur hafa fylgt mér síðustu fimm ár því ég get ekki lifað án þeirra í dag. Þessar vörur eru ætlaðar “persónulega” svæðinu hjá okkur konum en það sem verður í vinning er meðal annars “pjöllusápa” eins og ég kalla hana. Sápan er með réttu ph gildi fyrir svæðið þarna niðri sem kemur meðal annars í veg fyrir sveppasýkingar (það er mikilvægt að nota rétta sápu þegar þú þrífur þig að neðan). Önnur vara frá þeim sem er í vinning er “pjöllusprey” eins og ég kalla það en þetta sprey er heimsins mesta snilld! Ég nota það oft eftir sturtu til að vera extra fresh þarna niðri. Lyktin af spreyinu er mega fresh svo þú munt ilma vel! Þið eruð eflaust að hugsa hvort það finnist eitthvað skrítið bragð af vörunum útaf hún ilmar, en svo er ekki bara svo við höfum það á hreinu! Síðasta varan frá þessu merki sem verður í vinning er “pjöllu-wipes” eins og ég kalla það, en þetta eru blautþurrkur sem ég hef alltaf á mér í veskinu því það er hræðilegt að lenda í því að fara á klósett einhverstaðar og það er ENGINN pappír! Þessar blautþurrkur hafa ekki aðeins reddað mér, heldur fullt af vinkonum mínum líka. Þessar vörur fást í Hagkaup og apótekum.
2.) Freddy wr.up: Þessar æfingabuxur eru í miklu uppáhaldi hjá mér því þær halda vel að og haldast uppi. Ég vildi endilega hafa þennan æfingagalla í vinning því þið verðið ekki sviknar af honum, hann er það þægilegur! Buxurnar móta fæturnar og rassinn og láta mann look-a flawless. Bolurinn fylgir með æfingabuxunum. Freddy fæst inná www.freddyshop.is.
3.) Tangle Teezer frá Kosmos.is: Ég gæti ekki verið án tangle teezer! Þessi bursti er must have fyrir allar konur. Kosmos.is er snyrti og hárvöru netverslun sem býður uppá 20-80% afslátt af öllum vörum hjá sér! Hversu mikil snilld er það? Vörumerki sem þau bjóða uppá er meðal annars: Loréal, Tangle Teezer, Matrix, Rimmel, Sebastian ofl. (www.kosmos.is)
4.) Marmara línan frá Black&Basic: Blackandbasic.com er ný netverslun sem selur æðislegt skart og flotta fylgihluti. Marmara línan sem er búin að vera bilaðslega vinsæl inniheldur: Marmarahulstur fyrir iphone 6, marmara hálsmen, marmara armband og marmara eyrnalokka. Þessi lína er sjúklega flott og passar við allt! (www.blackandbasic.com)
5.) Calvin Klein nærfatasett frá Undirfataversluninni Isabellu: Það fer ekki milli mála að undirfataverslunin Isabella er í algjöru uppáhaldi hjá mér því þau eru með flottar vörur, flott merki og hágæða vörur. Calvin Klein settið er búið að tröllríða öllu útum allan heim enda stór ástæða til því það er flott og ótrúlega þægilegt! Calvin Klein nærfatasettið fæst HÉR.
6.) Beach Blonde frá John Frieda: Þið sem fylgdust með mér í sumar tókuð líklega eftir því að þessi hárlína var í uppáhaldi og er enn í topp sætunum hjá mér. Beach Blonde frá John Frieda er fyrir allar hártýpur þrátt fyrir að nafnið gefur annar til kynna og er ótrúlega frískandi! Beach Blonde fæst meðal annars í Hagkaup, Krónunni Lindum og á heimkaup.is.
7.) Freebra frá Freebra Iceland: Þessi vara er must have fyrir þær sem vilja ekki sýna brjóstahaldarabönd í hlýralausum kjólum og toppum. Þetta er hlýralaus lím/silicon brjóstahaldari sem heldur öllu á sínum stað og er tilvalin fyrir hlýralausa toppa og kjóla og flíkur sem eru opnar í bakið. Freebra fæst í Hagkaup Kringlunni og Smáralind og HÉR.
8.) White To Brown brúnkurspreyið sem fæst í NYX: Þetta sprey er lífið mitt á líflausum dögum þar sem mig vantar smá “brúnku boost” í andlitið og bringuna. Þetta sprey er auðvelt í notkun, en þú spreyjar létt yfir andlitið og líkamann og þú ert ready to go. Spreyið gefur lit strax en liturinn eykst með tímanum. Spreyið fæst hjá NYX í Bæjarlind 14-16 í Kópavogi og HÉR.
9.) Eleven Miracle Hair Treatment: Þetta er hárvara sem ég nota í hvert skipti eftir sturtu og bað. Þetta er eins og “leave in conditioner” sem inniheldur ellefu frábær efni fyrir hárið. Það veitir til dæmis vörn gegn hita, aframagnar hár, er rakagefandi og eykur mýkt, byggir upp viðkvæmt hár, ver hárið fyrir skemmdum ofl. Þessi vara er í rauninni það eina sem þú þarft í hárið á þér því hún inniheldur allt það sem hárið þarf. Varan fæst á helstu hárgreiðslustofum.
10.) Magnetic Lash Mascara: Ef þú ert með mig á Snapchat þá hefur þú líklega séð mig nota þennan. Þetta er combo sem byggir upp augnhárin og lengir þau. Combóið inniheldur maskara og trefjar. Ef þú ert með stutt augnhár og vilt lengja þau þá er þessi málið! Magnetic Lash var valinn “BEST INTERNATIONAL MASCARA BRAND” árið 2014. Sölustaðir eru meðal annars: Lyf & Heilsa í Kringlunni, Urðarapótek, Snyrtistofan Gyðjan, Snyrtistofan Þema, Heilsa & Útlit ofl.
ANNAR OG ÞRIÐJI VINNINGUR
Beauty Formulas Feminine pakki sem inniheldur pjölluvipes, pjöllusprey og pjöllusápu (eins og ég kalla það), Tangle Teezer hárbursta frá Kosmos.is og 5.000 kr gjafabréf hjá Freddy wr.up!

Til að vera með þarftu að:
1. Setja “like” á Linethefine.com á Facebook HÉR
2. Deila þessari færslu á Facebook (deili-hnappur hér neðst)
3. Skilja eftir stutta afmæliskveðju í kommentum (ekki gleyma að setja nafnið þitt með)!
Þetta eru vinningshafarnir í leiknum:
1. vinningur: Karítas Ármann.
2. vinningur: Andrea Gestsdóttir.
3. vinningur: Marta Kristjana.
Innilega til hamingju!
