Hair

/Hair

UPPÁHALDS HÁRSPREYIÐ MITT!

January 13th, 2016|Beauty, Hair|

oli

Þær sem þekkja mig vita að Moroccanoil hársrpeyið er í algjöru uppáhaldi hjá mér og hefur verið í nokkur ár! Ég kynntist þessu hárspreyi á hárgreiðslustofunni sem ég fer alltaf á (Sjoppan) en eftir að hafa prufað það þar, þá var ekki aftur snúið! Hársprey er ekki bara hársprey, eða fyrir mér er það ekki svo einfalt. Ég vil hársprey sem gefur gott hald en gerir mér kleift að fikta í hárinu (til dæmis að renna fingrunum í gegnum það án þess að hárið sé glerhart og leiðinlegt). Morrocanoil hárspreyið er akkúrat þannig! Ég veit ekki hversu lengi þessi blessaði sprey brúsi sem ég fékk hjá Sjoppunni dugði mér og slatta af vinkonum mínum en við erum ófáar sem höfum notað þennan eina brúsa en samt er alltaf nóg eftir! Ég elska þannig vörur. Þið sem þekkið Morrocanoil lyktina og elskið hana, þá er þetta hársprey á “to buy” listanum ykkar því lyktin er unaðsleg! Útlitið á vörunni skemmir líka ekki fyrir vörunni því blái og appelsínuguli liturinn gefur manni góða tilfiningu og varan look-ar vel hvar sem er.

Morrocanoil vörurnar fást á helstu hárgreiðslustofum

oil3

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

STÆRSTI GJAFALEIKUR linethefine.com!

December 8th, 2015|Beauty, Fashion, Hair, Lifestyle|

leikur 2 ára line the fine alveg að verða ready

Í tilefni þess að bloggið mitt er orðið 2 ára þá langar mig að skella í veglegan gjafaleik í samstarfi með nokkrum fyrirtækjum sem ég hef unnið með í gegnum tíðina. Í fyrsta lagi þá langar mig til að þakka ykkur öllum fyrir að lesa bloggið mitt, því án ykkar væri þetta blogg ekki til! Þið eruð ómetanleg, TAKK! Ég elska að hafa gjafaleiki á blogginu og hvað þá að hafa svona stóran gjafaleik. Afmælis gjafaleikurinn er ekki af verri endandum en það eru þrír lesendur sem vinna. Fyrsti vinningur er huges stór og hinir tveir minni, svo það er til mikils að vinna. Þá er ekkert annað í stöðunni en að segja ykkur frá hvað er í vinning!

FYRSTI VINNINGUR

1.) Beauty Formulas Feminine: Þessar vörur hafa fylgt mér síðustu fimm ár því ég get ekki lifað án þeirra í dag. Þessar vörur eru ætlaðar “persónulega” svæðinu hjá okkur konum en það sem verður í vinning er meðal annars “pjöllusápa” eins og ég kalla hana. Sápan er með réttu ph gildi fyrir svæðið þarna niðri sem kemur meðal annars í veg fyrir sveppasýkingar (það er mikilvægt að nota rétta sápu þegar þú þrífur þig að neðan). Önnur vara frá þeim sem er í vinning er “pjöllusprey” eins og ég kalla það en þetta sprey er heimsins mesta snilld! Ég nota það oft eftir sturtu til að vera extra fresh þarna niðri. Lyktin af spreyinu er mega fresh svo þú munt ilma vel! Þið eruð eflaust að hugsa hvort það finnist eitthvað skrítið bragð af vörunum útaf hún ilmar, en svo er ekki bara svo við höfum það á hreinu! Síðasta varan frá þessu merki sem verður í vinning er “pjöllu-wipes” eins og ég kalla það, en þetta eru blautþurrkur sem ég hef alltaf á mér í veskinu því það er hræðilegt að lenda í því að fara á klósett einhverstaðar og það er ENGINN pappír! Þessar blautþurrkur hafa ekki aðeins reddað mér, heldur fullt af vinkonum mínum líka. Þessar vörur fást í Hagkaup og apótekum.

2.) Freddy wr.up: Þessar æfingabuxur eru í miklu uppáhaldi hjá mér því þær halda vel að og haldast uppi. Ég vildi endilega hafa þennan æfingagalla í vinning því þið verðið ekki sviknar af honum, hann er það þægilegur! Buxurnar móta fæturnar og rassinn og láta mann look-a flawless. Bolurinn fylgir með æfingabuxunum. Freddy fæst inná www.freddyshop.is.

3.) Tangle Teezer frá Kosmos.is: Ég gæti ekki verið án tangle teezer! Þessi bursti er must have fyrir allar konur. Kosmos.is er snyrti og hárvöru netverslun sem býður uppá 20-80% afslátt af öllum vörum hjá sér! Hversu mikil snilld er það? Vörumerki sem þau bjóða uppá er meðal annars: Loréal, Tangle Teezer, Matrix, Rimmel, Sebastian ofl. (www.kosmos.is)

4.) Marmara línan frá Black&Basic: Blackandbasic.com er ný netverslun sem selur æðislegt skart og flotta fylgihluti. Marmara línan sem er búin að vera bilaðslega vinsæl inniheldur: Marmarahulstur fyrir iphone 6, marmara hálsmen, marmara armband og marmara eyrnalokka. Þessi lína er sjúklega flott og passar við allt! (www.blackandbasic.com)

5.) Calvin Klein nærfatasett frá Undirfataversluninni Isabellu: Það fer ekki milli mála að undirfataverslunin Isabella er í algjöru uppáhaldi hjá mér því þau eru með flottar vörur, flott merki og hágæða vörur. Calvin Klein settið er búið að tröllríða öllu útum allan heim enda stór ástæða til því það er flott og ótrúlega þægilegt! Calvin Klein nærfatasettið fæst HÉR.

6.) Beach Blonde frá John Frieda: Þið sem fylgdust með mér í sumar tókuð líklega eftir því að þessi hárlína var í uppáhaldi og er enn í topp sætunum hjá mér. Beach Blonde frá John Frieda er fyrir allar hártýpur þrátt fyrir að nafnið gefur annar til kynna og er ótrúlega frískandi! Beach Blonde fæst meðal annars í Hagkaup, Krónunni Lindum og á heimkaup.is.

7.) Freebra frá Freebra Iceland: Þessi vara er must have fyrir þær sem vilja ekki sýna brjóstahaldarabönd í hlýralausum kjólum og toppum. Þetta er hlýralaus lím/silicon brjóstahaldari sem heldur öllu á sínum stað og er tilvalin fyrir hlýralausa toppa og kjóla og flíkur sem eru opnar í bakið. Freebra fæst í Hagkaup Kringlunni og Smáralind og HÉR.

8.) White To Brown brúnkurspreyið sem fæst í NYX: Þetta sprey er lífið mitt á líflausum dögum þar sem mig vantar smá “brúnku boost” í andlitið og bringuna. Þetta sprey er auðvelt í notkun, en þú spreyjar létt yfir andlitið og líkamann og þú ert ready to go. Spreyið gefur lit strax en liturinn eykst með tímanum. Spreyið fæst hjá NYX í Bæjarlind 14-16 í Kópavogi og HÉR.

9.) Eleven Miracle Hair Treatment: Þetta er hárvara sem ég nota í hvert skipti eftir sturtu og bað. Þetta er eins og “leave in conditioner” sem inniheldur ellefu frábær efni fyrir hárið. Það veitir til dæmis vörn gegn hita, aframagnar hár, er rakagefandi og eykur mýkt, byggir upp viðkvæmt hár, ver hárið fyrir skemmdum ofl. Þessi vara er í rauninni það eina sem þú þarft í hárið á þér því hún inniheldur allt það sem hárið þarf. Varan fæst á helstu hárgreiðslustofum.

10.) Magnetic Lash Mascara: Ef þú ert með mig á Snapchat þá hefur þú líklega séð mig nota þennan. Þetta er combo sem byggir upp augnhárin og lengir þau. Combóið inniheldur maskara og trefjar. Ef þú ert með stutt augnhár og vilt lengja þau þá er þessi málið! Magnetic Lash var valinn “BEST INTERNATIONAL MASCARA BRAND” árið 2014. Sölustaðir eru meðal annars: Lyf & Heilsa í Kringlunni, Urðarapótek, Snyrtistofan Gyðjan, Snyrtistofan Þema, Heilsa & Útlit ofl.

ANNAR OG ÞRIÐJI VINNINGUR

Beauty Formulas Feminine pakki sem inniheldur pjölluvipes, pjöllusprey og pjöllusápu (eins og ég kalla það), Tangle Teezer hárbursta frá Kosmos.is og 5.000 kr gjafabréf hjá Freddy wr.up!

line the fine tveggja ára 2

Til að vera með þarftu að:

1. Setja “like” á Linethefine.com á Facebook HÉR

2. Deila þessari færslu á Facebook (deili-hnappur hér neðst)

3. Skilja eftir stutta afmæliskveðju í kommentum (ekki gleyma að setja nafnið þitt með)!

Þetta eru vinningshafarnir í leiknum:
1. vinningur: Karítas Ármann.
2. vinningur: Andrea Gestsdóttir.
3. vinningur: Marta Kristjana.
Innilega til hamingju!

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

ERT ÞÚ LJÓSHÆRÐ EÐA MEÐ LJÓSA ENDA?

November 25th, 2015|Beauty, Hair|

label m 002

Þessi færsla er fyrir þær sem eru ljóshærðar, með ljósa enda og fyrir þær sem eru með ljósar strípur. Þið sem eruð með ljósa lokka, hver ykkar kannast ekki við það að hárið gulnar með tímanum og verður hálf “boring” á litinn? Ég er allavega í þeim hópi og hef oft velt því fyrir mér hvað sé hægt að gera við því. Ótrúlegt en satt þá er lausnin frekar einföld. Þú skellir þér á “Brightening Blonde” sjampó og næringu frá label.m! Ég veit ekki hversu oft ég hef lesið um svona “brightening” vörur sem eiga að koma í veg fyrir gulan tón og hafa þann eiginleika að lýsa hárið, en aldrei prófað þær. Ég lét loksins verða að því að prófa svona vörur og sé sko alls ekki eftir því, því núna er ég húkkt! Aldrei nokkurn tímann hefði mig grunað að ég myndi byrja að nota “brightening” sjampó og næringu (ég kem sjálfri mér alltaf á óvart). Ég hef verið að nota þetta sjampó og þessa næringu í smá tíma núna og sé þvílíkan mun á litnum á hárinu á mér því liturinn er orðin bjartari og fallegri. Þessar vörur gera nákvæmlega það sem þær segjast gera.

Brightening Sjampó: Þetta sjampó er ekki eins og þessi týpísku fjólubláu sjampó sem þú notar 1x í viku sem lýsir upp hárið og kemur í veg fyrir gulan tón, heldur er þetta sjampó sem þú mátt nota alla daga því það lýsir hárið jafnt og þétt (það er ekki jafn sterkt og fjólubláu sjampóin). Lyktin af þessu sjampói er ein sú besta sem ég hef fundið og vildi ég óska þess að það væri til ilmvatn í stíl því lyktin er ómótstæðilega góð (já ég er algjör ilm-perri).

Brightening Næring: Bara svo við höfum það á hreinu þá er ég fíkill í góðar hárnæringar og það er ekkert grín að finna réttu næringuna fyrir hárið mitt. Ég veit ekki hversu oft ég hef prófað nýjar og nýjar hárnæringar og ekki fílað þær, en þessi næring er ein sú besta sem ég hef prófað! Ég verð að viðurkenna það að hún er í topp þrem sætunum hjá mér og það er EKKI sjálfgefið, það get ég sko sagt ykkur! Áferðin á næringunni þegar hún er í blautu hári er nánast eins og silki, hún er það mjúk. Hún gerir hárið æðislegt og lyktin er sú sama og sjampóið. Í hvert einasta skipti er ég fer í bað og sturtu þá hlakka ég til að setja næringuna í hárið á mér!

Ég mæli eindregið með því að þið kynnið ykkur “Brightening Blonde” línuna frá label. m því hún er æðisleg og kom mér heldur betur á óvart. Vörurnar fást á helstu hárgreiðslustofum og meðal annars á Sjoppunni sem er hárgreiðslustofan sem ég fer alltaf á.

label m 003

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

HÁREYÐING MEÐ LASER

July 13th, 2015|Hair, Lifestyle|

laser 2

Eins og einhverjir hafa tekið eftir sem eru með mig á Snapchat þá er ég búin að vera að mæta í háreyðinga laser hjá Húðfegrun til að fjarlægja hárin á fótunum mínum (ég heiti Linethefine inná Snapchat). Persónulega þá er ég ekki “number one fan” af líkamshárum svo mér fannst tilvalið að prófa svona laser meðferð. Ég er nú þegar búin að mæta í tvo tíma en það er sagt að maður þurfi 6-10 skipti til þess að hárin komi aldrei aftur. Já þið lásuð rétt, ALDREI aftur! Hversu mikill léttir er það að þurfa aldrei að raka eða vaxa fótleggina aftur? Ég veit ekki með ykkur en guð minn góður hvað það verður nice!

Þegar ég mætti í fyrsta tímann hjá þeim þá var ég ekki viss hvað ég var að fara út í, en hvert skipti tekur aðeins 20-30 mínútur og þú finnur nánast ekki fyrir þesssu. Það eina sem maður finnur er smá hiti en that’s it. Ég er að fara í þriðja skiptið mitt í næstu viku en ég hlakka mikið til að sjá árangurinn þegar ég er búin með þessa meðferð. Eftir aðeins tvö skipti þá finn ég mikinn mun á hárunum en ég er strax komin með skallabletti og hárin eru mikið fínni en áður.

Eins og ég skrifaði hér fyrir ofan þá tekur meðferðin 6-10 skipti en eftir þau skipti koma hárin aldrei aftur. Háreyðing með laser er framkvæmd á 1-2 mánaða fresti og tíminn er á 20.000 krónur. Þar sem þessi meðferð endist þér alla ævi þá er hún bilaðslega hagstæð því eftir meðferðina þarftu hvorki vax, rakvél né raksápu til að raka á þér fæturnar (eða þann stað sem þú vilt losna við hár). Ég mæli 100% með lasermeðferð hjá Húðfegrun þar sem þær eru snillingar í sínu fagi og svara öllum spurningum. Ég deili svo reynslunni minni með ykkur þegar ég er búin í meðferðinni hér á blogginu, þar mun ég sýna ykkur fyrir og eftir myndir.

Húðfegrun er í Fákafeni 11, beint fyrir ofan GLÓ veitingastaðinn (þar sem Lifandi Markaður var áður). Þau bjóða uppá allskonar meðferðir sem tengjast húð en þið getið skoðað meðferðirnar á heimasíðunni þeira HÉR – þið finnið Húðfegrun á facebook HÉR.

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

JOHN FRIEDA > BEACH BLONE

June 22nd, 2015|Beauty, Hair|

beach blonde

John Frieda hefur lengi verið ofarlega á topplistanum mínum þegar það kemur að hárvörum en eftir að ég kynntist Beach Blonde línunni þá er John Frieda komið í guðatölu hjá mér! Ég held ég geti ekki útskýrt hversu góðar vörurnar eru úr þessari línu en ég geri mitt besta. Beach blonde línan er fyrir allar hártegundir (þrátt fyrir að nafnið gefur annað til kynna) og er fyrir þær sem vilja vindblásna og fallega liði í hárið. Persónulega þá er ég meira fyrir rústað og rokkaralegt hár heldur en slétt og pent hár, því ég vil ýkja hárið svo það lookar meira og þykkara. Beach blonde vörulínan inniheldur sjampó, hárnæringu, djúpnæringu og sea salt sprey. Ég byrjaði að nota þessar vörur fyrir einum og hálfum mánuði síðan og gæti ekki verið ánægðari, því þær gera nákvæmlega það sem ég vil fyrir hárið á mér. Í þessari færslu ætla ég að fara yfir hverja vöru fyrir sig og enda hana á videói sem sýnir ykkur rútínuna mína þegar ég krulla á mér hárið og nota sea salt spreyið.

beach

Sjampóið er hreinsi sjampó og er algjör snilld fyrir okkur sem vilja tandurhreint hár. Það er fyllt af hrokkinmentu (spearmint) og örlitlum sítrus sem gerir lyktina af vörunum eins og þú sért komin til sólarlanda í frí! Sjampóið gerir hárið silkimjúkt og örlítið lagskipt, fyrir áreynslulaust úfið strandarhár. Ég mæli hiklaust með þessu sjampói fyrir allar konur sem vilja gott sjampó.

Hárnæringin gefur hárinu silkimjúka áferð án þess að þyngja það og gera það flatt og “boring”. Næringin er sérstaklega hönnuð með Kukui Nut olíu, sem er rík af Omega 3 sem nærir þurrt hár.

Djúpnæringin er blanda léttra næringarefna sem veita mikilvægan raka í skemmdar hártrefjar, á meðan Monoi olía og þari gera við það og endurheimta mýkt. Hún er mjög góð ef þú vilt endurlífga þurrt og skemmt hár og vilt að hárið fái heilbrigt útlit.

Sea salt spreyið er “must have” fyrir þær sem vilja áreynslulausa strandarliði eða beachy waves eins og við segjum á ensku. Það er hægt að nota spreyið á tvenna vegu. Annarsvegar er hægt að spreyja því í rakt hárið, skipta hárinu svo í tvo hluta og snúa uppá hárið og gera hálfgerðan snúð. Bíða í smá stund og taka snúðana úr og leyfa hárinu að þorna. Renna svo fingrunum í gegnum hárið til þess að ýfa það upp og skapa lausar, óreglulegar bylgjur. Það er líka hægt að sleppa því að setja hárið í snúð og hrista bara hárið og greiða í gegnum það með fingrunum. Hinsvegar er líka hægt að nota sea salt spreyið í staðinn fyrir hársprey eftir að þú krullar á þér hárið, en það gefur hárinu mikið fallegri áferð. Spreyið inniheldur sjávarsalt til þess að tryggja mjúkar bylgjur með léttu haldi sem líta náttúrulega út, þar sem úðinn smýgur samstundis inn í hárið og gefur því aukna lyftingu. Spreyið lyktar eiginlega alltof vel en það ilmar eins og sjávar-ferskur kókos sem vekur upp þvílíkt jákvæðar tilfiningar.

Ég mæli hiklaust með Beach Blonde línunni frá John Frieda fyrir allar konur! Þetta er einstök lína að mínu mati þar sem hún hentar mér fullkomlega. Vörurnar eru á góðu verði og fást í Hagkaupum, Heimkaup.is, helstu apótekum, og í Krónunni í Lindum.

Ég vildi líka deila með ykkur leik sem er í gangi inn á K100 Facebook-inu í samstarfi við Beach Blonde, en þar getur þú unnið lúxusferð fyrir 2 til Tenerife með öllu inniföldu! Ekki hika við það að taka þátt – þið getið tekið þátt í leiknum HÉR.

lina birgitta camilla

THE PERFECT STYLING SET

June 3rd, 2015|Hair|

SETT

Þið vitið ekki hvað ég er spennt að fá krullu settið sem ég var að panta mér frá NuMe! Ég hef alltaf verið mikill sökker fyrir flottum krullum og elska að prófa mig áfram í þeim málum. Ég var búin að lesa góðar umsagnir um vörurnar frá NuMe svo ég varð að skella mér á sett frá þeim. Settið sem ég pantaði mér heitir “Lustrum” og kemur með fimm mismunandi krullu-hausum. Þannig að þú getur valið á milli hverskonar krullur þú vilt í hvert sinn er þú krullar þig.

Ég mun aldrei gleyma því þegar ég fékk krullu sett í gjöf þegar ég var lítil sem var með nokkrum mismunandi hausum. Síðan þá, þá hef ég ekki þorað að prófa svoleiðis aftur þvi það var svo ótrúlega lélegt! Tímarnir eru frekar breyttir síðan þá, svo ég gat ekki annað en skellt mér á þetta gorgeous sett. Bara svo við höfum það á hreinu, þá er það langt frá því að vera leiðinlegt að geta valið um hvernig krullur og liði maður vill vera með að hverju sinni. Með hverju setti fylgir líka hita-hanski til að koma í veg fyrir það að þú brennir þig á járninu.

Þau hjá NuMe voru svo æðisleg að gefa mér afsláttarkóða til að gefa ykkur elsku lesendur, en afsláttarkóðinn gefur þér 100$ afslátt af öllum krullu settum! Þannig að ef þú vilt t.d. panta þér “Lustrum” settið sem ég fékk mér, þá ertu að fá rúman 50% afslátt! Þú getur pantað þér allar vörur frá NuMe HÉR og ekki gleyma að setja kóðann: JUNESETS í checkout-inu!sett 3ÞÚ GETUR PANTAÐ ALLAR VÖRUR FRÁ NUME HÉR.

lina birgitta camilla

Viltu að krullurnar haldist? Lestu þá þetta!

April 24th, 2015|Hair|

gorg 3

Ég fæ einstaklega mikið af fyrirspurnum út í hárið á mér og það sérstaklega þegar ég krulla það. Algengasta spurningin sem ég fæ er: “hvernig nærðu að hafa krullurnar svona þykkar og miklar?”. Svarið mitt við þeirri spurningu er mjög einfalt:

Nr.1) Þegar þú krullar á þér hárið með krullujárni eða með keilujárni, hafðu lokkana þykkri.

Nr.2) Ef þú vilt fá ýktari liði og vilt hafa hárið þykkt og mikið þá mæli ég með því að setja þurr shampoo í rótina – þannig nærðu að ýkja efri partinn á hárinu og færð góða lyftingu í hárið.

Nr.3) Sea salt spray-ið frá Gorgeous London er IT! Persónulega þá nota ég ekki hársprey en þegar ég nota það, þá nota ég hárspreyið frá Morocccan oil sem er með litlu haldi. Mér finnst hárið mitt ekki verða flott þegar ég nota hársprey – það verður stíft og leiðinlegt. Það sem ég nota í dag eftir að ég krulla á mér hárið er sea salt sprey-ið frá Gorgeous London. Það er fullkomið til að halda krullunum! Það er í algjöru uppáhaldi hjá mér því það er létt, ekki klístrað og heldur krullunum allt kvöldið. Þessi vara er must have fyrir allar stelpur sem krulla á sér hárið.

gorg 1

Ef þú vilt fá ennþá ýktari krullur þá er alltaf gott að greiða í gegnum hárið með fingrunum og hrista hárið fram og til baka (á hvolf). Spreyja sea salt spreyi yfir hárið og þú ert good to go! Krullurnar sem ég er með á myndinni hér fyrir ofan eru frekar hlutlausar en ég notaði aðeins sea salt spreyið yfir hárið. Yfirleitt nota ég samt þurr shampoo eða duft til að ýkja hárið að ofan og til að fá meiri lyftingu í það. Ég notaði keilujárn til að fá þessar krullur en ég skrifaði um það hér á blogginu fyrir stuttu síðan (þú getur lesið þá færslu HÉR). Gorgeous vörurnar eru æðislegar. Ég mæli 100% með sea salt spreyinu frá þeim.

Gorgeous vörurnar fást hjá hárgreiðslustofunni Sjoppan sem er á Bankastræti 14.lina birgitta camilla

HAIR INSPO > CIARA

April 22nd, 2015|Hair|

bet7

Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja… Eru þið jafn sjúkar og ég í hárið á Ciöru í myndbandinu “I bet”? Guð minn góður hvað mér finnst þessi greiðsla flott og vá hvað hún er sæt. Mér finnst hún það flott að hún fær mig nánast til þess að lita mig dökkhærða – og það þyrfti sko mikið til! Persónulega þá hef ég alltaf verið mikið “fan” af þessari elsku því hún er svo bilaðslega flott og góð fyrirmynd. Lagið sem um ræðir í þessu myndbandi heitir “I bet” og er samið um fyrverandi kallinn hennar en hann hélt framhjá henni þegar hún var ný búin að eiga strákinn þeirra. Maður tekur vel eftir innlifuninni hjá henni í myndbandinu enda er það skiljanlegt. Textin finnst mér frábær en eftir að maður vissi hvað textinn snérist um þá fékk maður nánast hroll því textinn er svo persónulegur. Ég varð að tjá mig um hárið á henni, ég er gjörsamlega ástfangin (linkurinn af myndbandinu er neðst í færslunni).

bet5

bet1

bet6

bet4

bet3

lina birgitta camilla

CURLY HAIR

April 5th, 2015|Hair|

krulla 2

Eftir mikið af fyrirspurnum útí krullurnar mínar eftir að ég póstaði mynd af hárinu mínu á snapchat um daginn þá ákvað ég að skella í eina létta krullu færslu! Krullujárnið sem ég nota til að fá þessar krullur eins og á myndinni hér fyrir ofan er keilujárn sem heitir Vidal Sasson og er fjólublátt á litinn. Það er frekar langt síðan er ég keypti mér það en það er ennþá til og er á mjög góðu verði (4.989 kr). Keilujárnið fæst í Max raftæki í Garðabæ.

Það er hægt að leika sér mikið með keilujárn en persónulega finnst mér lang flottast að hafa lokkana í þykkara lagi heldur en þynnri og krulla mig þannig – þá fær maður þetta “Hollywood” krullu look sem ég persónulega leitast yfirleitt eftir. Ég mæli með því að þið nælið ykkur í keilujárnið hjá Max raftæki og leikið ykkur með það, það er mjög auðvelt og þægilegt í notkun.

Krulla222lina-birgitta-camilla1-300x90

NÝJUNG Á LINE THE FINE

March 25th, 2015|Beauty, Fashion, Hair|

sjoppan 1

Jæja, þá er komið að því að deila með ykkur nýjum lið sem er kominn til að vera á blogginu! Nýi liðurinn er “stuttþáttur” sem ég á ennþá eftir að finna nafn á, en í hverjum stuttþætti þá mun ég fara á milli fyrirtækja og kynna það nýjasta, prófa vörur og að sjálfsögðu taka skvísur fyrir og taka þær í makeover. Ég er búin að fá mjög góð viðbrögð við þessum nýja lið sem byrjar á blogginu í apríl, en ég sjálf er ótrúlega spennt fyrir komandi tímum. Þar sem að ég er of spennt fyrir lífið og á það til að vera pínu óþolinmóð þá varð ég að sýna ykkur brot af fyrsta “stuttþættinum” sem við tókum upp í samstarfi viðhárgreiðslustofuna Sjoppan. Þar sem að þetta var fyrsti þátturinn sem við tókum upp þá höfum við lært alveg heilan helling fyrir komandi stuttþætti, þannig að þeir verða upp á 10 (ég lofa því til að standa við það)!

Brotið sem þið fáið að sjá er af skvísu sem heitir Sylvía en við fengum hana til þess að vera hármodel. Ólöf Sunna sem sér um hárið mitt á Sjoppunni sá einnig um hárið á Sylvíu, en Sylvía var ekki búin að lita á sér hárið í langan tíma svo við ákváðum að gefa henni létt “ombré” look sem er búið að tröllríða hártískunni útum allan heim! Endilega tékkið á brotinu ♥

lina-birgitta-camilla1-300x90