Lifestyle

/Lifestyle

ÉG MÆLI MEÐ MELTINGARENSÍMUM!

May 31st, 2019|Lifestyle|

Þar sem að ég fæ svo rosalega margar spurningar útí meltingar-ensímin sem ég er að taka eftir að hafa sýnt þau nokkrum sinnum á Insta Story á Instagram hjá mér þá vildi ég skella í færslu um þau. Ensímin sem ég er að taka heita “Digest” og eru frá Enzymedica. Það eru eflaust margir sem velta því fyrir sér afhverju ég tek meltingar-ensím en ástæðan er mjög einföld, þau hjálpa meltingunni alveg heilan helling. Þau eru rosa góð fyrir þá sem finna fyrir magaónotum, sem glíma við magavandamál, fyrir þá sem eru með glútein og laktósa ofnæmi og fyrir þá sem vilja auka virkni vítamína, steinefna og góðgerla. Ég vil taka það fram að öll Enzymedica hylkin eru 100% vegan og að hylkin byrja að virka strax! Maður þarf ekki að vera búinn að taka hylkin í ákveðið langan tíma til að finna mun á sér. Það eru fjórar týpur í boði frá þessu merki og ég ætla að skrifa um hvert og eitt svo þið fáið nákvæmar upplýsingar um hvað hver týpa gerir.

Digest Basic: er einfaldasta meltingarvaran frá Enzymedica, enda heita töflurnar “Basic”. Þessi týpa er fyrir þá sem eru með væg meltingarvandamál. Hylkin bæta meltingu, nýtingu fæðunnar og vítamína. Þau eru að jafnaði 5 sinnum sterkari en aðrar gerðir meltingarensíma í svipuðum verðflokki. Þegar ég prófaði þessi meltingarensím þá byrjaði ég á að taka Digest Basic og féll fyrir þessari vöru á núll einni því ég fann mikinn mun á mér! Sá munur sem ég finn aðalega er að ég er léttari í maganum eftir hverja máltíð en ég er mjög gjörn á að finna mikið fyrir maganum mínum eftir máltíðir því ég er með magasjúkdóm.

Digest: er fyrir þá sem eru með þrálát meltingarvandamál en þessi vara er með tvisvar sinnum meiri virkni heldur en Digest Basic og að jafnaði 10 sinnum öflugri en en önnur ensím í svipuðum verðflokki.

Digest Gold: er þróaðasta meltingarvaran frá Enzymedica. Þessi týpa er sérstaklega góð fyrir þá sem glíma við meltingarvandamál, fyrir þá sem þurfa stuðning við starfsemi gallblöðrunar og fyrir þá sem vilja bestu og virkustu meltingarensím sem völ er á. Digest Gold er að jafnaði 20 sinnum sterkari en aðrar gerðir meltingarensíma. Það er mjög gaman að segja frá því að Digest Gold er söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum!

Digest Spectrum: er gegn fæðuóþoli. Ég nota þessi hylki óspart þegar ég “svindla” og fæ mér pizzu. Ég er með glúteinóþol og fæ yfirleitt bæði útbrot og geggjaðan kláða þegar ég borða glútein. Eftir að ég byrjaði að taka Digest Spectrum þá hef ég ekki fundið fyrir kláða þegar ég fæ mér pizzu! Hylkin styðja meltingu á glúteini, laktósa, kaseini, próteini og fenóli.

Ég tek meltingarensímin aðalega þegar ég borða “stórar og þungar” máltíðir og ég tek þau alltaf rétt áður en ég borða og virknin skilar sér strax! Enzymedica vörurnar fást meðal annars í Hagkaup, Iceland og í Apótekum.

ALICANTE

August 15th, 2018|Lifestyle, Travel|

Eins og einhverjir sem hafa fylgst með mér á samfélagsmiðlum í einhvern tíma vita að ég fer reglulega til Alicante. Ástæðan er einföld, mér líður vel þar. Ég er að fara í áttunda skiptið þangað í næstu viku og get ekki beðið eftir að komast í hita og sól. Þar sem að ég var búin að lofa því að gera bloggfærslu um Alicante þá ætla ég að gera það núna.

Ég gisti yfirleitt á AC Hotel by Marriott en mér finnst það æðislegt. Það er góð þjónusta, það er hreint og það er rooftop pool sem er mjög þægilegt. Svo eru barþjónarnir algjörir snillingar! Ég mæli mikið með þessu hóteli. Hótelið er í göngufæri frá verslunargötunni, ströndinni og veitingastöðum.

Uppáhalds veitingarstaðirnir mínir á Alicante eru Ciao Miami (allskonar matur í boði), Sale&Pepe (pizzur og pasta) svo fyrir þá sem elska sushi þá er Miss Sushi geggjaður staður!

Það er hægt að djamma á Alicante en það eru margir sem halda að Alicante sé rólegur staður og ekkert partý í boði. Trúið mér, ef þið skellið ykkur á skemmtistaðina hjá Casino-inu þá eigið eftir að skemmta ykkur vel. Djammið byrjar seint og endar seint. Ef þið viljið rólegt kvöld en samt kíkja út í drykki þá mæli ég með uppáhalds kokteilbarnum mínum sem heitir Soho Bar. Ég er strax orðin spennt að fara þangað!

Ströndin er sirka 20 mínútna labb frá hótelinu og ströndin er mjög nice. Það er staður á ströndinni sem heitir Xiringuito Postiguet sem er must að fara á. Þetta er strandabar sem býður uppá mat og drykki (algjört uppáhald).

Hótelið (AC Hotel)

Ciao Miami

Miss Sushi

Soho Bar

Xiringuito Postiguet

Santa Barbara Kastalinn (það er must að fara þangað og skoða)

EASTER IS AROUND THE CORNER!

February 16th, 2018|Lifestyle|

Færslan er í boði Nóa Siríus.

Ég verð að deila fallegu páskaeggjunum frá Nóa Siríus með ykkur. Eggin eru númer 1 og eru komin með nýtt útlit. Persónulega finnst mér eggin lúkka mjög vel til skreytinga um páskana en spurningin er hversu lengi maður nær að hafa þau sem skraut án þess að borða þau! Eggin eru bæði úr rjómasúkkulaði og 45% dökku súkkulaði. Þau fást í helstu verslunum og mér finnst ég verða taka það fram að það er málsháttur í öllum eggjunum, en málhátturinn er eitt það besta við páskaeggin! Annars er ég farin að borða eitt egg og ætla að njóta helgarinnar, eigið góð helgi elskurnar.

LIFE-SAVER FROM TERRA NOVA!

June 11th, 2017|Lifestyle|

Færslan er í boði TERRA NOVA.

Það eru ákveðin hylki sem ég mæli alveg hiklaust með fyrir alla! Hylkin eru góðgerlar frá Terra Nova og eru ætlaðir til að bæta/koma jafnvægi á meltinguna og þarmaflóruna. Góðgerlar hafa heilsubætandi áhrif og með því að taka þá inn þá kemur maður meðal annars í veg fyrir sveppasýkingar. Það sem hylkin gera líka er að vinna gegn uppþembu og hægðavandamálum sem margir glíma við í dag. Sjálf er ég með magasjúkdóm og finnst mér rosalega mikilvægt að taka inn góðgerla til að líða betur í maganum en það er hálf ótrúlegt hvað góðgerlar hjálpa manni mikið. Maður þarf aðeins að taka eitt hylki á dag sem mér finnst mikill plús því ég gleymi svo oft að taka vítamín og bætiefni ef maður á að taka þau 2-3 sinnum á dag. Hylkin eru laus við fylliefni, bindiefni og aukaefni og henta grænmetisætum og vegan. Ég mæli hiklaust með því að þið tékkið á góðgerlunum frá Terra Nova en þau fást í apótekum, Nettó og Hagkaup.

There are certain capsules that I recommend for everyone! The capsules are from Terra Nova and are called Probiotic Complex. They are intended to improve and balance the digestion and gut bacteria. It’s known for health improvement and and by taking them in, you can prevent yeast infections. What the capsules also do is to fight bloating and constipation which many people deal with today. I have a stomach disease and I think it’s very important to take Probiotic Complex to feel better in my stomach. You only need to take one capsule per day which I think is amazing because I really don’t like to take capsules haha. The capsules are free of fillers, binders and additives and are suitable for vegetarians and vegans. I recommend you check Probiotic Complex from Terra Nova out, it’s available in pharmacies, Nettó and Hagkaup.

LADIES IN LONDON

May 31st, 2017|Fashion, Lifestyle, Travel|

Ég varð að deila nokkrum myndum með ykkur úr síðustu London ferð enda var þessi ferð var aðeins of góð! Þar sem að ég fæ mikið af spurningum með hverju ég mæli með í London þá ætla ég að bomba því hér fyrir neðan.

1.Það er algjört must að fara í Afternoon Tea á Sketch. Staðurinn er þvílíkt flottur enda er hann allur bleikur að innan, maturinn æðislegur og stemningin mjög góð. Þið getið bókað borð HÉR.

2.Uppáhalds kaffihúsið mitt í London er Peggy Porschen. Kökurnar eru góðar og heita súkkulaðið hjá þeim er tryllt gott. Staðurinn er mega kjút enda er algjör skylda að taka nokkrar myndir þar!

3.Veitingastaðir sem ég mæli með er Nobu, Hakkasan, Sushi Samba og Coya. Ég elska að borða góðan mat og maður fær geggjaðan mat á þessum stöðum!

4.Ég mæli með að bóka driver á flugvöllinn sem pikkar ykkur upp og sömuleiðis til að skutla ykkur tilbaka á völlinn. Ég nýt mér þjónustuna hans Toks sem er algjör snillingur. Hann er hagstæður í verði og veitir topp þjónustu. Hann tekur vel á móti þér á flugvellinum og skutlar þér þangað sem þú þarft að fara. Þið getið bókað far hjá honum á email-i toksodofin@gmail.com. Það kostar aðeins 70 pund að láta hann skutla sér frá flugvellinum en venjulegur taxi er yfirleitt á 120-150 pund. Hann keyrir um á Benz og Jaguar.

5.Ef ykkur langar að versla í fínni búðum og viljið ekki fara á Bond Street því það er svo oft pakkað á þeirri götu þá mæli ég með uppáhalds verslunargötunni minni sem heitir Sloane Street. Allar fínu búðirnar eins og Chanel, Louis Vuitton og Gucci eru þar og maður fær mikið betri þjónustu en á Bond Street.

6.Ég og Berglind gistum á The Mayfair Hotel sem er fimm stjörnu hotel á geggjuðum stað. Maður getur labbað nánast allt og andrúmsloftið á hotelinu er mjög gott. Ég mæli samt meira með Jumeirah Lowndes Hotel ef þið viljið betri og persónulegri þjónustu en Mayfair Hotel er á betri stað uppá að geta labbað.

I have to share a few pictures from my last London trip! This trip was so amazing and I had such a good time. Since I get so many questions about what to do in London I’m going to give you some tips.

1.It’s a must to have an Afternoon Tea at Sketch. This place is so pretty, it’s all pink and the food is very tasty. You can book a table HERE.

2.My favorite Coffee house in London is Peggy Porschen. The cakes are delicious and the hot chocolate is beyond good. Peggy Porchen is so cute and it’s a must to take a few pictures while you’re there!

3.Restaurants that I recommend is Nobu, Hakkasan, Sushi Samba and Coya. I love eating good food and you get amazing food at these places. It’s always a good idea to book a table online so you have a reservation.

4.I recommend to book a driver who picks you up and drives you back to the airport. I use the driver service from Toks who is an amazing guy! He’s very sweet and he takes good care of you. You can book a pickup with email at Toksodofin@gmail.com. Pickup to the airport costs 70 pounds but taxi costs around 120-150 pounds.

5.If you want to shop in fancy stores and don’t want to shop at Bond Street because it can be very crowded, I recommend you shop on Sloane Street. All the fancy shops like Chanel, Louis Vuitton and Gucci are there and you get much better service then at Bond Street.

6.Me and Berglind staid at The Mayfair Hotel which is a five star hotel on perfect location. You can walk almost everywhere from there and the atmosphere at the hotel is very good. But if you want a better and more personal service I recommend Jumeirah Lowndes Hotel.

DALE CARNEGIE

May 11th, 2017|Lifestyle|

Ég var búin að segja ykkur frá því á snapchat að ég fór á Dale Carnegie námskeið í fyrra og ég verð bara að fá að hrósa þessu námskeiði og mæla með því! Í fyrstu þá hugsaði ég með mér að ég þyrfti ekki mikið á þessu námskeiði að halda því ég er frekar opin og er dugleg að fara út fyrir þægindahringinn minn en ég hafði heldur betur rangt fyrir mér í þeim efnum. Ég sótti námskeiðið sem er fyrir 21-25 ára og er ekkert smá ánægð að hafa farið því ég lærði svo margt og kynntist yndislegum hópi af fólki. Fyrir ykkur sem eruð að velta því fyrir ykkur hvað Dale Carnegie námskeið er þá er það námskeið til að efla sjálfstraust, efla tjáningahæfileika, bæta hæfni í mannlegum samskiptum, þróa leiðtogahæfileika og margt fleira. Eins og ég skrifaði hér fyrir ofan þá lærði ég heilan helling á þessu námskeiði og mæli hiklaust með því fyrir alla, bæði fyrir þá sem eru feimnir og þá sem eru opnir. Það eru allskonar námskeið í boði en þið getið skoðað öll námskeiðin HÉR. Ég veit allavega að námskeiðið sem ég fór á byrjar aftur núna 1. júní næstkomandi! Endilega tékkið www.dalecarnegie.is og skoðið hvað er í boði.

A few months ago I told you about a Dale Carnegie course that I attended and I really have to recommend it! At first I was a little skeptical about if I needed to take this course because I’m a very open person and I’m always going out of my comfort zone but I was wrong. I really did learn some great things and I got to know a wonderful group of people. I attended the course for 21-25 years old and I’m really glad that I did. For those who are wondering what Dale Carnegie courses are all about, they’re about enhancing self-esteem, enhancing expression skills, improving skills in human relations, developing leadership skills and much more. As I wrote here above, I learned a lot during this course, and I recommend it to everyone! Both for those who are very shy and for those who are very open. There are all kinds of courses available, you can view all the courses HERE. Go check www.dalecarnegie.is out!

PROTEIN PANCAKES FROM BODYLAB

April 26th, 2017|Lifestyle|

Færslan er í boði Bodylab

Prótein pönnuköku mixið frá Bodylab er án efa það lang besta sem ég hef smakkað! Ég hef smakkað svo ótrúlega mörg prótein pönnuköku mix því ég elska að borða pönnsur í millimál og eftir æfingar en þetta mix fær 10 stig af 10 mögulegum því það bragðast svo vel. Í 100 g eru 364 kaloríur og 31 g af próteini en einn skammtur er 75 g. Ef ykkur vantar millimál, prótein eftir æfingu eða langar í hollari kost þá mæli ég hiklaust með mixinu frá Bodylab. Það er mjög auðvelt að búa þær til en þú setur 100 ml af vatni í hristibrúsa, 3 skeiðar af mixinu, hristir vel og steikir svo á pönnu. Svo verð ég að segja ykkur frá próteinella og salt karamellusósunni sem Bodylab býður líka uppá en það er fáránlega bragðgott og það sérstaklega með pönnsunum svona spari. Próteinella bragðast nánast alveg eins og Nutella nema það inniheldur prótein og það er enginn viðbættur sykur. Það sama á við með karamellusósuna, það er enginn viðbættur sykur í henni. Bodylab vörurnar fást í HAGKAUP.

The protein pancake mix from Bodylab is absolutely my favorite! I’ve tried so many protein pancakes before because I like to eat it after my workouts and I have to say that the Bodylab protein mix is the best! In 100 g you have 364 kcal and 31 g protein but one serving is 75 g. If you need something to eat after your workout, for breakfast or a snack I really recommend you try this one out. It’s very easy to make the pancakes. One serving is 100 ml water and three scoops of the mix, you blend it together in a shaker and put it on a hot pan. Easy and very tasty! I also have to recommend the Proteinella and the Zero Topping Salted Caramel sauce which does not contain any added sugar. The Proteinella taste similar to Nutella but it contains protein which is a big plus! You can buy the Bodylab products in HAGKAUP.

LONDON TRIP

April 21st, 2017|Lifestyle, Travel|

Þessi færsla á eftir að vera nokkuð löng því ég hef margt að segja um síðustu London ferð. Ég skellti mér til London í byrjun mars með Berglindi frænku minni sem er líka ein besta vinkona mín og það verður að viðurkennast að þessi ferð var óvenjulega góð! Við lentum í skemmtilegum ævintýrum og hótelið sem við vorum á var uppá 10! Ef þið euð í leit af hóteli sem er flott, hreint, með góðri þjónustu og á topp stað þá mæli ég hiklaust með Jumeirah Lowndes. Hótelið er 5 stjörnu hótel og það er hugsað fyrir öllu. Það eftirminnilegasta er klárlega heitu þvottapokarnir sem við fengum þegar við komum á hótelið til að þrífa hendurnar eftir ferðalagið og afmæliskakan sem ég fékk senda uppá herbergi ásamt afmælissöng!

Ferðin okkar snérist hvað mest um að njóta, borða góðan mat og hafa gaman. Það var verslað þó nokkuð mikið í þessari ferð enda er undirrituð mikið fyrir föt og fylgihluti. Við fórum á þrjá æðislega staði út að borða sem ég verð að mæla með en þeir eru Sushi Samba, Coya og Hakkasan. Sushi Samba er án efa uppáhalds staðurinn minn í London en staðurinn er ótrúlega flottur og útsýnið er magnað, þú sérð yfir alla London. Coya er veitingastaður sem ég var að prófa í fyrsta skiptið en guð minn góður hvað maturinn var góður og staðurinn flottur. Starfsfólkið algjörlega til fyrirmyndar enda er allt gert fyrir þig á þessum stað. Þau setja servéttuna á þig, þau fylgja þér á klósettið og eru ótrúlega kurteis. Það er að sjálfsögðu ekki fyrir alla en það er dekrað vel við mann á staðnum. Hakkasan er Japanskur staður sem ég hef alltaf ætlað að prófa því ég hef bara heyrt góða hluti um hann. Ég sé alls ekki eftir því að hafa bókað borð því maturinn var ótrúlega góður og staðurinn fáránlega töff! Þannig ef þú ert á leiðinni til London og vilt borða góðan mat þá mæli ég með þessum stöðum, þú verður ekki svikin/n! Ég mæli þó alltaf með því að bóka borð fyrirfram á netinu til að fá borð á ágætis tíma því það er fljótt að fyllast á þessa staði og það getur verið erfitt að fá borð.

Við fórum á fallegasta cupcake stað sem ég hef á ævinni séð. Staðurinn heitir Peggy Porschen og er með bestu “cupcakes in the world” samkvæmt Vanity Fair og ég verð að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum því þær eru sjúklega góðar. Staðurinn er bleikur að utan og er skreyttur með litríkum blómum og er ótrúlega fallegur að innan. Maður upplifir sig eins og í draumi þarna inni, það er allt svo fallegt og krúttað. Ég mæli hiklaust með því að þið kíkið á Peggy Porschen og smakkið kökurnar og aðalega til að sjá staðinn.

Síðast en ekki síst þá verð ég að deila einum æðislegasta driver sem ég hef setið í bíl með. Hann heitir Toks og er ótrúlega vinalegur og skemmtilegur. Hann keyrir um á Benz og á Jaguar og pikkar mann upp á flugvöllinn og skutlar manni þangað aftur gegn mjög sanngjörnu gjaldi. Þegar hann pikkar þig upp á vellinum þá tekur hann á móti þér með nafnið þitt á iPad spjaldtölvu svo þú vitir hver hann er. Hann tekur við töskunum þínum og skutlar þér svo þangað sem þú þarft að fara. Pickup á völlinn og skutl í miðbæinn í London eru 70 pund og að láta skutla sér á völlinn eru 60 pund. Það tekur sirka 1 og 1/2 tíma að fara frá miðbænum og niðrá Gatwick flugvöll en verðið er ódýrara hjá honum ef þú ert á Heatrow flugvelli því skutlið þaðan niðrí bæ er aðeins 45 mínútur. Ég mæli með því að þið hafið samband við hann og nýtið ykkur þjónustuna hans. Þið getið haft samband við hann í gegnum email toksodofin@gmail.com og fengið frekari upplýsingar. Og ef þið eruð að pæla í því þá er hann með leyfi til að skutla fólki og er vel trygður. Ég og Berglind fengum hann til að skutla okkur á flugvöllinn í þessari ferð og það er alveg á hreinu að ég mun nýta mér þjónustuna hans næst þegar ég fer til London sem er í næstu viku!

Ég hef þetta ekki lengra að þessu sinni en ég held að ég skelli í færslu fljótlega um hvað ég ætla að gera í næstu London ferð! Hafið það gott elskurnar x

This post is going to be a bit long because I’ve a lot to say about my last visit to London. I went to London in march with my cousin Berglind and I have to admit that this trip was extremely nice! The hotel we stayed at gets 5 out of 5 stars from both of us because they took very good care of us. If you are in a search for a hotel that is clean, has good service and at a good location I recommend Jumeirah Lowndes. The hotel is a 5 star hotel and they take care of everything. When we arrived we got warm towels to clean our hands after the travel and I also got a birthday cake sent to my room and the waiter sang the happy birthday song, how cute is that!

Our trip was mostly about having a good time and eating good food but of course we shopped a little bit. We visited three amazing restaurants that I have to recommend for you guys. The restaurants are Sushi Samba, Coya and Hakkasan. Sushi Samba is my favorite restaurant and I always go there when I’m in London. The food is amazing and the view is to die for because the place is on the 38th floor. I tried Coya for the first time on this trip and ohmy lord, the food was amazing and the place was so cool! The staff was so nice and they took very good care of us. Hakkasan is a Japanese restaurant that I’ve always wanted to try! And the food was perfect! So if you are going to London I recommend you try these restaurants and book your table online because sometimes it’s hard to get a table at a good time.

We visited the most beautiful cupcake place I’ve ever seen! The place is called Peggy Porchen and has the “best cupcakes in the world” according to Vanity Fair. The cupcakes taste so nice and I can’t wait to visit this place again. The place is all pink and has colorful flowers outside and is adorable inside. Peggy Porschen is a must visit in London!

Last but not least I have to recommend a very friendly driver that offers pick up at the airport and a ride back to the airport. His name is Toks and he’s so friendly and nice. He drives a Mercedes Benz and a Jaguar and he picks you up for a very reasonable price. When he picks you up he has your name on his iPad so you know who he is. He takes care of your bags and drives you to your destination. A pick up to the airport to down town London is 70 pounds and a ride from down town to the airport is 60 pounds. It takes about one and a half hour to drive from Gatwick airport to down town London but it only takes 45 minutes to drive to Heathrow airport so the price is cheaper there. I recommend you contact him and use his service. You can send him an email at toksdofin@gmail.com to get more information. And if you are wondering, he has a license to drive people and he has good insurance. Me and Berglind ordered his service to the airport and it’s for certain that I will use his service next time I visit London, which is next week!

Until next time, take care x

 

JUMEIRAH HOTEL IN LONDON

March 17th, 2017|Lifestyle, Travel|

IMG_3668

IMG_3818

IMG_3816

IMG_3564

IMG_3570

IMG_3566

IMG_3675

IMG_3579

IMG_3805

IMG_3811

IMG_3807

IMG_3810

IMG_3792

IMG_3820

Hér kemur færslan sem að ég var búin að lofa ykkur! Ég held að ég hafi aldrei fengið jafn margar fyrirspurnir útí eitt hótel sem ég hef sýnt ykkur inná snapchat (Linethefine). Fyrir ykkur sem eruð ekki með mig á snapchat þá var ég í London í þar síðustu viku og gisti á æðislegu hóteli. Hótelið heitir Jumeirah og er á Lowndes Street og er nálægt öllu því helsta. Hverfið er ótrúlega fallegt og það er í götunni hinum meginn við helstu hátísku búðirnar þ.e.a.s. Chanel, Louis Vuitton, Gucci ofl. Svo er Harvey Nichols og önnur verslunargata með helstu verslunum eins og ZARA aðeins 5 mínútum frá. Ef þið eruð á leið til London og langar að gista á flottu hóteli þá mæli ég 100% með Jumeirah Lowndes. Hótelið er 5 stjörnu hótel og það er hugsað fyrir öllu. Starfsfólkið er til fyrirmyndar og room service-ið er uppá 10! Herbergin eru hrein, það eru sloppar og inniskór fyrir mann og það er hátalari til að spila tónlist inná öllum herbergjum. Það er ekki langt þangað til að ég fer aftur til London þannig að það er á hreinu að ég gisti aftur á Jumeirah. Þrátt fyrir að hótelið sé staðsett á góðum stað og er 5 stjörnu þá er það ekki svo dýrt, það kom mér mikið á óvart en þið getið skoðað verðin inná síðunni þeirra HÉR. Ef þið eruð að spá hvort að Oxford Street sé langt frá þá tekur það í kringum 7 mínútur með taxa og kostar rúmar 1.000 kr. Næsta færsla frá mér kemur í vikunni og hún mun vera um London ferðina, hvað við gerðum og hvað er must að gera!

english

Here is the blog post that I promised you! I think I haven’t gotten so many questions about a hotel before after I snapchatted it (Linethefine). For those of you who don’t have me on snapchat I was in London two weeks ago and stayed at a very nice hotel named Jumeirah. The hotel is located in Lowndes Street and is near to almost everything (the neighborhood is very beautiful). Within a five minute walk from the hotel you can visit Sloane Street which has all the high fashion shops for example Chanel, Louis Vuitton, Gucci and more. And within three minutes you can visit Harvey Nichols and you can shop at the main stores like ZARA and more only 10 minutes away. If you are going to visit London and want to stay at a good hotel I really recommend Jumeirah Lowndes. The hotel is a five star hotel and they take care of everything. The staff is kind and the room service is amazing! The rooms are very clean, they come with a bathrobe and slippers and all the rooms have a speaker to play music, which is very convenient. I’m going back to London in April and it’s pretty clear that I will stay at Jumeirah Lowndes again. Even though the hotel has a good location and is a 5 star it’s not so expensive (you can see the prices on their page HERE). If you are wondering if Oxford Street is far away from the hotel, it’s not. It takes about 7 minutes by taxi and costs 1.000 ISK. My next blog post will be about my London trip and what is a must do there!

lina birgitta

SUSHI SOCIAL IN PICTURES

February 15th, 2017|Lifestyle|

img_2054

img_2050

img_2046

img_2039

img_2041

img_2059

img_2067

lina-birgitta-feitletrad