Loading...

ONLINE SHOPPING

1. HERE | 2. HERE | 3. HERE | 4. HERE | 5. HERE | 6. HERE

Svona í tilefni þess að það er komið nýtt ár þá ákvað ég að versla mér nokkrar flíkur af Boohoo. Það vill svo skemmtilega til að þær eru allar svartar en eins og ég hef alltaf sagt “Black is my happy colour”. Boohoo er æðisleg síða ef þið viljið versla ágætis vörur að góðu verði. Það tekur sirka 7 daga fyrir vörurnar að skila sér til landsins og til að koma því að þá greiddi ég aðeins 27.000 kr fyrir allar þessar flíkur. Ef þið hafið ekki pantað af Boohoo þá mæli ég með því að þið prófið!

It’s a new year so I ordered myself a few items for my wardrobe from Boohoo. All the items are black and like I’ve always said “Black is my happy colour”. It takes about 7 days for the order to arrive to Iceland and I only paid 27.000 ISK for all these items. If you haven’t order from Boohoo before, I recommend you try it!

January 1st, 2018|Categories: Fashion|Tags: |

CHRISTMAS GIFT IDEAS FOR HER

Ég vildi skella í færslu með jólagjafahugmyndum og nokkrum hlutum sem mig persónulega langar í.

1. Úr frá Line The Fine Watches. Úrin eru úr ekta marmara þannig að enginn tvö úr eru eins. Mitt uppáhalds er þetta silfraða sem er á myndinni. Úrin eru á 19.990 kr.

2. Bolur frá Calvin Klein. Bolurinn er frá Undirfataversluninni Isabellu sem er á Akureyri en þau senda frítt um allt land. Það er bæði hægt að fá bolinn í svörtu og hvítu og hann er á 5.990 kr. Þið getið pantað bolina í gegnum facebook síðuna þeirra.

3. Bókin HEIMA eftir Sólrúnu Diego. Ótrúlega falleg og vönduð bók sem ætti að vera til á hverju heimili. Bókin fjallar um þrif og hagnýt húsráð sem auðveldar manni að halda fallegt heimili. Bókin fæst meðal annars í Bónus, Hagkaup og Heimkaup.is

4. Mini ferðahátalari frá BOSE. Þessi er svakalega flottur og þægilegur. Hann hentar einstaklega vel þegar maður er á ferðalagi og sound-ið í honum er svakalega gott! Hann kostar 15.900 kr og fæst hjá Nýherja í Borgartúni.

5. Stretch fabric strigaskór frá Chanel. Mig dreymir um þessa skó en þeir eru uppseldir eins og er en koma aftur í janúar 2018. Ég hefði ekkert hatað að fá þessa í jólagjöf!

6. Augnhár frá TanjaÝr Lashes. Þetta eru uppáhalds augnhárin mín og snilldar gjöf fyrir þá sem elska augnhár eða langar að prófa! Augnhárin eru ótrúlega falleg og vönduð. Augnhárin fást inná www.tanjayrcosmetics.com

7. BonBon Ilmvatn frá Viktor&Rolf. Þessi ilmur er einn af mínum uppáhalds og ég hef ekki hitt neinn sem fílar hann ekki! Hann fæst meðal annars í Hagkaup.

8. “Pochette Metis” frá Louis Vuitton. Mig langar svo bilaðslega mikið í þessa tösku í svörtum lit! Hún mun verða mín bráðlega, ég finn það á mér haha!

9. Æfingabuxur frá Define The Line Sport. Þessar eru mínar uppáhalds enda ekki annað hægt því sniðið og efnið í þessum buxum er geggjað! Þær eru á 9.990 kr og fást inná www.definethelinesport.com

December 15th, 2017|Categories: Beauty, Fashion|

GREY PANTS FROM DEFINE THE LINE SPORT

Ég gjörsamlega elska nýju íþróttalínuna mína! Ég er svo ánægð með sniðið, efnin, gæðin og hvað buxurnar eru þægilegar! Ég var búin að deila einni týpu af buxum með ykkur á blogginu fyrir pínu síðan en mig langaði að deila öðrum með ykkur sem eru þessar sem þið sjáið á myndunum. Þær koma í stærðum xs-xl og eru á 9.990 kr. Ég sjálf nota stærð small en ég myndi segja að stærðirnar á buxunum séu frekar “venjulegar”. Það er frí heimsending á öllum vörum en þið getið pantað allar vörur í gegnum netverslunina www.definethelinesport.com.

I’m completely in love with my new sportswear line from Define The Line Sport! I’m so happy with the fit, the fabric and how comfy the pants are! I did write about my new line last month and shared few picture of one type of pants but now I wanted to show you another pants. They come in sizes xs-xl and cost 9.990 ISK. I wear size small and I would say it’s regular sizes. It’s free shipping on all orders and you can order yours from www.definethelinesport.com.

December 7th, 2017|Categories: Fashion|Tags: |

HOLIDAY DRESS FROM LINDEX

Færslan er í boði Lindex.

Ég skellti mér í Lindex í gær til að finna hátíðardress og datt inná svo svakalega flottan kjól og pels! Kjóllinn er úr mjúku teygju efni sem gerir það að verkum að hann er mjög þægilegur. Ég á eflaust eftir að nota hann mikið í jólaboðum í ár! Kjóllinn er í stærð 36 en vanalega er ég í stærð 38 og hann kostar 7.499 kr. Pelsinn heillaði mig strax og ég sá mikið notagildi í honum þannig ég varð að skella mér á hann. Ég tók hann í stærð small og hann smellpassar! Það er alveg á hreinu að þessi pels á eftir að vera notaður því hann er bilaðslega flottur við “casual” föt líka. Pelsinn er á 12.999 kr. Ég mæli hiklaust með því að þið skellið ykkur í Lindex fyrir jólin því vörurnar eru bæði fallegar og á ótrúlega góðu verði.

I went to Lindex yesterday to find a dress for the holidays and I found such a cute dress and an amazing faux fur coat! The dress is the perfect little black dress and the fabric in it is so soft. I took it in size 36 but usually I’m a size 38 and it costs 7.499 ISK. The coat did catch my eyes right away when I saw it because I know it’s a piece that I will wear a lot! I took it in size small and it fits perfectly. It costs 12.999 ISK. I really recommend you check Lindex out for the holidays.

November 29th, 2017|Categories: Fashion|Tags: |

LOUNGE-WEAR SET FROM CALVIN KLEIN

Þessi kósý galli frá Calvin Klein er einn sá allra þægilegasti sem ég hef átt hingað til! Ég er mikið fyrir kósý föt yfir vetrartímann því mér er alltaf svo ótrúlega kalt. Þessi galli er ekki seldur saman heldur í sitthvoru lagi en ég sjálf tók bæði buxurnar og bolinn í stærð Medium. Efnið í honum er sjúklega mjúkt að manni langar helst að vera í gallanum allan sólarhringinn. Persónulega finnst mér svona kósýgalli vera hin fullkomna jólagjöf því það er mikið notagildi í honum og það er alltaf gaman að fá galla/náttföt í jólagjöf. Verðið á bolnum er 6.990 kr og verðið á buxunum er 8.990 kr. Gallinn er frá Undirfataversluninni Isabellu sem er staðsett á Akureyri en þau senda hvert á land sem er og það er frí heimsending. Það er líka ekkert mál að skila og skipta ef varan passar ekki. Ég mæli með því að þið tékkið á Isabellu en þið getið pantað gallan í gegnum skilaboð á facebook síðunni þeirra (sjá HÉR). Ps. Gallinn kemur einnig í svörtu!

This cozy loungewear set is the most comfortable I’ve ever had so far! I really love wearing cozy clothes over the winter time because I’m always freezing cold. This Calvin Klein set is not sold together but in separate and I took both in size Medium. The fabric in it is so soft and you really don’t want to take it off! The price of the shirt is 6.990 ISK and the price of the pants is 8.990 ISK. You can get it from “Isabella Undirföt” which is located in Akureyri and you can also order it through their facebook page HERE. I think this loungewear set is the perfect Christmas gift. Ps. It also comes in black!

November 19th, 2017|Categories: Fashion|Tags: |

DEFINE THE LINE SPORT

Ég get ekki beðið eftir kvöldinu í kvöld! Það er stór dagur í mínu lífi en nýja íþróttalínan sem ég hannaði mun fara í sölu þá. Ég hef unnið svo hörðum höndum að þessari línu því það er margt sem þarf að huga að. Efnið í buxunum í nýju línunni er klikkaðslega mjúkt og þægilegt að það er eins og þú sért ekki í buxum. Þær haldast uppi án þess að leka niður þegar maður er á æfingu og þær eru ekki gegnsæjar. Svo skemmir ekki fyrir að þær eru sjúklega flottar (já ég er hlutlaus haha). Á myndunum hér fyrir ofan er ég í einum af mínum uppáhalds buxum úr línunni en það kemur toppur í stíl við þær sem ég mun sýna ykkur á blogginu mjög fljótlega. Eins og ég skrifaði hér fyrir ofan þá mun nýja línan fara í sölu um miðnætti í kvöld en þið getið fylgst með inná www.definethelinesport.com.

November 3rd, 2017|Categories: Fashion|Tags: |

V-NECK BLOUSE

Ég fékk svo fallega skyrtu senda frá Romwe um daginn. Þau buðu mér samstarf og ég ákvað að taka því og valdi mér nokkrar flíkur hjá þeim. Skyrtan er ótrúlega sæt sem casual flík og líka þegar maður vill dressa sig upp. Ég tók hana í stærð Medium og hún kostar litlar 1.700 kr. Þið getið skoðað skyrtuna betur HÉR.

I got such a cute blouse a few days ago from Romwe. They asked me if I would like to do a collab with them and I did and picked out few items from their website. This blouse is super cute and I can both wear it as casual wear and as formal wear. I took it in size Medium and it only costs 1.700 ISK. You can see the blouse HERE.

October 12th, 2017|Categories: Fashion|Tags: |

VITAMIN ROUTINE

Færslan er í boði Heilsu.

Ég vildi deila brot af vítamín rútínunni minni með ykkur en þau vítamín og bætiefni sem ég tek inn er meðal annars er D-3 vítamín frá Gula miðanum og Metabolic Balance. D-3 er lífsnauðsynlegt fyrir okkur íslendinga þar sem að sólin skín ekki sitt  skærasta á veturnar en það er sagt hafa áhrif á skammdegisþunglyndi. D-vítamín er einnig mikilvægt fyrir beinheilsu þar sem það örvar frásog kalks úr meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði! Metabolic Balance frá Higher Nature inniheldur blöndu af vítamínum, steinefnum og jurtum sem stuðla að öflugri meltingu með því að örva efnaskipti í líkamanum og þar með fitubrennslu. Hylkin innihalda meðal annars náttúrulegt efni sem heitir Inulin en það eru vatnsleysanlegar trefjar sem hjálpa líkamanum að viðhalda eðlilegri hægðalosun, þær bæta meltinguna og hjálpa okkur að losna við fitu sem safnast á innri líffærin. Svo er það aðal plúsinn, þau hjálpa manni að ná tökum á sykurlöngun! D-3 vítamínið fæst í flestum apótekum og Metabolic Balance fæst aðeins í Heilsuhúsinu.

I want to share a fraction of my vitamin routine with you guys! The vitamins and supplements that I take are Vitamin D-3 and Metabolic Balance. Vitamin D-3 is a must for us Icelanders, because the sun doesn’t shine that much during wintertime. It’s also said it helps with depression. Vitamin D-3 is important for bone health as it stimulates the absorption of calcium from the gastrointestinal tract and contributes to normal blood calcium levels. Metabolic Balance from Higher Nature contains a combination of vitamins, minerals and herbs which promote a powerful digestion by stimulating metabolism in the body and thereby fat burning. The capsule contain a natural mineral called Inulin. Inulin are water-soluble fibers that help the body maintain a normal laxation, they improve digestion and help us get rid of fat that accumulates on the internal organs. Vitamin D-3 is available in most pharmacies, and Metabolic Balance is only available at Heilsuhúsið.

September 17th, 2017|Categories: Beauty|

CASUAL STYLE

Þið vitið ekki hvað ég var ánægð þegar ég frétti að uppáhalds buxurnar mínar frá Vero Moda voru að koma í fleiri litum! Buxurnar heita “Poptrash” og eru alltof þægilegar. Það er bæði hægt að nota þær í kósý og líka þegar maður kíkir eitthvað fínt út. Nýja týpan er með röndum en mér finnst þær sjúklega svalar! Ég er stærð Medium og sídd 34 og það besta er að þær kosta aðeins 5.990 kr! Síðermabolurinn er úr H&M og hann kostaði 2.490 kr. Á myndunum sný ég bolnum öfugt til að hafa pífuna að framan en Andrea vinkona benti mér á að prófa það og ég er ekki frá því að bolurinn sé flottari þannig! Ég vona að þið hafið átt góða helgi x

I was so happy when I heard that my favorite pants from Vero Moda came in more styles! The pants are called “Poptrash” and they are beyond comfortable and very stylish! The new style has stripes on them and I think it makes the pants a little more fancy then the plain black ones. I wear size Medium and length 34 and they cost 5.990 ISK. The long sleeve shirt is from H&M and I think it’s very cute. I took it in size Large and it costs 2.490 ISK. I hope you had a great weekend guys x

September 10th, 2017|Categories: Fashion|Tags: , |

DENIM ON DENIM

Okay, byrjum á þessum öklastígvélum sem ég fékk í Bianco! Mér finnst liturinn á þeim svo klikkaðslega flottur og hann passar fullkomlega við bláar gallabuxur! Hællinn á þeim er í mjög góðri hæð miða við plattformið þannig manni líður ekki eins og maður sé í hælum. Þeir eru úr ekta rúskinni og eru á 28.595 kr. Buxurnar eru 501 skinny frá Levi’s og eru ekkert lítið flottar! Jakkinn er úr H&M og bolurinn er úr nýrri línu sem heitir “Aware” hjá Vero Moda og er sjúklega þægilegur! Veskið er frá Louis Vuitton og heitir “Speedy” og er í stærð 25. Ég fæ mikið af spurningum útí veskið en það er eitt af mínum uppáhalds enda nota ég það mjög mikið! Ef ykkur langar í það, þá mæli ég hiklaust með því!

Let’s start with these ankle boots that I got in Bianco! I love the color and it fits perfectly with blue jeans! The heel hight is perfect so you don’t feel like you are walking in heels (who doesn’t love that!). They are made of suede and cost 28.595 ISK. The pants are “501 skinny” from Levi’s, the jacket is from H&M and the t-shirt is from a new product line called “Aware” from Vero Moda. The bag is from Louis Vuitton and is called “Speedy” and it’s in size 25. I get a lot of questions about this bag, it’s one of my favorites! I highly recommend this bag!

September 8th, 2017|Categories: Fashion|Tags: , , , |
Load More Posts