BAG WISHLIST

May 6th, 2018|Fashion|

Eftir margar fyrirspurnir út í hvaða tösku ég ætla að fá mér næst þá ákvað ég að gera “topp 2” lista af þeim töskum sem mig langar hvað mest í. Þær eru “Palm Springs Mini” frá Louis Vuitton og “Classic Flap Bag” frá Chanel.

Þið vitið ekki hvað ég er búin að eyða miklum tíma í að finna “Palm Springs Mini” bakpokann frá Louis Vuitton! Ég er búin að hringja til nokkra landa, senda email og búin að ferðast til London og Amsterdam til að finna hann. Þið haldið eflaust að ég sé eitthvað klikkuð (líklega rétt) en þegar mig langar í eitthvað þá verð ég að eignast það! Það er 6-12 mánaða biðlisti eftir bakpokanum en ég var næstum því búinn að eignast hann í London um daginn. Já ég sagði næstum því. Ég fór í Louis búðina á Sloane Street sem er uppáhalds verslunargatan mín í London og þar var til eitt stk af bakpokanum. Ég var ekki svo heppin að fá hann en konan sem mætti á undan mér var heldur betur heppin því hún eignaðist hann loksins eftir 12 mánaða leit! Ég held fast í þá trú að þessi blessaði bakpoki verði minn fljótlega!

Önnur taska sem ég ætla mér að eignast er “Classic Flap Bag” frá Chanel. Mig er búið að langa í þessa tösku í svörtu caviar leðri með silfur keðju í mjög langan tíma. Þetta er vinsælasta taskan frá Chanel enda passar hún við allt og er tímalaus. Ég hlakka til þegar ég fæ mér töskuna en ætli ég næli mér ekki í hana fyrr en síðar! Þangað til næst, hafið það gott elskurnar!