H&M

/Tag:H&M

CASUAL STYLE

September 10th, 2017|Fashion|

Þið vitið ekki hvað ég var ánægð þegar ég frétti að uppáhalds buxurnar mínar frá Vero Moda voru að koma í fleiri litum! Buxurnar heita “Poptrash” og eru alltof þægilegar. Það er bæði hægt að nota þær í kósý og líka þegar maður kíkir eitthvað fínt út. Nýja týpan er með röndum en mér finnst þær sjúklega svalar! Ég er stærð Medium og sídd 34 og það besta er að þær kosta aðeins 5.990 kr! Síðermabolurinn er úr H&M og hann kostaði 2.490 kr. Á myndunum sný ég bolnum öfugt til að hafa pífuna að framan en Andrea vinkona benti mér á að prófa það og ég er ekki frá því að bolurinn sé flottari þannig! Ég vona að þið hafið átt góða helgi x

I was so happy when I heard that my favorite pants from Vero Moda came in more styles! The pants are called “Poptrash” and they are beyond comfortable and very stylish! The new style has stripes on them and I think it makes the pants a little more fancy then the plain black ones. I wear size Medium and length 34 and they cost 5.990 ISK. The long sleeve shirt is from H&M and I think it’s very cute. I took it in size Large and it costs 2.490 ISK. I hope you had a great weekend guys x

LAID-BACK OUTFIT

September 3rd, 2017|Fashion|

Þetta outfit er án efa eitt það þægilegasta sem ég hef verið í! Ég keypti buxurnar í Vero Moda um daginn á 6.490 kr en þær eru úr þykku leggings efni ef ég má orða það þannig. Þær eru ekkert smá mjúkar og þægilegar. Ég tók þær í stærð Medium og í sídd 34. Skyrtan er úr H&M hér heima og kostar 4.990 kr. Mér finnst mynstrið svakalega flott og hún setur klárlega punktinn yfir i-ið! Leðurjakkinn er úr Zara en ég keypti hann um daginn á 6.995 kr. Já þið lásuð rétt, 6.995 kr! Ég féll fyrir honum um leið og ég sá hann og er búin að vera í honum á hverjum einasta degi síðan ég keypti hann! Svo eru það skórnir, þeir eru úr Bianco og kosta 13.995 kr. Þeir eru æðislegir sem “hversdsgs-fínir” skór því þeir lúkka vel og eru mjög þægilegir. Ég vona að helgin ykkar hafi verið góð x

 This outfit is way too comfortable! I bought the pants in Vero Moda a few days ago for 6.490 ISK. The fabric in them feels like leggings so they are very soft and comfy. I took them in size Medium and in length 34. The shirt is from H&M and costs 4.990 ISK. I really like the pattern and it clearly does pop up the look! The leather jacket is from Zara and costs 6.995 ISK. I fell for the jacket as soon as I saw it and I’ve been wearing it every single day since I bought it! The shoes are from Bianco and cost 13.995 ISK. They are awesome as everyday shoes because they look nice and are very comfortable! I hope you had a great weekend x

OUTFIT IDEA YOU CAN COPY RIGHT NOW!

August 30th, 2017|Fashion|

Ég er alveg einstaklega skotin í þessu outfitti þar sem að það er bæði töff og þægilegt. Ég nældi mér í gallajakkan í opnunarpartý H&M um daginn og hann kostaði aðeins 3.490 kr! Ég tók hann í einni stærð fyrir ofan en ég nota venjulega því ég vil hafa hann smá “loose”. Sólgleraugun eru einnig úr H&M og kostuðu undir 1.500 kr. Bolurinn er úr Zara en mér finnst hann algjört æði því það er hægt að dressa hann upp og niður (3.495 kr). Skórnir eru gorgeous! Ég sá þá um daginn þegar ég fór í skóleiðangur og hef ekki getað hætt að hugsa um þá síðan þannig að ég varð að fá þá! Þeir eru úr Bianco í Kringlunni og eru bilaðslega þægilegir. Þeir passa við bókstaflega allt og eru á 13.995 kr. Veskið er í miklu uppáhaldi en það er frá YSL og heitir “COLLÈGE” og er í stærð medium. Síðast en ekki síst þá er úrið frá Line the fine watches og er ný týpa. Það er úr ekta marmara, ryðfríu stáli og kostar 19.990 kr.

I really like this outfit because it’s both cool and comfortable. I bought the denim jacket at the opening party in H&M a couple of days ago and it only costs 3.490 ISK! I took it in size 40 because I want it to be a little loose. The sunglasses are also from H&M and cost around 1.500 ISK. The shirt is from Zara and I really like it because I can dress it up and also wear it as casual wear (3.495 ISK). The shoes are gorgeous! I saw them a couple of days ago and I couldn’t stop thinking about them, so I had to get them! They are from Bianco in Kringlan and are extremely comfortable. They literally suit everything and cost 13.995 ISK. The bag is my favorite at the moment, it’s from YSL and is called “COLLÈGE”. Last but not least, the watch is from Line the fine watches and is a new type. It’s made of genuine marble, stainless steel and costs 19.990 ISK.

VON – ÞÚ SKIPTIR MÁLI

April 19th, 2016|Fashion|

IMG_6310

Færslan er ekki kostuð. Derhúfuna fékk ég að gjöf.

Færsla dagsins er ekki af verri endanum því þessi derhúfa sem ég er með á myndunum er afar mikilvæg að mínu mati. Vissuð þið að þriðji hver einstaklingur greinist með einhverskonar geðsjúkdóm á lífsleiðinni? Derhúfurnar “Von – þú skiptir máli” eru til styrktar geðdeildar Landspítalans eða réttarasagt batadeildar. Batamiðstöðin er deild fyrir fólk sem hefur glímt við einhverskonar geðsjúkdóma þar sem er verið að undirbúa þau til að takast á við samfélagið utan Klepps með allskyns tómstundum og áhugamálum. Í Batamiðstöðinni er boðið upp á dagskrá sem hjálpar fólki að efla félagsleg tengsl, auka virkni og hreyfingu, minnka kvíða, spennu og streitu. Einnig hjálpar Batamiðstöðin fólki að finna sér hlutverk í lífinu og tengir það við úrræði úti í samfélaginu eftir útskrift. Það gæti t.d. verið vinna, námskeið, skóli, áhugamál eða önnur úrræði. ​Starfsemi Batamiðstöðvar er í boði fyrir inniliggjandi skjólstæðinga Klepps en margir einstaklingar úr samfélaginu sem þurfa endurhæfingu í lengri tíma fara þar í gegn.

Persónulega þá finnst mér þetta málefni mjög mikilvægt og ég hvet ykkur öll að styrkja batadeildina með því að kaupa ykkur derhúfu en það er gaman að segja frá því að allur ágóði af húfunum rennur til batadeildarinnar. Verðið á húfunum er 3.990 kr og þið getið pantað þær í gegnum facebook síðuna þeirra “Von Derhúfur” (sjá HÉR).

IMG_6221

IMG_6305

IMG_6289

IMG_6271

IMG_6292

IMG_6275

Jakki: Missguided (sjá hér)

Skyrta: Forever21

Buxur: H&M

Derhúfa: VON (sjá hér)

Sólgleraugu: SIX

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

SAGÐI EINHVER ÚTVÍÐAR BUXUR?

April 28th, 2015|Fashion|

out2

Ég get sko sagt ykkur það að ég á besta kall í heimi (allavega að mínu mati). Hann er neflilega mikið í því að hlusta á það sem að ég segi. Þar sem að ég tala rosalega mikið um hvað ég vil fá í fataskápinn minn og hvað mér þykir flott þá getur greyið ekki annað en kinkað kolli og brosað framan í mig (ég hef aldrei verið viss hvort hann sé í alvörunni að hlusta á mig eða hvort þetta fari inn um eitt og út um annað – eins og “týpískir” karlmenn, þið fattið hvað ég meina?). Það verður að viðurkennast að ég hef rangt fyrir mér í þeim efnum því hann er mjög lúmskur í því að hlusta á mig og tekur nánast betur eftir því sem ég segi heldur en ég sjálf! Það hljómar spes en þetta er raunin. Hann fór erlendis um daginn og var svo svakalega sætur að koma með stútfullan H&M poka af fötum fyrir mig. Mér krossbrá þegar ég tók síðustu flíkina upp úr pokanum því það voru útvíðar buxur! Hvernig vissi hann að ég vildi útvíðar buxur? Jú elskurnar mínar, ég var víst búin að ræða um útvíðar buxur við hann og var búin að steingleyma því! Ég tek ofan fyrir honum að “þora” að ráðast í það að finna útvíðar buxur og hvað þá að finna buxur sem smellpassa á mig. Þegar ég fór fyrst í þær þá lá ég í kasti því þær voru svo funky en því oftar sem ég mátaði þær, þá byrjuðu þær að veita mér semí “guilty pleasure” tilfiningu. Ég er búin að liggja á netinu og skoða endalaust af útvíðum buxum og verð skotnari í þeim með hverjum deginum. Buxurnar sem ég deili með ykkur í þessari færslu eru kannski ekki alveg byrjenda buxur en hey, það verður einhver að henda sér í djúpu laugina! Ég er í lúmsku ástarsambandi við þessar blessuðu buxur en samt get ég ekki alveg ákveðið mig.

out6

out2

out3

out4

Buxurnar eru úr H&M – þú getur skoðað þær nánar þær HÉR

lina birgitta camilla