Line the fine watches

/Tag:Line the fine watches

OUTFIT IDEA YOU CAN COPY RIGHT NOW!

August 30th, 2017|Fashion|

Ég er alveg einstaklega skotin í þessu outfitti þar sem að það er bæði töff og þægilegt. Ég nældi mér í gallajakkan í opnunarpartý H&M um daginn og hann kostaði aðeins 3.490 kr! Ég tók hann í einni stærð fyrir ofan en ég nota venjulega því ég vil hafa hann smá “loose”. Sólgleraugun eru einnig úr H&M og kostuðu undir 1.500 kr. Bolurinn er úr Zara en mér finnst hann algjört æði því það er hægt að dressa hann upp og niður (3.495 kr). Skórnir eru gorgeous! Ég sá þá um daginn þegar ég fór í skóleiðangur og hef ekki getað hætt að hugsa um þá síðan þannig að ég varð að fá þá! Þeir eru úr Bianco í Kringlunni og eru bilaðslega þægilegir. Þeir passa við bókstaflega allt og eru á 13.995 kr. Veskið er í miklu uppáhaldi en það er frá YSL og heitir “COLLÈGE” og er í stærð medium. Síðast en ekki síst þá er úrið frá Line the fine watches og er ný týpa. Það er úr ekta marmara, ryðfríu stáli og kostar 19.990 kr.

I really like this outfit because it’s both cool and comfortable. I bought the denim jacket at the opening party in H&M a couple of days ago and it only costs 3.490 ISK! I took it in size 40 because I want it to be a little loose. The sunglasses are also from H&M and cost around 1.500 ISK. The shirt is from Zara and I really like it because I can dress it up and also wear it as casual wear (3.495 ISK). The shoes are gorgeous! I saw them a couple of days ago and I couldn’t stop thinking about them, so I had to get them! They are from Bianco in Kringlan and are extremely comfortable. They literally suit everything and cost 13.995 ISK. The bag is my favorite at the moment, it’s from YSL and is called “COLLÈGE”. Last but not least, the watch is from Line the fine watches and is a new type. It’s made of genuine marble, stainless steel and costs 19.990 ISK.

PASTEL BLUE

August 25th, 2017|Fashion|

Það er ekkert betra en þetta veður sem er búið að vera í ágúst! Ég náði loksins að nota sandalana sem ég fékk mér fyrir pínu síðan í Bianco og er ekkert smá ánægð með þá. Liturinn á þeim er mega sætur! Buxurnar eru úr ZARA og þetta snið er í uppáhaldi hjá mér eins og er. Bolurinn er einnig úr ZARA en ég keypti hann á útsölu á 1.495 kr. Úrið er að sjálfsögðu frá “Line the fine watches” og er ný týpa. Ég er rosalega skotin í því enda passar það við allt! Sólgleraugun eru gömul frá Vero Moda og hatturinn er frá SIX. Ég vona að þið hafið það gott og eigið eftir að njóta helgarinnar x

There is nothing better than this weather! I finally got a chance to wear these sandals that I got a few weeks ago in Bianco. They are so cute and the color is pretty awesome! The pants are from ZARA and this style is my favorite at the moment. The shirt is also from ZARA, I bought it on sale for 1.495 ISK. The watch is from “Line the fine watches” and is a new type. I’m really into this watch because it suits everything! The sunglasses are old from Vero Moda and the hat is from SIX. I hope you enjoy your weekend guys x

KIMONO

July 12th, 2017|Fashion|

Eins og flestir hafa tekið eftir í sumar þá er kimono komið aftur! Persónulega finnst mér mjög gaman að klæða mig í litríkar flíkur því þær lífga uppá mann þannig ég var ekki lengi að heillast af þessu litríka kimono sem ég er í á myndunum hér fyrir ofan. Ég fékk það í ZARA í Toronto á 6.000 kr en ég er ekki frá því að ég á eftir að nýta mér þetta kimono vel í sumar. Veskið er í miklu uppáhaldi hjá mér enda er það bilaðslega flott og liturinn klikkaður! Ég fékk það í Gucci í London en ég mun gera sér færslu um það fljótlega. Bolurinn er úr ZARA og kostar 2.995 kr sem mér finnst mjög gott verð! Ég á þennan bol í svörtu, hvítu og rauðu. Úrið er að sjálfsögðu frá Line the fine watches og er ný týpa, ég gjörsamlega elska það!

As many of you have noticed this summer, the kimono is back! I love wearing colorful outfits and I got fascinated by this kimono right away when I saw it. I got it in ZARA in Toronto. The bag is my favorite at the moment, it’s very stylish and the color is amazing! I got it in Gucci in London and I’ll blog about it soon. The shirt is from ZARA and costs 2.995 kr which I think is a very good price! I have it in black, white and also in red. The watch is from Line the fine watches and is a new type, I absolutely love it!

LINE THE FINE WATCHES

January 5th, 2017|Fashion|

line-the-fine-watches

Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja en vá hvað ég er þakklát fyrir viðbrögðin sem ég hef fengið við úrunum sem ég hannaði! Mig hefur alltaf langað til þess að hanna mína eigin vöru og koma henni á markað þannig ég ákvað að láta verða að því… loksins! Ég er engan veginn hætt, því ég er rétt að byrja. Í lok febrúar kemur íþróttalínan “Define the line sport” sem ég hannaði fyrir stuttu síðan en hún inniheldur æfingabuxur, æfinga toppa og boli. Það ríkir mikil spenna yfir þeirri vörulínu enda lúkkar hún fáránlega vel út og ég er orðin svo ótrúlega spennt að sýna ykkur hana. En aftur að úrunum, úrin eru úr ekta marmara þannig að hvert og eitt úr er einstakt útaf margbreytileika marmarans. Persónulega þá finnst mér marmari það fallegur og fágaður steinn að ég vildi leyfa honum að njóta sín einum og sér þannig ég sleppti að hafa tölustafi á úrinu. Ég er mikið fyrir stílhreinleika eins og svo margir aðrir þannig að loka útkoman er marmari og vísar til að segja hvað klukkan er. Ég trúi því að minna sé meira eða eins og maður orðar það á ensku “less is more”, þannig að úrið er ótrúlega stílhreint og það passar við allt. Ólarnar eru úr 100% ekta Ítölsku leðri og koma í þremur litum: svörtu, bleiku og hvítu. Úrin eru einstaklega vönduð og ég get lofað ykkur því að þið sem fáið ykkur úr eruð að fá ótrúlega fallega og vandaða vöru í hendurnar! Verðið á úrunum er aðeins 19.990 kr, það er frí heimsending og þau fást inná www.linethefinewatches.com.

english-2

I really don’t know where to begin! I’m so thankful for your reactions and your comments about the watches I designed. I’ve always wanted to design my own product and launch it and finally I did it. This is just the beginning because next month, in the end of February, I will launch my own active-wear brand called “Define the line sport”. I will tell you more about it later, but back to the watches. All the watches are made of real marble so each watch is unique due to the lines in the marble. I believe less is more so I decided to only use marble stone, hour hand and second hand on the dial but no marker to tell time. The straps are 100% genuine Italian leather and come in three different colors: black, pink and white. The watches are elegant, good quality and suit everything! They only cost 19.990 ISK and you can order them now on www.linethefinewatches.com.

No automatic alt text available.

lina-birgitta-feitletrad