LOUIS VUITTON

/Tag:LOUIS VUITTON

BAG WISHLIST

May 6th, 2018|Fashion|

Eftir margar fyrirspurnir út í hvaða tösku ég ætla að fá mér næst þá ákvað ég að gera “topp 2” lista af þeim töskum sem mig langar hvað mest í. Þær eru “Palm Springs Mini” frá Louis Vuitton og “Classic Flap Bag” frá Chanel.

Þið vitið ekki hvað ég er búin að eyða miklum tíma í að finna “Palm Springs Mini” bakpokann frá Louis Vuitton! Ég er búin að hringja til nokkra landa, senda email og búin að ferðast til London og Amsterdam til að finna hann. Þið haldið eflaust að ég sé eitthvað klikkuð (líklega rétt) en þegar mig langar í eitthvað þá verð ég að eignast það! Það er 6-12 mánaða biðlisti eftir bakpokanum en ég var næstum því búinn að eignast hann í London um daginn. Já ég sagði næstum því. Ég fór í Louis búðina á Sloane Street sem er uppáhalds verslunargatan mín í London og þar var til eitt stk af bakpokanum. Ég var ekki svo heppin að fá hann en konan sem mætti á undan mér var heldur betur heppin því hún eignaðist hann loksins eftir 12 mánaða leit! Ég held fast í þá trú að þessi blessaði bakpoki verði minn fljótlega!

Önnur taska sem ég ætla mér að eignast er “Classic Flap Bag” frá Chanel. Mig er búið að langa í þessa tösku í svörtu caviar leðri með silfur keðju í mjög langan tíma. Þetta er vinsælasta taskan frá Chanel enda passar hún við allt og er tímalaus. Ég hlakka til þegar ég fæ mér töskuna en ætli ég næli mér ekki í hana fyrr en síðar! Þangað til næst, hafið það gott elskurnar!

DENIM ON DENIM

September 8th, 2017|Fashion|

Okay, byrjum á þessum öklastígvélum sem ég fékk í Bianco! Mér finnst liturinn á þeim svo klikkaðslega flottur og hann passar fullkomlega við bláar gallabuxur! Hællinn á þeim er í mjög góðri hæð miða við plattformið þannig manni líður ekki eins og maður sé í hælum. Þeir eru úr ekta rúskinni og eru á 28.595 kr. Buxurnar eru 501 skinny frá Levi’s og eru ekkert lítið flottar! Jakkinn er úr H&M og bolurinn er úr nýrri línu sem heitir “Aware” hjá Vero Moda og er sjúklega þægilegur! Veskið er frá Louis Vuitton og heitir “Speedy” og er í stærð 25. Ég fæ mikið af spurningum útí veskið en það er eitt af mínum uppáhalds enda nota ég það mjög mikið! Ef ykkur langar í það, þá mæli ég hiklaust með því!

Let’s start with these ankle boots that I got in Bianco! I love the color and it fits perfectly with blue jeans! The heel hight is perfect so you don’t feel like you are walking in heels (who doesn’t love that!). They are made of suede and cost 28.595 ISK. The pants are “501 skinny” from Levi’s, the jacket is from H&M and the t-shirt is from a new product line called “Aware” from Vero Moda. The bag is from Louis Vuitton and is called “Speedy” and it’s in size 25. I get a lot of questions about this bag, it’s one of my favorites! I highly recommend this bag!

FALL FEELINGS

September 27th, 2016|Fashion|

skor-01

Lúkkið sem þið sjáið á myndunum hér fyrir ofan er einfalt og þægilegt enda er undirrituð mikið fyrir einfaldleika og þægindi þegar það kemur að fötum og það sérstaklega á haustin og á veturna. Peysuna fékk ég í New Look í London og er ekkert smá ánægð með hana. Það er hægt að panta af New Look og fá sent til Íslands en það tekur sirka 7 daga fyrir vörur að koma (sjá peysu HÉR). Ökklastígvélin fékk ég Bianco í Kringlunni sem er uppáhalds skóverslunin mín hér heima en liturinn á þessum er æði og þægindi í fyrirrúmi! Þau eru fóðruð að innan sem gerir þau fullkomin í kuldanum í vetur (sjá skó HÉR). Síðast en ekki síst þá skellti ég mér á nýja tösku frá Louis Vuitton og “Speedy” varð fyrir valinu í stærð 25. Ég er ekkert lítið ánægð með töskuna enda algjör klassík (sjá tösku HÉR).

english-2

The look you see in the picture above is quite plain and simple. I have to admit that I’m really into simple and comfortable clothes and especially in the autumn and in the winter. I got the sweater from New Look in London a couple of days ago and I love it. If you like it, you can order it online from New Look (see sweater HERE). The ankle boots are from Bianco in Kringlan which is my favorite shoe store in Iceland and the color is terrific! These boots are very comfortable and they are lined inside which is perfect for the Icelandic winter (see boots HERE). Last but not least I got myself a new Louis Vuitton bag and I chose “Speedy” in size 25.  I’m extremely satisfied with my bag and I can’t wait to use it more often (see bag HERE).

skor-009

skor-014

LINA BIRGITTA CAMILLA 2

NEW IN > LOUIS VUITTON SCARF

March 28th, 2015|Fashion, Fatnaður|

TREFILL

Tökum smá pásu frá því sem við erum að gera og meltum þennan trefil í örlítinn tíma. Guð minn góður, ég er ekki frá því að ég er truly, madly, deeply in love af nýja LOUIS VUITTON treflinum mínum! Bara svo það er á hreinu þá á ég mjög auðvelt með að verða ástfangin af öllu sem tengist flíkum og fylgihlutum (maður verður aldrei fyrir vonbrigðum). Þessi trefill er algjör draumur. Það sem að ég elska hvað mest við þennan trefil er að ég get notað hann á tvo vegu en ég get bæði notað hann svartan og gráan.

Það er búið að vera rosaleg trefla tíska útum allan heim sem mér persónulega finnst mjög skemmtilegt því trefill getur verið góður fylgihlutur til þess að poppa upp casual outfit. Það er algjör snilld fyrir okkur Íslendinga að það sé IN að vera með trefil því það er ekkert lítið kalt úti!

Ég vona að þið eigið yndislega helgi og ekki gleyma að taka þátt í leiknum sem er í gangi á blogginu í samstarfi við undirfataverslunina Isabellu – en þú getur tekið þátt í þeim leik HÉR. Það verður dregið úr þeim leik á morgun ♥

trefill2lina-birgitta-camilla1-300x90